Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er skata í útrýmingarhættu?

Jón Már Halldórsson

Í heild er spurningin svona:
Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir það að skatan sé í útrýmingarhættu? Með kærri kveðju úr Hraunvallaskóla.

Svarið við spurningunni fer eftir því hvaða skötutegund spyrjandinn hefur í huga.

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skata (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem einnig er kunn undir heitinu tindabikkja og er langalgengasta skötu- og brjóskfisktegundin á Íslandsmiðum. Ef spurningin á við þá tegund þá er það rétt að stofn tindaskötu við Ísland hefur minnkað á undanförnum árum. Vísitala lífmassa tegundarinnar á íslensku landgrunni hefur lækkað úr 20 árið 1985 niður í 12 árið 2017. Þetta er umtalsverð lækkun á lífmassa en þó hefur nýliðun aukist á undanförnum árum. Skötur geta verið viðkvæmar fyrir ofveiði þar sem þær verða seint kynþroska og afkoma þeirra er mjög hæg. Sennilega bera skötutegundir eins og tindaskatan einhver merki um ofveiði þó þær teljist ekki vera í útrýmingarhættu samkvæmt viðmiðum Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) sem gjarnan er vísað til þegar rætt er um tegundir í útrýmingarhættu.

Tindaskata (Raja radiata).

Ef spyrjandi á hins vegar við skötutegundina Dipturus batis, sem á íslensku kallast venjulega bara skata, þá er staðan aðeins önnur. Þessi tegund er tiltölulega lítið nýtt hér við land enda er tindaskatan uppistaðan í skötuveiðum íslenskra skipa. Fyrr á öldum var skata algengasta skötutegundin í norðanverðu Atlantshafi og fékk þá enska heitið „common skate“. Skötu hefur hins vegar fækkað umtalsvert á 20. öld og í reynd hefur hún nánast horfið víða á svæðum þar sem hún lifði áður, sennilega vegna umfangmikilla fiskveiða og þá helst vegna togveiða. Þessi svæði eru meðal annars Írlandshaf, Ermasund og í sunnanverður Norðursjór. Skatan telst því vera í útrýmingarhættu miðað við stofnþróun tegundarinnar síðast liðna hálfa öld og er talin vera í útrýmingarhættu (e. endangered) hjá IUCN. Sennilega hefur henni einnig fækkað töluvert á Íslandsmiðum vegna umtalsverðra togveiða á landgrunninu líkt og við Bretlandseyjar, meginland Evrópu og í Miðjarðarhafi.

Skata (Dipturus batis).

Í fljótu bragði dettur höfundi ekki í hug aðrar tegundir sem lifa á eða við Ísland og eru í útrýmingarhættu nema állinn (Anguilla anguilla). Þessi merkilegi fiskur sem finnst í votlendi og lækjum, aðallega á sunnanverðu landinu, telst vera í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered) á heimsvísu.

Talið er að allir álar hrygni á allt að 700 metra dýpi í Þanghafinu (Sargossahafi) austur af Mið-Ameríku. Þaðan berast lirfurnar með Golfstraumnum norður í höf meðal annars til Íslands en einnig til meginlands Evrópu og Bretlandseyja. Ál hefur fækkað mjög mikið á síðastliðnum áratugum, jafnvel um eða yfir 90% frá 1970. Með örfáum undantekningum á þessi gríðarlega fækkun á sér vart hliðstæðu hjá núlifandi tegundum.

Álar (Anguilla anguilla) finnast í votlendi og lækjum, aðallega á sunnanverðu landinu. Þeir eru í mikilli útrýmingarhættu á heimsvísu.

Ekki er ljós hvað veldur þessar miklu fækkun. Sennilega er um samverkandi þætti að ræða svo sem ofveiði, áhrif sníkjudýra sem leggjast á álinn, eiturefnamengun á búsvæði hans, aðallega PCB, og virkjanir. Auk þess kunna að vera einhverjar náttúrulegar sveiflur sem fara saman með þessum neikvæðu þáttum þannig að útkoman verður enn verri.

Þess má að lokum geta að til eru tegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu á Íslandi þótt það sama eigi ekki við á heimsvísu. Til þess að fræðast um þær er lesendum bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?

Heimildir:

Myndir:


Svarið var uppfært 9. janúar 2018 eftir ábendingu frá lesanda.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

29.11.2017

Síðast uppfært

9.1.2018

Spyrjandi

Hjördís Ýrr Skúladóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er skata í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2017, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74787.

