Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1082 svör fundust
Hvenær barst minkur til Evrópu?
Minkur (Mustela vison) er rándýr af marðardýraætt (Mustelidae). Hann er upprunninn í Norður-Ameríku og nær náttúruleg útbreiðsla hans allt frá túndru Alaska í norðri til leiruviðarfenja Flórída og þurrs loftslags Nýju Mexíkó og Kaliforníu í suðri. Frá því að tegundinni var fyrst lýst af Schreber árið 1777 hefur 15...
Hvernig fiskur er langa?
Langa (Molva molva) er af þorskaætt (Gadidae) líkt og margir af okkar helstu nytjafiskum, svo sem þorskur, ufsi, ýsa og kolmunni. Hún hefur löngum verið álitin einhvers konar millistig á milli þorsks og áls enda líkist hún þorski um margt en hefur ílangt vaxtarlag líkt og áll og getur orðið rúmir tveir metrar á le...
Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?
Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...
Hvað éta letidýr?
Letidýr (Folivora) lifa í skógum í Suður- og Mið-Ameríku. Þau nærast fyrst og fremst á laufum stórra lauftrjáa af ýmsum tegundum. Mest éta þau lauf af trjám af ættinni Cecropia en til er 61 tegund af þessari ætt í regnskógum Suður- og Mið-Ameríku. Laufblöð eru hvorki næringarrík né auðmeltanleg fæða en á móti ...
Hvort reiknar maður fermetra sem metri * metri eða lengd * breidd?
Í raun mætti hugsa sér að báðar aðferðirnar sem spyrjandi bendir á séu réttar. Hins vegar mun formúlan fyrir því að reikna út flatarmál, og þá fermetrafjölda ef því er að skipta, vera \(\text{lengd}\cdot \text{breidd}\). Til að hafa þetta allt sem einfaldast skulum við ímynda okkur ferkantað hús á einni hæð. ...
Hver er meðgöngutími svartadauða?
Svartidauði er sjúkdómur sem orsakast af bakteríunni Yersinia pestis. Bakterían þrífst í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Hún berst helst á milli dýranna með smituðum flóm og þannig getur hún einnig borist til manna. Sjúkdómurinn hefur gengið í þremur heimsfaröldrum. Fyrst á 6. öld í kring...
Hvað getið þið sagt mér um skónef eða á ensku shoebill?
Skónefur (Balaeniceps rex) þykir afar forn í útliti og hafa flokkunarfræðingar lengi verið í vafa um hvar eigi að staðsetja hann í flokkunartrénu. Lengi vel var hann talinn skyldur storkum (Ciconiiformes) en nýlegar líffæra- og lífefnafræðilegar samanburðarrannsóknir sýna að hann er í raun skyldastur pelíkönum (Pe...
Hvers vegna eru jöklar mikilvægir?
Jöklar eru mikilvægur hlekkur í hringrás vatns um jörðina. Snjór fellur úr lofti, safnast á jökla en leysingarvatn fellur frá þeim til sjávar þar sem vatn gufar upp og berst síðan með vindum um andrúmsloft uns það fellur aftur til jarðar, að hluta til á jöklana. Samfélög manna og vistkerfi, plöntur og dýr hafa...
Hvað eru margir íbúar í Fuengirola á Spáni?
Fuengirola er mikill ferðamannabær á Costa del Sol á suður Spáni. Samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Spánar búa rétt tæplega 63.000 manns í Fuengirola. Um fjórðungur íbúanna eru frá öðrum löndum en Spáni, aðallega öðrum Evrópulöndum. Fuengirola er mikill ferðamannabær eins og margir aðrir staðir á sömu slóðum. ...
Hvort er réttara að skrifa Kárahnúkar eða Kárahnjúkar og eins Hvannadalshnúkur eða Hvannadalshnjúkur?
Báðar myndirnar, hnúkur og hnjúkur, eru jafn réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans eru í báðum tilvikum frá 17. öld og skyld orð í grannmálunum eru nuk, njuk, nyk í nýnorsku í sömu merkingu. Báðar myndirnar hnúkur og hnjúkur eru réttar en notkun þeirra er landshlutabundin. H...
Hvers vegna eru ein auðugustu fiskimið jarðarinnar í kringum Ísland?
Grundvöllur hinna auðugu fiskimiða við Ísland er mikil framleiðni svifþörunga við landið. Svifþörungar eru smásæjar plöntur sjávar. Á sumrin hafast þeir við í yfirborðslögum þar sem þá rekur með straumum. Eins og plöntur á landi búa svifþörungarnir yfir þeim eiginleikum að þeir geta með hjálp sólarljóssins myndað ...
Af hverju brotnaði Pangea upp?
Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Voru allar heimsálfurnar einu sinni eitt land? Verður nokkurn tíma til aftur meginland eins og Pangea? Pangea varð til seint á perm (en perm-tímabilið var frá 285-250 milljónum ára) við samruna Gondwanalands og Evrameríku. Þetta risameginland náði milli heimskauta og t...
Hvað er Austfjarðaþoka?
Í veðurskeytum er talað um þoku sé skyggni innan við einn km, en jafnframt úrkomulaust og hvorki skafrenningur né sandfok. Þokan sem oft liggur yfir Austur-Íslandsstraumnum undan nesjum á Austfjörðum er gjarnan nefnd Austfjarðaþoka. Austur-Íslandsstraumurinn er tunga af köldum sjó sem liggur til suðurs meðfram...
Er gras á norður- eða suðurpólnum?
Ef spurningin á við pólana í merkingunni nyrsti og syðsti punktur jarðkringlunnar er svarið nei. Þar er ekki gras eða annar gróður enda skilyrði öll hin erfiðustu fyrir gróður, um 2.700 m þykkur ís á suðurpólnum og hafís fljótandi yfir norðurpólnum. Hins vegar notar fólk stundum orðið suðurpóll þegar það á í raun...
Hvort er meira af hvítháfum sunnan eða norðan við Ástralíu?
Hvíthákarlar (Carcharodon carcharias) eru algengari við suðurströnd Ástralíu en við norðurströndina. Fjölmargar rannsóknir hafa farið fram á atferli og lífsháttum hvíthákarla. Meðal annars hafa sjávarlíffræðingar merkt mikinn fjölda hvíthákarla til að kanna ferðir þeirra og hafa rannsóknir sýnt að þeir flækjast...