Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?

EDS

Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru Hálslón og Blöndulón mjög svipuð að flatarmáli þegar þau eru full, bæði um 57 km2. Svonefnt miðlunarrými þessara lóna er hins vegar langt frá því að vera það sama. Miðlunarrými Blöndulóns er 400 Gl (gígalítrar) en Hálslóns 2.100 Gl. Hálslón er þess vegna tæplega fimm sinnum stærra sé miðað við rúmmál þess vatns sem getur verið í lóninu.

Blöndulón.

Blöndustöð var tekin í notkun árið 1991. Blöndulón er myndað með stíflun Blöndu við Reftjarnarbungu og Kolkukvíslar við upptök hennar. Lónið var upphaflega minna, 41 km2 að flatarmáli og miðlunarrýmd þess 220 Gl. Árið 1996 var yfirfall lónsins hækkað og þá náði það núverandi stærð. Uppsett afl Blöndustöðvar er 150 MW og orkuvinnslugetan 910 GWh á ári.

Hálslón er myndað með Kárahnjúkastíflu, sem stíflar Jökulsá á Dal, og Desjarárstíflu. Framkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun árið 2003 og var aflstöðin í Fljótsdal komin í fullan rekstur árið 2007. Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og tryggð orkuvinnslugeta er 4.600 GWh á ári.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.3.2013

Spyrjandi

Þorsteinn Gunnar Jónsson

Tilvísun

EDS. „Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2013, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64492.

EDS. (2013, 13. mars). Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64492

EDS. „Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2013. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64492>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort er stærra, Hálslón eða Blöndulón?
Samkvæmt upplýsingum á vef Landsvirkjunar eru Hálslón og Blöndulón mjög svipuð að flatarmáli þegar þau eru full, bæði um 57 km2. Svonefnt miðlunarrými þessara lóna er hins vegar langt frá því að vera það sama. Miðlunarrými Blöndulóns er 400 Gl (gígalítrar) en Hálslóns 2.100 Gl. Hálslón er þess vegna tæplega fimm sinnum stærra sé miðað við rúmmál þess vatns sem getur verið í lóninu.

Blöndulón.

Blöndustöð var tekin í notkun árið 1991. Blöndulón er myndað með stíflun Blöndu við Reftjarnarbungu og Kolkukvíslar við upptök hennar. Lónið var upphaflega minna, 41 km2 að flatarmáli og miðlunarrýmd þess 220 Gl. Árið 1996 var yfirfall lónsins hækkað og þá náði það núverandi stærð. Uppsett afl Blöndustöðvar er 150 MW og orkuvinnslugetan 910 GWh á ári.

Hálslón er myndað með Kárahnjúkastíflu, sem stíflar Jökulsá á Dal, og Desjarárstíflu. Framkvæmdir hófust við Kárahnjúkavirkjun árið 2003 og var aflstöðin í Fljótsdal komin í fullan rekstur árið 2007. Uppsett afl virkjunarinnar er 690 MW og tryggð orkuvinnslugeta er 4.600 GWh á ári.

Heimildir og mynd:

...