Þar sem fuglaflensutilfelli í mönnum eru fátíð eru einkennin ekki að fullu þekkt. Þau geta meðal annars líkst venjulegum flensueinkennum svo sem hiti, hósti, hálsbólga og verkir í vöðvum, sýking í augum (tárubólga), lungnabólga og öndunarerfiðleikar. Hægt er að lesa meira um einkenni sem fylgja fuglaflensu í mönnum á heimasíðu WHO.Á heimasíðu embættis yfirdýralæknis er að finna upplýsingar um hvaða einkenni koma fram hjá hænsnfuglum sem smitaðir eru af fluglaflensu. Meðal klínískra einkenna eru alvarleg deyfð og lystarleysi, veruleg fækkun eggja hjá varpfuglum, bjúgur í andliti ásamt þrota og bláma á kamb og sepum, depilblæðingar á yfirborði innri líffæra og allt að 100% bráðadauði. Ýmsar meinafræðilegar breytingar koma fram og geta lesendur kynnt sér þær á heimasíðu embættisins. Hægt er að lesa meira um fuglaflensu í svari Jarle Reiersen við spurningunni Getur fuglaflensuveiran borist úr fugli í gæludýr og þaðan í menn?
Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum?
Útgáfudagur
30.3.2006
Spyrjandi
Kristrún Heiða Ragnarsdóttir, f. 1992
Helga Björk, f. 1992
Tilvísun
EDS. „Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum?“ Vísindavefurinn, 30. mars 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5755.
EDS. (2006, 30. mars). Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5755
EDS. „Hver eru einkenni fuglaflensu bæði í mönnum og dýrum?“ Vísindavefurinn. 30. mar. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5755>.