Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 365 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir „hljóðkerfisbreyting” og hvernig er henni háttað í íslensku máli?

Í rannsóknum innan nútíma málvísinda á þeim hljóðum sem tungumál nýta sér hafa orðið til tvær undirgreinar, hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Orðið hljóðfræði er íslenskun á enska orðinu phonetics en hljóðkerfisfræði er notað um það sem á ensku er kallað phonology. Hljóðkerfi tungumáls byggist upp á þeim hljóðum ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru sniglar slímugir?

Meginhlutverk slímsins (e. mucus) sem sniglar seyta frá sér, er að gera hreyfingar eða skrið þeirra auðveldara, koma í veg fyrir að fóturinn verði fyrir meiðslum og minnka mótstöðu þegar þeir skríða um jarðveginn. Einnig hafa líffræðingar sem rannsakað hafa lífshætti snigla, komist að því að við óhentug skilyr...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er DAFO-greining?

Hér er nokkur vandi á höndum því að skammstöfunin DAFO er notuð yfir nokkur fyrirbrigði og ekki augljóst til hvers verið er að vísa með þessari spurningu. Hér verður þó gerð grein fyrir notkun hugtaksins DAFO-greiningar innan viðskiptafræði. Á spænsku stendur skammstöfunin DAFO fyrir „debilidades, amenazas, for...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um morfín?

Morfín er helsta virka efnið í ópíumi en ópíum er unnið úr aldini ópíumvalmúans (Papaver somniferum). Þegar ópíum er ræktað er skorið á aldinið og út vætlar safi sem látinn er þorna í sólinni. Þegar efnið þornar verður það að gulbrúnu dufti sem síðan er skafið af aldininu. Ópíum er unnið úr þurrkuðum safa ópíum...

category-iconBókmenntir og listir

Hver fann upp dans?

Talið er að dans hafi fylgt manninum frá upphafi, eða að minnsta kosti jafnlengi og trúarbrögð. Margir sagnfræðingar aðhyllast raunar þá kenningu að dans hafi upphaflega verið af trúarlegum toga, þótt ekki sé vitað hvernig frummaðurinn dansaði. Elstu heimildir um dansiðkun eru taldar allt að 25.000 ára gamlar ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?

Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er strandrækja og hvar lifir hún?

Strandrækja nefnist á fræðimáli Palaemon serratus. Á dönsku ber tegundin nöfnin „Roskildereje“ eða „tigerreje“ en aðalheitið er „engelsk prawn“. Á ensku er aðalheitið „common prawn“ en strandrækjan nefnist líka „Danish lobster“. Þjóðirnar vilja því eigna hvorri annarri þessa tegund rækju. Strandrækja (Palaemon se...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig virka erfðapróf?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað er DNA og hvernig virka DNA-próf? Til þess að svara fyrri hluta upprunalegu spurningarinnar er vísað á svar Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra? Engir tveir einstaklingar hafa sama erfðaefni, nema auðvitað eineggja...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Valgerður Andrésdóttir rannsakað?

Valgerður Andrésdóttir er sérfræðingur á Tilraunstöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Rannsóknir Valgerðar beinast aðallega að lífsferli mæði-visnuveiru, sem sýkir sauðfé, og samskiptum hennar við hýsilinn. Tilraunstöðin að Keldum var stofnuð árið 1948 til þess að rannsaka sjúkdóma sem bárust til landsi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað getur þú sagt mér um sögu orðsins svanasöngur?

Orðið svanasöngur er í fyrsta lagi notað í eiginlegri merkingu um ‘söng svansins’, það er hljóðin sem söngsvanurinn gefur frá sér. Það er þekkt í málinu að minnsta kosti frá því á 17. öld. Máltækið ekki á saman svanasöngur og gæsa kemur fyrir í málsháttasafni frá 19. öld og er sjálfsagt eldra. Í öðru lagi ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir seil sem stundum kemur fyrir í örnefnum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Heil og sæl . Hvað er seil? Sem heit á stað á jörð eða örnefni? T.d. Miklavatnsseil eða -seilar, Hreiðurseil, Fremri- og Heimri-Hnúkaseil, Mógrafarseil. Veit Vísindavefurinn það? Nafnið Seil er rangur ritháttur fyrir Seyl en orðið seyl merkir ‚vætusvæði í mýri‘, eða ‚foræði, ...

category-iconVísindavefur

Hvað eru ráðin undir rifjunum mörg?

Þetta er ágætis spurning og fyrsta nálgun að svari við henni fékkst nokkuð greiðlega hjá anatómíudeild Vísindavefsins sem sérhæfir sig í kryfja málin til mergjar. Fyrst þurfa menn þó að átta sig á þeim sannindum, sem eru engan veginn augljós, að sá sem hefur ráð undir rifi hverju er auðvitað með tiltekinn og endan...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er hægt að fara í pílukast í geimnum?

Stutta svarið við spurningunni er: Já, en pílukast í geimnum er samt annars konar en á jörðinni þar sem pílan er nánast í algjöru í þyngdarleysi í geimnum. Geimstöðvar sem hringsóla um jörðina ferðast á gríðarlegum hraða. Til dæmis er Alþjóðlega geimstöðin (International Space Station, ISS) á 7,66 km/s hraða se...

category-iconStærðfræði

Hver er Andrew Wiles og hvernig tókst honum að sanna síðustu setningu Fermats?

Andrew John Wiles er bresk-bandarískur stærðfræðingur fæddur 1953. Hann er nú prófessor við Princeton-háskóla í Bandaríkjunum. Wiles er einn af þekktustu stærðfræðingum samtíðarinnar vegna sönnunar sinnar á síðustu setningu Fermats. Fyrir afrek hans aðlaði Bretadrottning Wiles árið 2000 en hann hefur hlotið margar...

Fleiri niðurstöður