Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3834 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað liggja stokkendur og grágæsir lengi á eggjum sínum og hve mörg eru þau?

Stokkönd (Anas platyrhynchos) er algengust gráanda hér á landi og verpir venjulega í seinni hluta maímánaðar. Hún verpir að jafnaði átta til tíu eggjum og útungun tekur um fjórar vikur. Stokkandamóðir með unga Varptími grágæsarinnar (Anser anser) hefst hins vegar í lok maí eða byrjun júní og stendur oftast út j...

category-iconÞjóðfræði

Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?

Spyrjandi bætir við: Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma? Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver er hæsti aldur sem Íslendingur hefur náð?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað hét (heitir) langlífasti Íslendingurinn og hversu gömul/gamall varð viðkoman? Á Íslandi, eins og í langflestum löndum heims, er langlífi meira hjá konum en körlum og endurspeglast það vel í kynjaskiptingu þeirra Íslendinga sem elstir hafa orðið. Í árslok 2016 höfðu alls 36...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var hætt að skikka nýbúa til að taka upp íslensk nöfn ef þeir sóttu um ríkisborgararétt?

Upprunalega spurningin frá Erni hljóðaði svona í heild sinni: Eru aðfluttir íbúar landsins ennþá skikkaðir til að taka upp "alvöru" íslenskt nafn ef þeir vilja fá að verða "alvöru" Íslendingar, eins og tíðkaðist (án gríns!) þegar ég var krakki? Lengi vel var erlendu fólki sem sótti um ríkisborgararétt hér á...

category-iconÞjóðfræði

Hverjar eru hefðir og saga hrekkjavöku?

Hrekkjavaka nefnist á enskri tungu Halloween sem er annar ritháttur fyrir Hallowe’en. Hallowe’en er svo stytting á nafninu All Hallows’ Evening eða All Hallows’ Eve sem er kvöldið 31. október, vakan fyrir Allraheilagramessu sem er tileinkuð píslarvottum kirkjunnar. Upphaflega var Allraheilagramessa haldin hátíðleg...

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur Katla gosið oft og hvað er langt á milli gosa?

Kötlugos á sögulegum tíma eru um 20 talsins að frátöldu Eldgjárgosinu á tíundu öld. Miðað er við gos sem brutust upp úr jöklinum og skildu eftir sig gjóskulag í jarðvegi í nágrenni Mýrdalsjökuls. Hugsanlegt er að lítil gos sem ekki náðu að brjótast upp úr jökli hafi orðið öðru hverju milli stærri gosanna, síðast í...

category-iconLæknisfræði

Hvenær var penisilín fyrst notað á Íslandi?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða ár kom penisilín til Íslands og hvaða lyf er stærsti samkeppnisaðili penisilíns? Ekki er auðvelt að nálgast áreiðanlegar heimildir um fyrstu notkun penisilíns á Íslandi en upphaflega var það aðeins til sem stungulyf og var talsvert ertandi. Til eru skriflegar ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er skógur skilgreindur?

Upprunalega spurningin var:Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð. Á Íslandi e...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða ríki voru í Varsjárbandalaginu?

Varsjárbandalagið (e. Warsaw Pact) var stofnað af átta löndum í Austur-Evrópu 14. maí árið 1955. Stofnaðilar voru Búlgaría, Ungverjaland, Austur-Þýskaland, Pólland, Albanía, Tékkóslóvakía, Rúmenía og Sovétríkin. Tilgangurinn með stofnuninni var að mynda hernaðarbandalag ríkja í Austur-Evrópu til móts við Atlantsha...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað hafa margir farið í geimferðir?

Þegar þetta er skrifað, í lok árs 2010, hafa 517 manns farið út í geiminn, 463 karlar og 54 konur. Þetta fólk er af 38 þjóðernum, langflestir frá Bandaríkjunum eða 334. Sovétmenn sendu 72 út í geiminn og eftir fall þeirra hafa Rússar og önnur fyrrverandi ríki Sovétríkjanna átt 35 geimfara. Fyrsti maðurinn til...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Varð Albert Einstein frægur vegna sólmyrkva?

Miðvikudaginn 19. nóvember 1919 birtist eftirfarandi frétt í símskeytadálki dagblaðsins Vísis undir fyrirsögninni „Þyngdarlögmálið“: Símað er frá London, að stjörnufræði- og eðlisfræði-félagið enska hafi fallist á kenningar þýska prófessorsins Einsteins, sem eru andvígar kenningum Newtons og kollvarpa jafnve...

category-iconJarðvísindi

Hvers vegna skelfur jörð á Ítalíu?

Í lok maí og byrjun júní 2012 gengu nokkrir jarðskjálftar yfir Ítalíu, sá stærsti af stærðinni 6,0. Kostuðu þeir yfir 20 mannslíf, nokkur hundruð manns slösuðust og margir misstu heimili sín. Flestum er enn í minni jarðskjálftinn undir borginni l´Aquila á Ítalíu árið 2009, er 150 manns fórust. Þrjú þúsund fórust e...

category-iconLífvísindi: almennt

Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...

category-iconVísindafréttir

Háskólalestin með vísindaveislu á Vestfjörðum

Háskólalestin fór á norðanverða Vestfirði í maí 2017. Vísindaveisla var haldin á Suðureyri laugardaginn 20. maí og þar fengu gestir meðal annars að spreyta sig á ýmsum gátum og þrautum. Mæðgurnar Petra og Kristey voru þær einu sem náðu að leysa allar þrautirnar og óskar Vísindavefurinn þeim innilega til hamingju m...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig myndaðist Surtsey?

Surtsey myndaðist í neðansjávargosi í nóvember 1963, þar sem fyrir var um 130 m sjávardýpi. Framan af, meðan sjór komst í gíginn, tókust á vatn og glóandi hraunbráð með miklum sprengingum sem mynduðu gosösku og gjall. Eldingar voru tíðar í þessum þætti gossins. Gígurinn var nefndur Surtur en eyjan Surtsey. Um mána...

Fleiri niðurstöður