Jón Már Halldórsson. (2017, 29. nóvember). Er skata í útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74787

Jón Már Halldórsson. „Er skata í útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2017. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74787>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er skata í útrýmingarhættu?
Í heild er spurningin svona:

Góðan dag. Langar að vita hvort skatan sé í útrýmingarhættu. Við erum að vinna ERASMUS+ verkefni í Hraunvallaskóla með skólum um víða Evrópu og þurfum að finna dýr sem er í útrýmingarhættu á eða við Ísland. Höfum séð á Netinu - en kannski ekki á öruggum síðum. Því spyrjum við, stemmir það að skatan sé í útrýmingarhættu? Með kærri kveðju úr Hraunvallaskóla.

Svarið við spurningunni fer eftir því hvaða skötutegund spyrjandinn hefur í huga.

Hér við land finnast nokkrar tegundir af ættbálki skata (Hypotremata). Má þar helst nefna tindaskötuna (Raja radiata) sem einnig er kunn undir heitinu tindabikkja og er langalgengasta skötu- og brjóskfisktegundin á Íslandsmiðum. Ef spurningin á við þá tegund þá er það rétt að stofn tindaskötu við Ísland hefur minnkað á undanförnum árum. Vísitala lífmassa tegundarinnar á íslensku landgrunni hefur lækkað úr 20 árið 1985 niður í 12 árið 2017. Þetta er umtalsverð lækkun á lífmassa en þó hefur nýliðun aukist á undanförnum árum. Skötur geta verið viðkvæmar fyrir ofveiði þar sem þær verða seint kynþroska og afkoma þeirra er mjög hæg. Sennilega bera skötutegundir eins og tindaskatan einhver merki um ofveiði þó þær teljist ekki vera í útrýmingarhættu samkvæmt viðmiðum Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (IUCN) sem gjarnan er vísað til þegar rætt er um tegundir í útrýmingarhættu.

Tindaskata (Raja radiata).

Ef spyrjandi á hins vegar við skötutegundina Dipturus batis, sem á íslensku kallast venjulega bara skata, þá er staðan aðeins önnur. Þessi tegund er tiltölulega lítið nýtt hér við land enda er tindaskatan uppistaðan í skötuveiðum íslenskra skipa. Fyrr á öldum var skata algengasta skötutegundin í norðanverðu Atlantshafi og fékk þá enska heitið „common skate“. Skötu hefur hins vegar fækkað umtalsvert á 20. öld og í reynd hefur hún nánast horfið víða á svæðum þar sem hún lifði áður, sennilega vegna umfangmikilla fiskveiða og þá helst vegna togveiða. Þessi svæði eru meðal annars Írlandshaf, Ermasund og í sunnanverður Norðursjór. Skatan telst því vera í útrýmingarhættu miðað við stofnþróun tegundarinnar síðast liðna hálfa öld og er talin vera í útrýmingarhættu (e. endangered) hjá IUCN. Sennilega hefur henni einnig fækkað töluvert á Íslandsmiðum vegna umtalsverðra togveiða á landgrunninu líkt og við Bretlandseyjar, meginland Evrópu og í Miðjarðarhafi.

Skata (Dipturus batis).

Í fljótu bragði dettur höfundi ekki í hug aðrar tegundir sem lifa á eða við Ísland og eru í útrýmingarhættu nema állinn (Anguilla anguilla). Þessi merkilegi fiskur sem finnst í votlendi og lækjum, aðallega á sunnanverðu landinu, telst vera í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered) á heimsvísu.

Talið er að allir álar hrygni á allt að 700 metra dýpi í Þanghafinu (Sargossahafi) austur af Mið-Ameríku. Þaðan berast lirfurnar með Golfstraumnum norður í höf meðal annars til Íslands en einnig til meginlands Evrópu og Bretlandseyja. Ál hefur fækkað mjög mikið á síðastliðnum áratugum, jafnvel um eða yfir 90% frá 1970. Með örfáum undantekningum á þessi gríðarlega fækkun á sér vart hliðstæðu hjá núlifandi tegundum.

Álar (Anguilla anguilla) finnast í votlendi og lækjum, aðallega á sunnanverðu landinu. Þeir eru í mikilli útrýmingarhættu á heimsvísu.

Ekki er ljós hvað veldur þessar miklu fækkun. Sennilega er um samverkandi þætti að ræða svo sem ofveiði, áhrif sníkjudýra sem leggjast á álinn, eiturefnamengun á búsvæði hans, aðallega PCB, og virkjanir. Auk þess kunna að vera einhverjar náttúrulegar sveiflur sem fara saman með þessum neikvæðu þáttum þannig að útkoman verður enn verri.

Þess má að lokum geta að til eru tegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu á Íslandi þótt það sama eigi ekki við á heimsvísu. Til þess að fræðast um þær er lesendum bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvaða dýr eru aðallega í útrýmingarhættu á Íslandi?

Heimildir:

Myndir:


Svarið var uppfært 9. janúar 2018 eftir ábendingu frá lesanda.

...