Hvernig virka jarðvarmavirkjanir? Hvernig er raforka framleidd með jarðhita?Jarðvarmavirkjanir framleiða rafmagn með gufu sem sótt er í jarðskorpuna. Margar þeirra framleiða einnig heitt vatn þar sem það kemur oft með gufunni upp á yfirborðið. Djúpar holur eru boraðar á jarðhitasvæðum til að sækja gufu fyrir virkjanirnar. Flestar slíkar holur eru yfir 1.500 m djúpar, til dæmis nær dýpsta holan á Hellisheiði 3.322 m niður í jörðina. Svokölluð borholuhús eru sett upp yfir holurnar og þar inni tengjast þær flutningslögnum virkjunarinnar.
- Jarðvarmavirkjanir Orkuveitu Reykjavíkur. (Skoðað 31.08.2016).
- Nokkrar jarðhitaborholur á Íslandi - Orkuveita Reykjavíkur. (Skoðað 31.08.2016).
- Orka nátúrunnar. (Skoðað 31.08.2016).
- Vinnslurás - Orkuveita Reykjavíkur. (Skoðað 31.08.2016).
- How Geothermal Energy Works - Union of Concerned Scientists. (Skoðað 31.08.2016).
- How a geothermal power plant works (simple) - Office of Energy Efficency and Renewable Energy. (Skoðað 31.08.2016).