Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 192 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru stýrikerfi búin til og hvernig virka þau?

Stýrikerfi eru yfirleitt gríðarlega flókin og margþættur hugbúnaður. Þess vegna er ekki auðvelt að svara því í stuttu máli hvernig þau eru búin til. Stýrikerfi koma alls staðar við sögu í notkun á tölvunni. Til að útskýra hversu margt stýrikerfið þarf að sjá um þá skulum við taka sem dæmi þegar notandi keyrir upp ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað felst í vandamálinu ,,P vs. NP''?

Skýrum fyrst um hvað spurningin snýst. Til einföldunar má segja að hún varði afköst eða getu tölva til að leysa tiltekin verkefni. Það er þó ekki svo einfalt að þetta snúist um hvað tölvan geti framkvæmt margar aðgerðir á sekúndu heldur frekar hvað þurfi margar aðgerðir eða skref til að leysa tiltekið vandamál. ...

category-iconHagfræði

Hvers vegna styrkist krónan við innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabankans?

Spurningi í fullri lengd hljóðar svona: Hvers vegna styrkist gengi íslensku krónunnar við aukið innflæði gjaldeyris og aukningu gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands? Gjaldeyrir kemur inn í landið þegar erlendir aðilar kaupa vöru eða þjónustu af innlendum aðilum. Hinir erlendu aðilar greiða með gjaldeyri. Ísle...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers vegna voru stafirnir c, q, z og w felldir úr íslenzka stafrófinu?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Í svari á vefnum vefnum við spurningunni Hvenær féllu c, q, z og w úr íslenska stafrófinu og hvers vegna? er ekkert getið hvers vegna. Sem sagt engin rök fyrir þessari ótrúlegu aðgerð, en hins vegar ýmislegt tínt til sem rökstyður það að hafa þá inni. Þess vegna er spurt: ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Thomas H. Huxley og hvert var framlag hans til vísindanna?

Thomas Henry Huxley fæddist 4. maí 1825 í Ealing, sem nú er úthverfi Lundúna. Þar var faðir hans stærðfræðikennari, en missti vinnuna þegar skólanum var lokað, og Huxley-fjölskyldan fluttist til smábæjar í Middlesex, norðan við höfuðborgina. Bágborin kjör foreldranna urðu til þess að Thomas, sem var næstyngstur át...

category-iconFornfræði

Hvernig ber að umrita grísk og latnesk nöfn á íslensku?

Sérhvert tungumál hefur sinn háttinn á meðferð grískra og latneskra nafna. Á þeim tungumálum sem ekki eru rituð með grísku letri þarf augljóslega að umrita grísk nöfn með einhverjum hætti. Auk þess breytast ósjaldan bæði grísk og latnesk nöfn á ýmsa vegu þegar þau berast yfir í önnur tungumál. Stundum verða til ák...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er ritstuldur?

Erlend heiti um það sem við nefnum ritstuld eru dregin af latneskum stofni sem kemur fram í sögninni plagiare sem merkir bókstaflega að stela annarra manna þræl eða hneppa frjálsan mann í þrældóm. Á ensku er talað um 'plagiarism' og á frönsku 'plagiat' en þessi orð eru ekki eingöngu höfð um "stuld" eða misnotkun á...

category-iconHeimspeki

Hver var René Descartes og fyrir hvað er hann þekktur?

Æviágrip René Descartes (stundum nefndur Renatus Cartesius, upp á latínu) var franskur heimspekingur og stærðfræðingur. Hann fæddist í La Haye í Touraine í Frakklandi 31. mars árið 1596. Bærinn var raunar seinna látinn heita eftir honum; árið 1802 fékk hann nafnið La Haye-Descartes og 1967 var nafnið einfa...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?

Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...

category-iconHugvísindi

Hvernig var fimmta öldin í Kína?

Fimmta öldin eftir Krist hefur lengi verið þyrnir í augum margra kínverskra sagnfræðinga. Ein helsta ástæða þess er sú að á fimmtu öld líktist Kína mjög Evrópu með öllum sínum landamærum og þjóðum. Einna helst hefur farið fyrir brjóstið á mönnum að á þessum tíma var erlend stjórn í Norður-Kína. Slíkir umbrotatímar...

category-iconFornleifafræði

Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?

Á Íslandi, sem og annars staðar, eru aðallega þrjár tegundir minjastaða neðansjávar; sokkin búsetusvæði, skipsflök og flugslysastaðir. Í Evrópu eru sokkin forsöguleg búsetusvæði tiltölulega algeng þar sem að sjávarstaða var mun lægri á forsögulegum tíma en hún er í dag.[1][2] Á Íslandi eru engin forsöguleg búsetus...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða orð önnur en „norðurljós“ hafa verið notuð um þetta fyrirbæri á íslensku?

Orðið norðurljós kemur fyrst fyrir í hinni norsku Konungs skuggsjá sem var skrifuð á bilinu 1250–60, en að auki er þar talað um „svipandi loga“, „eld“ og „geisla“: En sá hlutur er þú hefir oft eftir spurt, hvað vera mun það er Grænlendingar kalla norðurljós ... En þessi verður natúra og skipan á norðurljósi, að...

category-iconFélagsvísindi

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots. Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í Parí...

category-iconStjórnmálafræði

Hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvenær byrjuðu Bandaríkin að beita sér á heimsvettvangi og hvenær urðu Bandaríkin það stórveldi sem þau eru í dag? Bandaríkin urðu til sem nýtt, fullvalda ríki með sigri í sjálfstæðisstríðinu (1775-1783) gegn Bretlandi. Nýja ríkið var sambandsríki. Hvert og eitt ríki B...

Fleiri niðurstöður