Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?

Vignir Már Lýðsson

Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fjalllendið (sp. Sierra Nevada). Myndunarsaga hans er flókin atburðarás jarðfræðiatburða svo sem eldgosa, jarðskorpuhreyfinga og landsigs. Í raun er hann eins konar sigdalur sem byrjaði að síga um mitt tertíer-tímabil eða fyrir um 30 milljónum ára.

Dalurinn ber nafn með rentu enda er meðalhitinn í júlí, heitasta mánuði ársins, um 40-45°C. Á veturna getur hins vegar orðið kalt og í desembermánuði er meðalhitinn um 5°C. Þessi mikli hitamunur veldur því að aðeins harðgerustu lífverur þrífast á þessum slóðum. Í 138 daga á ári er hitinn yfir 38°C en um 12 daga er hann undir frostmarki. Hæsti hiti sem mælst hefur í Bandaríkjunum var einmitt í Dauðadal. Það var árið 1913 þegar hitinn í smáþorpinu Furnace Creek ("Bræðsluofnsvík"), þar sem rúmlega 30 manns búa, fór í 57°C.

Ársúrkoman í Dauðadal er einungis 43 mm að meðaltali en til samanburðar er meðalársúrkoman á Íslandi í kringum 1000 mm. Öll ársúrkoman kemur á veturna frá nóvember til mars og oft geisa miklir stormar á svæðinu á sama tíma. Ástæðan fyrir þessum mikla þurrki er sú að þegar rakir vindar koma utan af Kyrrahafi þurfa þeir að fara yfir mikið fjalllendi áður en þeir koma í Dauðadal. Þegar rakur vindurinn rís tapar hann rakanum og Dauðadalur er þess vegna í svo kölluðum regnskugga svipað og svæðið norðan Vatnajökuls hér á landi. Til gamans má geta að árið 1929 mældist alls engin úrkoma í dalnum.



Yfirborð dalsins er að miklum hluta mótað af vatni.

Öfgarnar í Dauðadal felast ekki aðeins í hitabrigðunum því neðsti hluti dalsins sem nefnist Badwater-dæld, er 86 metrum undir sjávarmáli en í 120-140 km fjarlægð þaðan er hinsvegar Whitney-fjall sem 4.421 metra hátt. Það er hæsta fjall Bandaríkjanna ef McKinley í Alaska (6.194 m.y.s.) er frátalið.

Fyrir alllöngu þakti hið forna stöðuvatn Manly megnið af Dauðadal. Það varð stærst fyrir um 22.000 árum en hvarf skömmu eftir ísöld. Manly-vatn hafði ekkert afrennsli og því safnaðist fyrir í vatninu gríðarmikið af salti og öðrum steinefnum svo að jarðvegurinn þar sem áður var botn vatnsins er nú þakinn mjög steinefnaríkum saltlögum. Bergið í dalnum er einnig ævafornt. Það er myndbreytt berg sem varð til fyrir um 1,7 milljörðum ára. Um myndbreytt berg má lesa í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig verður ummyndun í bergi?

Um 1000 tegundir plantna finnast í dalnum og þar af lifa 23 þeirra hvergi annars staðar á jörðinni. Þær eru sérstaklega aðlagaðar að þurru loftslaginu í Dauðadal. Nokkrar spendýrategundir, til dæmis kanínur, jarðíkornar og fjallakindur, þrífast einnig í dalnum og lifa þær flestar á plöntunum. Vegna saltlaganna sem urðu eftir þegar Manly-vatn gufaði upp eru grunnu lindirnar í Badwater-dældinni gríðarlega saltar. Nafnið Badwater eða Illt vatn vísar til þess að vatnið sé ódrykkjarhæft vegna saltsins. Í þessum lindum lifir hins vegar hinn harðgeri Dauðadals-hvolpfiskur (e. Death Valley pupfish, l. Cyprinodon salinus salinus) en hann er síðasta fisktegundin af þeim sem lifðu í Manly-vatni áður en það gufaði upp. Latneska orðið salinus þýðir saltur og er þá augljóslega vísað til heimkynna hans.

Í þúsundir ára hafa nokkrir ættbálkar indjána lifað í Dauðadal. Elstu ummerkin um veru indjána í dalnum eru um 9000 ára gömul. Á þeim tíma var loftslagið talsvert öðruvísi. Stöðuvötn voru þar enn og veiðidýr reikuðu um sléttur. Timbisha-ættbálkurinn hóf búsetu á svæðinu fyrir um 1000 árum og búa nú nokkrar fjölskyldur af honum í Furnace Creek.



