Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 531 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig geta krabbar andað bæði í sjó og á landi?

Í fullri lengd hljóðaði spurningin svona: Spurning mín er: Krabbar sem lifa í sjó og nærast á botninum í sínum heimkynnum veiðast stundum af slysni og koma úr sjó með öðrum afla. Sumar tegundir geta lifað jafnvel á 350 metra dýpi en aðrar tegundir krabba þrífast á þurru landi. Hvernig fer öndun þeirra fram? Hverni...

category-iconLögfræði

Er það brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að banna lögráða fólki að kaupa áfengi?

Öll spurningin hljóðaði svona: Eru áfengislögin á Íslandi brot á stjórnarskrá landsins? Í lögunum er kveðið á um að ekki megi selja eða afhenda þeim áfengi sem eru yngri en 20 ára. Á Íslandi er fólk lögráða 18 ára. Er það þá ekki brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar að mismuna fólki sem er orðið lögráða um...

category-iconNæringarfræði

Getur fæða eins og hvítur sykur, hvítt hveiti og ger haft slæm áhrif á líkamann og valdið ofnæmi?

Mikil neysla á fínunnum sykri (hvítum sykri) getur haft í för með sér að næringarþéttni fæðisins verði lítil og að þörf kyrrsetufólks fyrir næringarefni sé ekki fullnægt. Ástæðan er sú að hvítum sykri fylgja engin lífsnauðsynleg vítamín né steinefni - aðeins orka. Ef þörf okkar fyrir næringarefni er ekki fullnægt,...

category-iconHeimspeki

Er alveg víst að himnaríki sé til?

Nei. Orðið himnaríki merkir yfirleitt stað utan þess heims eða þess hluta heimsins sem við þekkjum, þar sem allir menn eða einhver hópur manna hafnar eftir jarðlífið, og verður eilíflega hamingjusamur. Spyrjandi hefur væntanlega þessa merkingu í huga. Himnaríki er þannig sett fram sem eins konar andstæða...

category-iconBókmenntir og listir

Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð?

Höfundur Njálu er óþekktur. Hvergi í handritum sögunnar né í neinum fornum heimildum er þess getið hver hafi skrifað hana. Sagan sjálf gefur heldur engar upplýsingar sem geti leyft ótvíræða ályktun um þetta. Á síðari tímum hafa margar tilraunir verið gerðar til að leiða líkur að því hver höfundurinn sé. Í formá...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort er réttari þýðing á orðum Sesars: "Teningnum er kastað" eða "Teningunum ..."?

Spurningin í heild var sem hér segir: Ég hef bæði lesið að Júlíus Sesar hafi sagt "Teningnum er kastað" og "Teningunum er kastað." Þetta skiptir máli fyrir mig því ég er að vinna að verkefni þar sem þetta þarf helst að vera á hreinu. Treystið þið ykkur til að skera úr um eintöluna og fleirtöluna?Ekki er víst að ti...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig gefa froskar frá sér eitur?

Fjölmargar tegundir froska eru eitraðar. Eitrið sem froskdýr hafa þróað með sér, gegnir nokkuð öðru hlutverki en hjá öðrum dýrum, svo sem snákum og köngulóm. Snákar nota eitur til að veiða bráð og eru því með eiturkirtla í kjaftinum auk þess að hafa kröftugar skögultennur til að koma eitrinu frá sér. Eiturkirtlar ...

category-iconHugvísindi

Hvað er ataraxía?

Gríska nafnorðið ataraxía merkir „hugarró“. Það er sett saman úr neitandi forskeyti og nafnorðinu tarakhē, sem merkir „truflun“ eða „æsingur“. Hugtakið var notað innan grískrar siðfræði. Þar tilheyrði það upphaflega ekki þeirri markhyggju sem einkennir kenningar Platons og Aristótelesar um færsældina (evd...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?

Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands. Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum. Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök...

category-iconLögfræði

Ef maður á 18 ára afmæli í september en kosningar til Alþingis eða sveitarstjórna eru í maí á sama ári, má maður þá kjósa?

Í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (nr. 33/1944) segir í 33. gr.: “Kosningarrétt við kosningar til Alþingis hafa allir sem eru 18 ára eða eldri þegar kosning fer fram og hafa íslenskan ríkisborgararétt.” Lög um kosningar til Alþingis (nr. 24/2000) hafa að geyma svipað ákvæði. Hið sama gildir um sveitarstjórna...

category-iconHugvísindi

Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?

Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig drepur rafstraumur lifandi vef?

Rafstraumur getur bæði valdið minniháttar skaða í lifandi vefjum og einnig verið banvænn. Þegar straumur hleypur gegnum líkamann myndast hiti og staðbundin skemmd verður í vefjum sem er í raun brunadrep. Raflost, það er að segja mikill straumur í snöggu höggi af völdum háspennu, getur líka orðið mönnum að fjörtjón...

category-iconHugvísindi

Er það siðlaust eða óheilbrigt að systkinabörn gifti sig og eignist börn?

Þessari spurningu er auðsvarað frá mínu sjónarmiði sem sagnfræðings: Nei, hvorugt. Einhverjum kann að finnast ósmekklegt að börn systkina gangi í hjónaband og líklega er það fátítt nú orðið, en ætti samt ekki að stangast á við siðferðiskennd nokkurs manns. Á miðöldum máttu ekki fjórmenningar giftast eða eignast...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconHeimspeki

Er löggæslufólki óheimilt að neita að framfylgja skipunum sem brjóta gegn siðferðisvitund þeirra eða þeir telja mögulega ólögmætar?

Þessi spurning felur í raun í sér tvær ólíkar spurningar. Önnur getur snúið að því eftir hvaða starfsheimildum og starfsreglum löggæslufólk starfar eftir. Spurningin er þá lögfræðileg. Hin spurningin fjallar um siðferðilega hlið starfsins og samvisku löggæslufólks, óháð því hvað starfsreglurnar segja. Þetta svar f...

Fleiri niðurstöður