Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHugvísindiörnefniHvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?
Desjarárdalur eða Dysjarárdalur er austan við Ytri-Kárahnjúk á Vesturöræfum. Í sóknarlýsingu Hofteigssóknar eftir sr. Sigfús Finnsson frá 1841 er myndin Dysjará (bls. 62) en Desjará í lýsingu sr. Þorvalds Ásgeirssonar á Hofteigsprestakalli frá 1874 (bls. 82) og Desjarárdalur (bls. 79).
Sr. Sigfús var Austfirðingur en sr. Þorvaldur ekki og má því ef til vill telja myndina Dysjará upphaflegri. Til samanburðar má nefna Desjarmýri sem er fyrrum prestsetur í Borgarfirði eystra. Tvímyndin Dysjarmýri er einnig þekkt. Á flámælissvæðum eru slíkar tvímyndir skiljanlegar.
Orðið des merkir 'hlað undir heyi' en dys 'upphækkuð gröf' eða 'mosaþúfa'. Ekki verður úr því skorið hvor myndin sé upphaflegri eða réttari en ýmislegt bendir til að Dysjarárdalur sé það. Hjörleifur Guttormsson hefur valið þá mynd sem aðalmynd í Árbók Ferðafélagsins 1987, bls. 102. Desjará hefur hins vegar verið ráðandi mynd á kortum, bæði útgefnum af danska herforingjaráðinu og Landmælingum Íslands.
Heimildir:
Hjörleifur Guttormsson. Norð-Austurland – hálendi og eyðibyggðir. Ferðafélag Íslands. Árbók 1987. Reykjavík.
Múlasýslur. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenska bókmenntafélags 1839-1874. Sögufélag. Örnefnastofnun Íslands. Reykjavík 2000.
Svavar Sigmundsson. „Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2006, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6134.
Svavar Sigmundsson. (2006, 18. ágúst). Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6134
Svavar Sigmundsson. „Hvort á að nota Desjarárdalur eða Dysjarárdalur um dal þann sem verið er að stífla vegna Hálslóns við Kárahnjúk?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2006. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6134>.