Ský sjást sjaldan á himninum yfir Dauðadal.

Námugröftur í dalnum var talsverður á 19. og 20. öld en hvítagull (e. borax) fannst þar árið 1881. Einnig er þar nokkuð um málmgrýti og árið 1923 fannst þar gull. Í kringum námurnar spruttu upp bæir sem nú eru draugabæir. Dalurinn hlaut nafn sitt árið 1849 þegar gullleitarmenn Kaliforníu ætluðu að stytta sér leið í gegnum dalinn en festust þar í margar vikur. Þrátt fyrir að aðeins einn þeirra hafi látið lífið festist nafnið við dalinn. Einn af þessum mönnum var William Lewis Manly en Manly-vatn er nefnt í höfuð á honum.

Í Dauðadal ríkir ekki aðeins hiti og þurrkur allan daginn því á nóttunni breytist hann í einn dimmasta stað Bandaríkjanna. Myrkrið þar er algert og því tilvalið fyrir stjörnuáhugamenn að skoða stjörnurnar. Myrkrið er það mikið að sjá má Vetrarbrautina sem boga á himninum.

Víðmynd (360°) sem sýnir næturhimininn í Dauðadal. Vetrarbrautin okkar myndar fallegan boga á himinhvelfingunni þegar þessari tækni er beitt.


Dauðadalur var friðaður af ríkisstjóra Kaliforníu árið 1933 og gerður að þjóðgarði. Ferðamönnum er ráðlagt að heimsækja dalinn frá september fram í apríl vegna hitans en á þeim tíma er dalurinn hinn ágætasti útivistarstaður.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.9.2007

Spyrjandi

Auðna Guðgeirsdóttir

Tilvísun

Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?“ Vísindavefurinn, 10. september 2007, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6794.

Vignir Már Lýðsson. (2007, 10. september). Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6794

Vignir Már Lýðsson. „Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2007. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6794>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um Dauðadalinn?
Dauðadalur eða Death Valley liggur í Lægðinni miklu (e. Great Basin) í Mojave-eyðimörkinni í Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Hann liggur 225 km í norður-suður stefnu milli Amargosa-fjalla og Panamint-fjalla og þekur um 7800 km2 svæði í samnefndum þjóðgarði (e. Death Valley National Park), suðaustan við Nevada-fjalllendið (sp. Sierra Nevada). Myndunarsaga hans er flókin atburðarás jarðfræðiatburða svo sem eldgosa, jarðskorpuhreyfinga og landsigs. Í raun er hann eins konar sigdalur sem byrjaði að síga um mitt tertíer-tímabil eða fyrir um 30 milljónum ára.

Dalurinn ber nafn með rentu enda er meðalhitinn í júlí, heitasta mánuði ársins, um 40-45°C. Á veturna getur hins vegar orðið kalt og í desembermánuði er meðalhitinn um 5°C. Þessi mikli hitamunur veldur því að aðeins harðgerustu lífverur þrífast á þessum slóðum. Í 138 daga á ári er hitinn yfir 38°C en um 12 daga er hann undir frostmarki. Hæsti hiti sem mælst hefur í Bandaríkjunum var einmitt í Dauðadal. Það var árið 1913 þegar hitinn í smáþorpinu Furnace Creek ("Bræðsluofnsvík"), þar sem rúmlega 30 manns búa, fór í 57°C.

Ársúrkoman í Dauðadal er einungis 43 mm að meðaltali en til samanburðar er meðalársúrkoman á Íslandi í kringum 1000 mm. Öll ársúrkoman kemur á veturna frá nóvember til mars og oft geisa miklir stormar á svæðinu á sama tíma. Ástæðan fyrir þessum mikla þurrki er sú að þegar rakir vindar koma utan af Kyrrahafi þurfa þeir að fara yfir mikið fjalllendi áður en þeir koma í Dauðadal. Þegar rakur vindurinn rís tapar hann rakanum og Dauðadalur er þess vegna í svo kölluðum regnskugga svipað og svæðið norðan Vatnajökuls hér á landi. Til gamans má geta að árið 1929 mældist alls engin úrkoma í dalnum.



