Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?

Helga Sverrisdóttir

Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots.

Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í París en Kambódía var á þessum tíma hluti af Franska Indókína. Hann stundaði námið illa og mætti lítið í skólann en eyddi þeim mun meiri tíma í að kynna sér marxísk fræði. Svo fór að hann var rekinn úr skólanum og sneri hann þá aftur heim til Kambódíu þar sem hann gekk til liðs við kommúnistaflokkinn sem þá var neðanjarðarhreyfing.

Nokkrum árum síðar eða 1954 hlaut Kambódía sjálfstæði frá Frakklandi og landið varð konungsríki. Árið 1962 var Pol Pot orðinn leiðtogi kommúnista en þurfti að flýja vegna ofsókna frá leiðtoga Kambódíu Norodom Sihanouk prins. Pol Pot kom sér fyrir inni í frumskóginum þar sem hann kom á fót andspyrnuhreyfingu sem hóf skæruhernað gegn prinsinum. Andspyrnuhreyfingin hlaut nafnið Rauðu khmerarnir.

Svo fór að Sihanouk prins var steypt af valdastóli árið 1970. En það voru ekki Rauðu khmerarnir sem það gerðu heldur hægri öfl í kambódíska hernum sem Bandaríkjamenn studdu. Sihanouk prins gekk þá til liðs við sinn gamla óvin Pol Pot í þeirri von að ná aftur stjórnartaumunum úr höndum hinnar nýju herstjórnar. Sama ár réðust Bandaríkjamenn inn í Kambódíu með það að markmiði að reka víetnamska andstæðinga sína úr herbúðum sem þeir höfðu komið sér upp við landamærin. Ekki tókst betur til en svo að Víetnamarnir hröktust inn í Kambódíu og gengu til liðs við Rauðu khmerana.

Á árunum 1969 til 1973 gerðu Bandaríkjamenn einnig sprengjuárásir á staði í Austur-Kambódíu þar sem talið var að víetnamskir fjendur Bandaríkjamanna héldu til. Afleiðingarnar urðu þær að 150 þúsund óbreyttir borgarar féllu og fólk, aðallega bændur, flýði í stórum stíl til borganna og þá sérstaklega til höfuðborgar Kambódíu, Phnom Penh. Þessir atburðir urðu til þess að mikill ólga varð í landinu. Pol Pot sem áður hafði notið lítils stuðnings bænda naut góðs af því og varð stöðugt vinsælli.

Árið 1975 höfðu Bandaríkjamenn hætt stríðsrekstri í Víetnam og á sama tíma var ríkisstjórnin í Kambódíu að missa völdin. Stjórnin var bæði vanhæf og spillt og hafði tapað þeim hernaðarstuðningi sem Bandaríkin höfðu veitt henni. Pol Pot og her hans sem samanstóð aðalega af ungum bændastrákum sættu lagi og náðu Phnom Penh og Kambódíu á sitt vald. Pol Pot og Rauðu khmerarnir hrundu af stað róttækri þjóðfélagsbyltingu sem hafði það að markmiði að koma á kommúnístísku bændasamfélagi en hafði þær skelfilegu afleiðingar að fjórðungur íbúa Kambódíu dó úr harðræði, hungri og vosbúð eða var tekinn af lífi af Rauð khmerunum.

Pol Pot lýsti því yfir þegar hann hafði tekið völdin að nú væri árið 0 runnið upp og að hreinsa ætti samfélagið af allri óværu. Kapítalismi, vestræn menning, borgarlíf, trúarbrögð og útlensk áhrif voru fordæmd og bönnuð. Öllum útlendingum var vísað úr landi, sendiráðum var lokað og bannað var að tala erlend tungumál. Sjónvarpsstöðvum var lokað, dagblöð voru lögð niður, peningar voru bannaðir og öllum stuðningi erlendis frá var hafnað hvort sem hann var í formi efnahagsaðstoðar eða læknishjálpar.

Allar borgir Kambódíu voru tæmdar af fólki. Tvær milljónir íbúa Phnom Penh voru reknar fótgangandi úr borginni út á landsbyggðina undir byssukjöftum Rauðu khmeranna. Um 20 þúsund manns létust á leiðinni. Milljónir manna sem vanist höfðu lífi í borg voru nú látnar þræla á hrísgrjónaökrum Pol Pots. Seinna urðu akrarnir frægir undir nafninu The Killing Fields eða akrar dauðans því fljótlega fór fólk að deyja vegna næringaskorts, sjúkdóma og ofþreytu.

Vinnudagur fólksins hófst klukkan fjögur að morgni og lauk klukkan tíu að kvöldi. Tvær pásur voru gerðar á þessum 18 stunda vinnudegi. Hver maður fékk úthlutað 180 grömmum af hrísgrjónum annan hvern dag til matar. Rauðu khmerarnir vöktu yfir fólkinu meðan það vann og hver sá sem ekki stóð sig í stykkinu eða reyndi að seðja sárasta hungrið með því að borða það sem hann fann ætilegt á jörðinni var drepinn. Börn voru tekin frá foreldrum sínum og komið fyrir í barnahúsum.

Þeim sem þóttu óæskilegir í hinu nýja samfélagi var útrýmt. Í hópi þeirra voru menntamenn, sjúkir, aldraðir, ríkir, búddamunkar, lögreglumenn, læknar, kennarar og embættismenn fyrrverandi stjórnar. Fyrrverandi hermenn voru drepnir ásamt konum þeirra og börnum. Þeir sem taldir voru óvinveittir Pol Pot voru teknir af lífi.

Þá réðust Rauðu khmerarnir á ólík þjóðarbrot í Kambódíu eins og Víetnama, Kínverja og Cham-múslima ásamt mörgum öðrum minni þjóðarbrotum. Helmingur af þeim 425.000 Kínverjum sem bjuggu í Kambódíu árið 1975 hvarf.

Ekki er alveg ljóst hversu margir týndu lífi í þessari þjóðfélagsbyltingu Pol Pots en þeir varkárustu telja að ein milljón manna hafi látið lífið en aðrir segja að allt að fjórar milljónir manna hafi dáið. Á myndinni hér til hliðar má sjá mannabein úr fjöldagröf sem fannst við Choeung Ek árið 1980. Fjöldagröfin var fyrsta sönnunin sem umheimurinn fékk á voðaverkunum sem Pol Pot og Rauðu khmerarnir frömdu.

Á jóladag 1978 réðust Víetnamar inn í Kambódíu og nokkrum vikum seinna féll Phnom Penh og Pol Pot var steypt af stóli. Leppstjórn Víetnama sem saman stóð af liðhlaupum úr röðum Rauðu khmeranna tók völdin í landinu. Pol Pot flýði til landamæra Taílands með her sinn og hóf skæruhernað gegn sitjandi ríkisstjórn með stuðningi frá Kína. Árið 1982 urðu Rauðu Khmerarnir aðilar að samsteypustjórn sem Sihanouk prins leiddi að nafninu til, ásamt kambódískum þjóðernissinnum. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu þessa aðila sem lögmæta stjórn landsins. Rauðu khmerarnir voru sterkasta aflið í þessu bandalagi og héldu áfram skæruhernaði.

Rauðu khmerarnir voru andvígir friðarsamkomulagi sem Sameinuðu þjóðirnar reyndu að koma á í landinu árið 1991 og kosningum sem haldnar voru í landinu 1993. Rauðu khmerarnir stunduðu einnig skæruhernað gegn þeirri fjölflokkastjórn sem tók völdin í Kambódíu að kosningunum loknum.

Smátt og smátt einangruðust Rauðu khmerarnir þó í vesturhluta Kambódíu og urðu háðir demantasmygli til að geta fjármagnað aðgerðir sínar. Þeir urðu fyrir mörgum skakkaföllum í skæruhernaði sínum og máttur þeirra þvarr. Árið 1995 tóku margir liðsmenn úr innsta hring Rauðu khmeranna tilboði frá ríkisstjórn Kambódíu um sakaruppgjöf gegn því að þeir hættu skæruhernaði. Upplausnin náði hámarki árið 1997 þegar liðsmenn í Rauðu khmerunum handtóku Pol Pot og dæmdu hann í lífstíðarfangelsi. Til umræðu var að ákæra Pol Pot fyrir glæpi gegn mannkyninu og færa hann fyrir alþjóðlega dómstóla en áður en til þess kom dó hann úr hjartaáfalli að því er virðist. Í desember 1998 gafst síðasti hópur Rauðu khmeranna upp.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • The Oxford Companion to Politics of the World. Ritstjóri Joel Krieger. Oxford University Press. 1993.
  • Historyplace.com
  • Britannica Online
  • Íslenska alfræðibókin Örn og Örlygur, Reykjavík, 1990.

Höfundur

stjórnmálafræðingur, um tíma starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.1.2002

Síðast uppfært

21.3.2017

Spyrjandi

Guðmundur Steinar Jóhannsson

Tilvísun

Helga Sverrisdóttir. „Hverjir voru Rauðu khmerarnir?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2002, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2061.

