Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2998 svör fundust
Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?
Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...
Hvað hefur vísindamaðurinn Áslaug Geirsdóttir rannsakað?
Áslaug Geirsdóttir er prófessor við jarðvísindadeild Háskóla Íslands og stundar rannsóknir í jöklajarðfræði og fornloftslagsfræðum. Hún og samstarfshópur hennar hafa fengist við rannsóknir á loftslagsbreytingum á Íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu á ýmsum tímakvörðum með sérstakri áherslu á jöklunarsögu Íslands...
Er hægt að kveikja eld með vatni?
Flestir vita að vatn kemur að góði gagni við að slökkva venjulegan eld og því hljómar það fráleitt að vatn geti kveikt eld. En það eru til aðstæður þar sem eldur getur kviknað vegna vatns. Eldur af völdum efnahvarfa við vatn Nokkur efni eru þekkt fyrir að valda eldi ef þau komast í tæri við vatn. Eitt þekkt...
Hvað eru hitahillingar og hvernig er hægt að útskýra þær á vísindalegan hátt?
Með misleitu efni, þar sem svonefndur ljósbrotstuðull (e. index of refraction) breytist með staðsetningu í efninu, verður tilveran fjölbreyttari en þegar brotstuðulinn er sá sami alls staðar í efninu. Þá svigna ljósgeislar á ferð sinni um efnið. Þar sem breyting á hitastigi með hæð í loftlögum næst jörðu veldur br...
Hver var Alfred Kinsey og hvert var hans framlag til fræðanna?
Alfred C. Kinsey (1894-1956) var líffræðingur sem er þekktastur fyrir áhrif rannsókna sinna á þróun kynfræða og á viðhorf almennings til kynlífs og kynhegðunar. Hann útskrifaðist með BS-próf frá Bowdoin College í Maine í Bandaríkjunum og tók síðan doktorspróf í líffræði frá Harvard-háskóla árið 1920. Hann var alla...
Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...
Hvað eru triggerpunktar eða trigger points?
Því er ekki endilega auðsvarað hvað triggerpunktar (e. trigger points) eru en á íslensku hefur heitið gikkpunktar verið notað um fyrirbærið. Vandinn við að skilgreina gikkpunkta felst meðal annars í því að ýmsum mismunandi fyrirbærum hefur verið gefið þetta heiti og einnig hafa gikkpunktar fengið mismunandi nöfn á...
Hvað er nárakviðslit og er hægt að lækna það?
Nárakviðslit eru algengust kviðslita. Um 90% sjúklinganna eru karlmenn en þriðjungur karla greinist einhvern tíma á ævinni með slíkt kviðslit. Algengast er að kviðslit greinist hjá börnum og eftir miðjan aldur, oftast vegna fyrirferðar og verkja á nárasvæði en í einstaka tilfellum í kjölfar garnastíflu. Skurðaðger...
Hvað er Plútó þungur?
Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Reikistjörnurnar er...
Hvað eru hvalbök og hvernig myndast þau?
Um hvalbök og myndun þeirra skrifar Þorleifur Einarsson í Jarðfræði sinni: Jökulrákaðar klappir eru eitt af aðaleinkennum svæða sem skriðjöklar hafa farið yfir... Jökulsorfnir klapparhólar hafa oft sérkennilega lögun. Á þeirri hliðinni sem vísar móti skriðstefnunni, slithliðinni, en þar mæddi jökulþunginn mest ...
Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?
Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fja...
Hvað er „hex” og hvernig tengist það forritun?
Hex er stytting á enska orðinu hexadecimal sem notað er yfir talnakerfi með grunntöluna sextán. Kerfið nefnist sextándakerfi á íslensku. Grunntala talnakerfis segir okkur hvernig tala breytist þegar hún er færð um eitt sæti. Þegar við bætum núlli fyrir aftan tölu í tugakerfinu, breytum til dæmis 23 í 230, þá er...
Hvaða stórgos varð á jörðinni árið 536 og er vitað hvaða afleiðingar það hafði?
Upprunalega var m.a. spurt:Gæti stórgos árið 536 verið uppruni sagna um Ragnarök og Fimbulveturinn sem sagt er frá í Heimskringlu? Gosmóðuveturinn 536 var upphaf harðasta kuldaskeiðs á norðurhveli jarðar í 2000 ár.[1] Kólnuninni olli eldgos, sennilega tvö, sem enn hefur ekki tekist að staðsetja með vissu. Samt...
Hvað er RNA-inngrip?
Almennt er litið svo á að DNA geymi upplýsingar, þá sérstaklega um byggingu prótína. Prótín sjá svo um byggingu og starf fruma. Í frumum berast erfðaupplýsingar frá DNA, til ríbósóma með hjálp RNA, sem gegnir þannig hlutverki boðbera. Lesa má nánar um kjarnsýrurnar DNA og RNA í svari Guðmundar Eggertssonar við spu...
Hvers konar flokkur lífvera eru jafnfætlur?
Jafnfætlur eða þanglýs (e. isopoda) eru krabbadýr líkt og marflær, rækjur og tífættir krabbar. Líkami jafnfætla er ílangur og flatvaxinn og hann skiptist í höfuð, búk og hala. Búkurinn skiptist í sjö liði og hefur sjö fótapör. Allir fæturnir eru eins, og er nafnið jafnfætla dregið af því. Á höfðinu hafa jafnfætlur...