Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Strandrækja nefnist á fræðimáli Palaemon serratus. Á dönsku ber tegundin nöfnin „Roskildereje“ eða „tigerreje“ en aðalheitið er „engelsk prawn“. Á ensku er aðalheitið „common prawn“ en strandrækjan nefnist líka „Danish lobster“. Þjóðirnar vilja því eigna hvorri annarri þessa tegund rækju.
Strandrækja (Palaemon serratus)
Strandrækja finnst frá grunnsævi niður á 40 metra dýpi, aðallega á klapparbotni. Hún er algengari þar sem fyrir er þéttur þangskógur en dvelur þó einnig í talsverðum mæli á svæðum þar sem þang er ekki afgerandi í vistkerfinu.
Búsvæði hennar nær frá ströndum Vestur-Evrópu, Skotlands og Danmerkur í norðri, allt suður til strandsvæða Vestur-Sahara, Kanaríeyja, Madeiraeyjaklasans og Asoreyja. Hún lifir einnig í Miðjarðar- og Svartahafi. Við Bretlandseyjar er strandrækjan mun algengari við suður- og vesturströndina en áberandi sjaldgæfari norðarlega, norður af Thamesánni.
Strandrækjan getur orðið allt að 110 mm á lengd en meðallengdin er í kringum 90 mm. Hún hefur áberandi þverrendur á skildinum sem gefur henni auðkennandi útlit. Hún er talsvert veidd syðst á útbreiðslusvæði sínu og við Bretlandseyjar er hún stundum nýtt til beitu.
Jón Már Halldórsson. „Hvað er strandrækja og hvar lifir hún?“ Vísindavefurinn, 5. september 2003, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3713.
Jón Már Halldórsson. (2003, 5. september). Hvað er strandrækja og hvar lifir hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3713
Jón Már Halldórsson. „Hvað er strandrækja og hvar lifir hún?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2003. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3713>.