Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1666 svör fundust
Hversu lengi hafa köngulær verið til á jörðinni? Hvað eru til margar tegundir og ættir í heiminum og á Íslandi?
Köngulær (Araneae) teljast til áttfætlna (Arachnida) sem er flokkur innan fylkingar liðfætlna eða liðdýra (Arthropoda). Til áttfætlna teljast dýr sem hafa fjögur pör af fótum, tvískiptan líkama og hvorki fálmara né vængi. Til samanburðar þá hafa skordýr þrjú pör af fótum, þrískiptan líkama, fálmara og yfirleitt væ...
Er til svokallað álfamál?
Í Miðgarði (Middle-Earth) Tolkiens má finna tvö álfamál. Annars vegar er hið forna álfamál Quenya (nafnið merkir 'mál' á álfamálinu) en það tala meðal annars Galadríel og Trjáskeggur (Fangorn) (sjá til dæmis Hringadróttinssaga III, 249). Stundum er það kallað háálfamál eða Eldarin. Það er orðið tiltölulega sjal...
Hver eru helstu líffæri dýra- og plöntufrumu og hvaða hlutverki gegna þau?
Dýra- og plöntufrumur eru kjarnafrumur. Eins og nafnið gefur til kynna er helsta einkenni þeirra svokallaður kjarni. En ýmis önnur frumulíffæri eru sameiginleg báðum þessum megingerðum kjarnfrumna og verður greint frá þeim helstu og hlutverkum þeirra hér á eftir. Frumukjarni.Kjarni er stórt frumulíffæri sem get...
Hvað er hantaveira?
Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...
Hvað var Kristur að gera milli föstudagsins langa og páskadags, samanber trúarjátninguna?
Þessari spurningu er nú ekki létt að svara, en eins og spyrjandi nefnir, þá segir svo í trúarjátningunni um dauða Jesú: "Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur dáinn og grafinn, steig niður til heljar". Orðalagið steig niður til heljar var sótt í fyrra Pétursbréf (3.19) þar sem segir: Í andanum fór hann...
Hvaðan komu gjafirnar sem Jesúbarninu voru færðar og til hvers voru þær notaðar?
Á gull er minnst 439 sinnum í Biblíunni, þar af 403 sinnum í Gamla testamentinu og 36 sinnum í Nýja testamentinu, og er ekki minnst á neina málmtegund þar jafn oft. Reykelsi kemur fyrir 146 sinnum, þar af 136 sinnum í Gamla testamentinu og 10 sinnum í Nýja testamentinu. Myrru er getið 16 sinnum, þar af 13 sinnum í...
Eru maurar og ánamaðkar í Surtsey?
Samkvæmt upplýsingum frá Erling Ólafssyni skordýrafræðingi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands eru hvorki maurar né ánamaðkar í Surtsey. Reyndar fundust ánamaðkar í Surtsey árið 1993 en þeir hafa ekki fundist þar síðar. Maurar eru líklega orðnir landlægir hér á landi en þeir eru háðir húsaskjóli manna og lifa ekki vil...
Er jafnrétt að nota orðið tölva og talva?
Þegar búa þurfti til íslenskt orð yfir enska heitið 'computer' varð orðið tölva fyrir valinu. Í desember árið 1964 eignaðist Háskóli Íslands fyrstu tölvu sína, IBM 1620. Orð þótti vanta yfir gripinn og er Sigurði Nordal prófessor eignað orðið tölva sem hann setti fram 1965. Áður höfðu menn notast eitthvað við orði...
Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar enn "týnda hlekkinn"?
Upphaflega spurningin var sem hér segir: Höfum við beina línu forfeðra frá öpum til nútímamanns eða vantar ennþá hinn svonefnda "týnda hlekk" til að tengja nútímamanninn við háþróuðustu frummenn?Með spurningunni er lagt fyrir einskonar krossapróf með tveimur tæmandi kostum: Veldu annaðhvort a) það er til bein lína...
Gerast kraftaverk í íslamstrú?
Kraftverk, sem nefnast mu’jizãt á arabísku, gegna afar litlu hlutverki í íslamskri guðfræði, ólíkt kraftaverkum í kristinni trú. Íslamstrú afneitar þó ekki kraftaverkum en þau hafa litla sem enga þýðingu. Fræðimaðurinn al-Ansãri, sem var uppi frá 1006-1089 eftir okkar tímatali, sagði um kraftaverk:Sá sem geng...
Var Lukku-Láki til? Er einhver ljósmynd til af honum?
Ekki er að finna neinar vísbendingar í sköpunarsögu Lukku-Láka, sem til dæmis má lesa í Allt um Lukku-Láka, um að hann hafi verið til eða eigi sér ákveðna fyrirmynd. Hins vegar eiga fjölmargar aðrar persónur í Lukku-Lákabókunum sér beinar fyrirmyndir, annað hvort teknar beint úr sögu villta vestursins eða þekktar ...
Hvers vegna er sagt: "klukkan er eitt, tvö eða þrjú," alltaf í hvorugkyni, en ekki í kvenkyni úr því að klukkan er kvenkynsorð?
Skýringin á þessu er ekki ljós en gæti verið þessi: Orðasambandið hefur ef til vill mótast eftir dönsku: klokken er et en þar kemur hvorugkynsmyndin aðeins fram í tölunni et, en kyn sést ekki í to, tre og svo framvegis. Úrfelling gæti legið að baki í íslensku, til dæmis að orðið högg sé fellt brott. Klukkan sl...
Hver er munurinn á súnnítum og sjíta-múslimum?
Hér er einnig að finna svar við spurningu Sigurðar Hólm Gunnarssonar og Andra Arnar Víðissonar: Hvað er múslími? Hverju trúa múslimar?Múslimar skiptast í tvær meginfylkingar, súnníta og sjíta. Súnna þýðir erfikenning, hin rétta kenning sem Múhameð lét skrá á Kóraninn eftir opinberunum sem hann fékk frá Allah, hinu...
Hvað þýðir það nákvæmlega þegar Bandaríkjamenn tala um "to go apeshit"?
Eftir slanguryrðabókum að dæma þýðir þetta orðasamband ansi margt. Helsta merking þess er: að 'tryllast' eða 'brjálast' að 'verða mjög æstur/reiður yfir einhverju' eða 'fá eitthvað á heilann' að 'verða ofsafenginn' eða 'ofbeldisfullur' verða 'kynferðislega ágengur' (sem einnig mætti kalla að vera 'kvenýgur'...
Getið þið sagt mér frá ferðum Kólumbusar til Ameríku?
Hér er margs að gæta og ekki sama hvernig spurningin er orðuð. Ísland tilheyrir Evrópu landfræðilega þó að það sé ekki áfast við meginland hennar, eins og lesa má nánar um í svari Sigurðar Steinþórssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Er Ísland ekki á milli meginlandsflekanna og telst því hvorki til ...