Yfirborð dalsins er að miklum hluta mótað af vatni.

Öfgarnar í Dauðadal felast ekki aðeins í hitabrigðunum því neðsti hluti dalsins sem nefnist Badwater-dæld, er 86 metrum undir sjávarmáli en í 120-140 km fjarlægð þaðan er hinsvegar Whitney-fjall sem 4.421 metra hátt. Það er hæsta fjall Bandaríkjanna ef McKinley í Alaska (6.194 m.y.s.) er frátalið.

Fyrir alllöngu þakti hið forna stöðuvatn Manly megnið af Dauðadal. Það varð stærst fyrir um 22.000 árum en hvarf skömmu eftir ísöld. Manly-vatn hafði ekkert afrennsli og því safnaðist fyrir í vatninu gríðarmikið af salti og öðrum steinefnum svo að jarðvegurinn þar sem áður var botn vatnsins er nú þakinn mjög steinefnaríkum saltlögum. Bergið í dalnum er einnig ævafornt. Það er myndbreytt berg sem varð til fyrir um 1,7 milljörðum ára. Um myndbreytt berg má lesa í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvernig verður ummyndun í bergi?

Um 1000 tegundir plantna finnast í dalnum og þar af lifa 23 þeirra hvergi annars staðar á jörðinni. Þær eru sérstaklega aðlagaðar að þurru loftslaginu í Dauðadal. Nokkrar spendýrategundir, til dæmis kanínur, jarðíkornar og fjallakindur, þrífast einnig í dalnum og lifa þær flestar á plöntunum. Vegna saltlaganna sem urðu eftir þegar Manly-vatn gufaði upp eru grunnu lindirnar í Badwater-dældinni gríðarlega saltar. Nafnið Badwater eða Illt vatn vísar til þess að vatnið sé ódrykkjarhæft vegna saltsins. Í þessum lindum lifir hins vegar hinn harðgeri Dauðadals-hvolpfiskur (e. Death Valley pupfish, l. Cyprinodon salinus salinus) en hann er síðasta fisktegundin af þeim sem lifðu í Manly-vatni áður en það gufaði upp. Latneska orðið salinus þýðir saltur og er þá augljóslega vísað til heimkynna hans.

Í þúsundir ára hafa nokkrir ættbálkar indjána lifað í Dauðadal. Elstu ummerkin um veru indjána í dalnum eru um 9000 ára gömul. Á þeim tíma var loftslagið talsvert öðruvísi. Stöðuvötn voru þar enn og veiðidýr reikuðu um sléttur. Timbisha-ættbálkurinn hóf búsetu á svæðinu fyrir um 1000 árum og búa nú nokkrar fjölskyldur af honum í Furnace Creek.



Ský sjást sjaldan á himninum yfir Dauðadal.

Námugröftur í dalnum var talsverður á 19. og 20. öld en hvítagull (e. borax) fannst þar árið 1881. Einnig er þar nokkuð um málmgrýti og árið 1923 fannst þar gull. Í kringum námurnar spruttu upp bæir sem nú eru draugabæir. Dalurinn hlaut nafn sitt árið 1849 þegar gullleitarmenn Kaliforníu ætluðu að stytta sér leið í gegnum dalinn en festust þar í margar vikur. Þrátt fyrir að aðeins einn þeirra hafi látið lífið festist nafnið við dalinn. Einn af þessum mönnum var William Lewis Manly en Manly-vatn er nefnt í höfuð á honum.

Í Dauðadal ríkir ekki aðeins hiti og þurrkur allan daginn því á nóttunni breytist hann í einn dimmasta stað Bandaríkjanna. Myrkrið þar er algert og því tilvalið fyrir stjörnuáhugamenn að skoða stjörnurnar. Myrkrið er það mikið að sjá má Vetrarbrautina sem boga á himninum.

Víðmynd (360°) sem sýnir næturhimininn í Dauðadal. Vetrarbrautin okkar myndar fallegan boga á himinhvelfingunni þegar þessari tækni er beitt.


Dauðadalur var friðaður af ríkisstjóra Kaliforníu árið 1933 og gerður að þjóðgarði. Ferðamönnum er ráðlagt að heimsækja dalinn frá september fram í apríl vegna hitans en á þeim tíma er dalurinn hinn ágætasti útivistarstaður.

Heimildir og myndir: