Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 33 svör fundust

category-iconLandafræði

Hver er lengsta á á Íslandi og hvað er hún löng?

Þjórsá er lengsta fljót Íslands en hún rennur um 230 km leið frá upptökum til ósa. Vatnasvið Þjórsár er 7530 ferkílómetrar (km2) og er það næststærsta vatnasvið fljóta á Íslandi á eftir Jökulsá á Fjöllum. Meðalrennsli Þjórsár við Urriðafoss er um 360 rúmmetrar á sekúndu (m3/s). Þjórsá rennur á mörkum Árnes- og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?

Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...

category-iconVerkfræði og tækni

Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?

Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um sjávarfallavirkjanir?

Sjávarfallavirkjanir eru einkum tvenns konar; virkjun sem nýtir straumhraða sjávar og virkjun sem nýtir fallhæð sjávarins. Verið er að gera tilraunir með margar gerðir straumvirkjana en algengastar eru vélar sem líkjast vindmyllum. Spaðarnir eru þó miklu styttri þar sem þéttleiki sjávar er margfalt meiri en lof...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er ekki hægt að nýta varmaorkuna í andrúmsloftinu til orkuframleiðslu?

Spyrjandi bætir við:... þá á ég við að við nýtum 5°C eins og 100°X á háhitasvæðum.Hér verður fyrst einföld og stutt útgáfa af svari, en neðar er ítarlegra svar. Berum fyrst saman varmavél og vatnsorkuvirkjun. Í vatnsorkuvirkjun streymir vatn frá hærri þrýstingi til lægri þrýstings, rennur í gegn um hverfil og f...

category-iconOrkumál

Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?

Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru Hálslón og Blöndulón mjög svipuð að flatarmáli þegar þau eru full, bæði um 57 km2. Svonefnt miðlunarrými þessara lóna er hins vegar langt frá því að vera það sama. Miðlunarrými Blöndulóns er 400 Gl (gígalítrar) en Hálslóns 2.100 Gl. Hálslón er þess vegna tæplega fimm s...

category-iconOrkumál

Hver er saga vatnsvirkjana i heiminum og hvenær byrjuðu Íslendingar að virkja vatn?

Vatnsafl hefur verið virkjað í aldaraðir, í fyrstu aðallega í gegnum svokölluð vatnshjól eða vatnsmyllur. Vatnshjól eru stór hjól með blöð eða fötur á utanverðu yfirborðinu. Þeim er komið þannig fyrir við streymandi eða fallandi vatn að vatnsstraumurinn fær hjólin til að snúast þegar vatnið streymir á blöðin eða o...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er það sem helst tefur fyrir því að vetni og aðrir "hreinir" orkugjafar leysi olíuna af hólmi?

Það er samspil ýmissa þátta sem helst ,,tefja” fyrir því að vetnisrík sambönd geti að fullu tekið við af olíu sem eldsneyti í heiminum. Það sem þeir eiga helst sameiginlegt er að lögð er ofuráhersla á að nýta sem allra best þá gríðarmiklu möguleika sem felast í vetni sem hreinum orkubera (eldsneyti). Slíkt krefst ...

category-iconLandafræði

Hver eru tíu stærstu vötn Íslands?

Alls þekja stöðuvötn um 2.757 km2 af yfirborði Íslands eða sem samsvarar 2,68% af flatarmáli landsins. Á heimasíðu Landmælinga Íslands er að finna eftirfarandi lista yfir flatarmál helstu stöðuvatna landsins: 1.Þórisvatn (vatnsmiðlun)83-88 km2 2.Þingvallavatn82 km2 3.Lögurinn53 km2 4.Mývatn37 km2 5.Hvítárva...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?

Þegar meta á hversu mikla raforku þyrfti til að framleiða vetni fyrir bílaflota Íslendinga er nauðsynlegt að gera sér fyrst grein fyrir hversu mikla orku flotinn er að nota með núverandi tækni. Þá er nærtækast að byggja á tölum orkuspárnefnd Orkustofnunar. Þar kemur fram að árið 2004 hafi 163.294 bílar gengið ...

category-iconJarðvísindi

Hvaða tjón gæti mögulega hlotist af gosi í Bárðarbungu?

Tjón af völdum gosa á jökulþöktum hluta Bárðarbungu-Veiðivatnakerfis getur bæði stafað af gjóskufalli og jökulhlaupum. Gjóskufall í byggð olli líklega einna mestu tjóni í gosi í ágúst og september 1717. Þá féll gjóska um Norður- og Austurland frá Eyjafirði austur á Hérað, svo að haglaust varð og tafir á heyskap.[1...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju rignir, hvaðan kemur rigningin og hvernig myndast hún?

Rigningin er hluti af hringrás vatnsins á jörðinni. Vatnið gufar upp úr sjó, stöðuvötnum, blautum jarðvegi og svo framvegis og stígur upp í lofthjúpinn. Raunveruleg vatnsgufa er ósýnileg en ef hún kemur til dæmis í kaldara loft þéttist hún og myndar dropa sem geta safnast í ský og stækkað þar til þeir falla til ja...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig er rafmagn búið til með jarðhita?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita? Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarð...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er skata í útrýmingarhættu?

Í heild er spurningin svona:Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir þ...

category-iconJarðvísindi

Hver var Þorleifur Einarsson og hvert var hans framlag til jarðfræðinnar?

Þorleifur Einarsson fæddist í Reykjavík árið 1931 og lést í Þýskalandi 1999. Þorleifur lærði jarðfræði í Þýskalandi á 6. áratug 20. aldar. Í háskólanámi sínu lagði hann áherslur á almenna jarðfræði, jarðlagafræði og jarðsögu með sérstakri áherslu á áhrif ísaldar á eldvirkni og veðurfarsbreytingar og áhrif þeir...

Fleiri niðurstöður