Helga Sverrisdóttir. (2002, 22. janúar). Hverjir voru Rauðu khmerarnir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2061

Helga Sverrisdóttir. „Hverjir voru Rauðu khmerarnir?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2002. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2061>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir voru Rauðu khmerarnir?
Rauðu khmerarnir eða Khmer Rouge, eins og þeir kölluðust á frönsku, voru kommúnískir skæruliðar í Kambódíu sem náðu völdum í landinu árið 1975 undir forystu Pol Pots.

Pol Pot fæddist inn í fátæka bændafjölskyldu árið 1925 og hét þá Saloth Sar. Árið 1949 fékk hann styrk til að stunda nám í útvarpsvirkjun í París en Kambódía var á þessum tíma hluti af Franska Indókína. Hann stundaði námið illa og mætti lítið í skólann en eyddi þeim mun meiri tíma í að kynna sér marxísk fræði. Svo fór að hann var rekinn úr skólanum og sneri hann þá aftur heim til Kambódíu þar sem hann gekk til liðs við kommúnistaflokkinn sem þá var neðanjarðarhreyfing.

Nokkrum árum síðar eða 1954 hlaut Kambódía sjálfstæði frá Frakklandi og landið varð konungsríki. Árið 1962 var Pol Pot orðinn leiðtogi kommúnista en þurfti að flýja vegna ofsókna frá leiðtoga Kambódíu Norodom Sihanouk prins. Pol Pot kom sér fyrir inni í frumskóginum þar sem hann kom á fót andspyrnuhreyfingu sem hóf skæruhernað gegn prinsinum. Andspyrnuhreyfingin hlaut nafnið Rauðu khmerarnir.

Svo fór að Sihanouk prins var steypt af valdastóli árið 1970. En það voru ekki Rauðu khmerarnir sem það gerðu heldur hægri öfl í kambódíska hernum sem Bandaríkjamenn studdu. Sihanouk prins gekk þá til liðs við sinn gamla óvin Pol Pot í þeirri von að ná aftur stjórnartaumunum úr höndum hinnar nýju herstjórnar. Sama ár réðust Bandaríkjamenn inn í Kambódíu með það að markmiði að reka víetnamska andstæðinga sína úr herbúðum sem þeir höfðu komið sér upp við landamærin. Ekki tókst betur til en svo að Víetnamarnir hröktust inn í Kambódíu og gengu til liðs við Rauðu khmerana.

Á árunum 1969 til 1973 gerðu Bandaríkjamenn einnig sprengjuárásir á staði í Austur-Kambódíu þar sem talið var að víetnamskir fjendur Bandaríkjamanna héldu til. Afleiðingarnar urðu þær að 150 þúsund óbreyttir borgarar féllu og fólk, aðallega bændur, flýði í stórum stíl til borganna og þá sérstaklega til höfuðborgar Kambódíu, Phnom Penh. Þessir atburðir urðu til þess að mikill ólga varð í landinu. Pol Pot sem áður hafði notið lítils stuðnings bænda naut góðs af því og varð stöðugt vinsælli.

Árið 1975 höfðu Bandaríkjamenn hætt stríðsrekstri í Víetnam og á sama tíma var ríkisstjórnin í Kambódíu að missa völdin. Stjórnin var bæði vanhæf og spillt og hafði tapað þeim hernaðarstuðningi sem Bandaríkin höfðu veitt henni. Pol Pot og her hans sem samanstóð aðalega af ungum bændastrákum sættu lagi og náðu Phnom Penh og Kambódíu á sitt vald. Pol Pot og Rauðu khmerarnir hrundu af stað róttækri þjóðfélagsbyltingu sem hafði það að markmiði að koma á kommúnístísku bændasamfélagi en hafði þær skelfilegu afleiðingar að fjórðungur íbúa Kambódíu dó úr harðræði, hungri og vosbúð eða var tekinn af lífi af Rauð khmerunum.

Pol Pot lýsti því yfir þegar hann hafði tekið völdin að nú væri árið 0 runnið upp og að hreinsa ætti samfélagið af allri óværu. Kapítalismi, vestræn menning, borgarlíf, trúarbrögð og útlensk áhrif voru fordæmd og bönnuð. Öllum útlendingum var vísað úr landi, sendiráðum var lokað og bannað var að tala erlend tungumál. Sjónvarpsstöðvum var lokað, dagblöð voru lögð niður, peningar voru bannaðir og öllum stuðningi erlendis frá var hafnað hvort sem hann var í formi efnahagsaðstoðar eða læknishjálpar.

Allar borgir Kambódíu voru tæmdar af fólki. Tvær milljónir íbúa Phnom Penh voru reknar fótgangandi úr borginni út á landsbyggðina undir byssukjöftum Rauðu khmeranna. Um 20 þúsund manns létust á leiðinni. Milljónir manna sem vanist höfðu lífi í borg voru nú látnar þræla á hrísgrjónaökrum Pol Pots. Seinna urðu akrarnir frægir undir nafninu The Killing Fields eða akrar dauðans því fljótlega fór fólk að deyja vegna næringaskorts, sjúkdóma og ofþreytu.

Vinnudagur fólksins hófst klukkan fjögur að morgni og lauk klukkan tíu að kvöldi. Tvær pásur voru gerðar á þessum 18 stunda vinnudegi. Hver maður fékk úthlutað 180 grömmum af hrísgrjónum annan hvern dag til matar. Rauðu khmerarnir vöktu yfir fólkinu meðan það vann og hver sá sem ekki stóð sig í stykkinu eða reyndi að seðja sárasta hungrið með því að borða það sem hann fann ætilegt á jörðinni var drepinn. Börn voru tekin frá foreldrum sínum og komið fyrir í barnahúsum.

Þeim sem þóttu óæskilegir í hinu nýja samfélagi var útrýmt. Í hópi þeirra voru menntamenn, sjúkir, aldraðir, ríkir, búddamunkar, lögreglumenn, læknar, kennarar og embættismenn fyrrverandi stjórnar. Fyrrverandi hermenn voru drepnir ásamt konum þeirra og börnum. Þeir sem taldir voru óvinveittir Pol Pot voru teknir af lífi.

Þá réðust Rauðu khmerarnir á ólík þjóðarbrot í Kambódíu eins og Víetnama, Kínverja og Cham-múslima ásamt mörgum öðrum minni þjóðarbrotum. Helmingur af þeim 425.000 Kínverjum sem bjuggu í Kambódíu árið 1975 hvarf.

Ekki er alveg ljóst hversu margir týndu lífi í þessari þjóðfélagsbyltingu Pol Pots en þeir varkárustu telja að ein milljón manna hafi látið lífið en aðrir segja að allt að fjórar milljónir manna hafi dáið. Á myndinni hér til hliðar má sjá mannabein úr fjöldagröf sem fannst við Choeung Ek árið 1980. Fjöldagröfin var fyrsta sönnunin sem umheimurinn fékk á voðaverkunum sem Pol Pot og Rauðu khmerarnir frömdu.

Á jóladag 1978 réðust Víetnamar inn í Kambódíu og nokkrum vikum seinna féll Phnom Penh og Pol Pot var steypt af stóli. Leppstjórn Víetnama sem saman stóð af liðhlaupum úr röðum Rauðu khmeranna tók völdin í landinu. Pol Pot flýði til landamæra Taílands með her sinn og hóf skæruhernað gegn sitjandi ríkisstjórn með stuðningi frá Kína. Árið 1982 urðu Rauðu Khmerarnir aðilar að samsteypustjórn sem Sihanouk prins leiddi að nafninu til, ásamt kambódískum þjóðernissinnum. Sameinuðu þjóðirnar viðurkenndu þessa aðila sem lögmæta stjórn landsins. Rauðu khmerarnir voru sterkasta aflið í þessu bandalagi og héldu áfram skæruhernaði.

Rauðu khmerarnir voru andvígir friðarsamkomulagi sem Sameinuðu þjóðirnar reyndu að koma á í landinu árið 1991 og kosningum sem haldnar voru í landinu 1993. Rauðu khmerarnir stunduðu einnig skæruhernað gegn þeirri fjölflokkastjórn sem tók völdin í Kambódíu að kosningunum loknum.

Smátt og smátt einangruðust Rauðu khmerarnir þó í vesturhluta Kambódíu og urðu háðir demantasmygli til að geta fjármagnað aðgerðir sínar. Þeir urðu fyrir mörgum skakkaföllum í skæruhernaði sínum og máttur þeirra þvarr. Árið 1995 tóku margir liðsmenn úr innsta hring Rauðu khmeranna tilboði frá ríkisstjórn Kambódíu um sakaruppgjöf gegn því að þeir hættu skæruhernaði. Upplausnin náði hámarki árið 1997 þegar liðsmenn í Rauðu khmerunum handtóku Pol Pot og dæmdu hann í lífstíðarfangelsi. Til umræðu var að ákæra Pol Pot fyrir glæpi gegn mannkyninu og færa hann fyrir alþjóðlega dómstóla en áður en til þess kom dó hann úr hjartaáfalli að því er virðist. Í desember 1998 gafst síðasti hópur Rauðu khmeranna upp.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • The Oxford Companion to Politics of the World. Ritstjóri Joel Krieger. Oxford University Press. 1993.
  • Historyplace.com
  • Britannica Online
  • Íslenska alfræðibókin Örn og Örlygur, Reykjavík, 1990.

...