Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 38 svör fundust
Hvað er hnjúkaþeyr?
Í stuttu máli er hnjúkaþeyr (einnig skrifað hnúkaþeyr) hlýr og þurr vindur sem blæs af fjöllum. Hnjúkaþeyr getur verið mjög hvass og hviðugjarn en þarf ekki að vera það. Á sumum stöðum í heiminum er hnjúkaþeyr svo algengur að honum hefur verið gefið sérstakt nafn. Í Ölpunum heitir hnjúkaþeyrinn Föhn, í Klettafj...
Hvar snjóar mest hér á landi?
Hér er einnig svar við spurningunni: Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi og hvar? Á Íslandi snjóar mest í suðurhlíðum Mýrdalsjökuls, á Öræfajökli og sunnan til á Vatnajökli. Snjókomutíðni er mjög háð hæð yfir sjó og hitafari. Snjór er mun meiri og þrálátari á hálendi en láglendi. Ísland í vetrarbún...
Er það satt að Júpíter sé gasský?
Júpíter er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar, en hún er um 11 sinnum stærri en jörðin að þvermáli (142.984 km við miðbaug) og 318 sinnum massameiri eða 1,899 * 1027 kg. Júpíter er gashnöttur líkt og hinar stóru reikistjörnurnar Satúrnus, Úranus og Neptúnus, sem þýðir að hann hefur ekkert eiginlegt fas...
Hefur einhver maður farið til Satúrnusar?
Menn hafa skoðað Satúrnus ýtarlega gegnum sjónauka, auk þess sem fjögur geimför hafa skoðað reikistjörnuna. Pioneer 11 heimsótti Satúrnus árið 1979. Árið 1980 kom Voyager 1 að Satúrnusi og ári síðar var komið að Voyager 2. Geimfarið Cassini-Huygens komst á braut um Satúrnus árið 2004. Það er enn að og nú hefur ver...
Hvers vegna er þrumuveður sjaldgæfara á Íslandi en í öðrum löndum?
Vegna þess að stöðugleiki lofts er meiri hér á landi heldur en á suðurslóðum. Stöðugleiki er mælkvarði á tregðu lofts til að hreyfast lóðrétt. Því meiri sem stöðugleikinn er því tregara er loftið til uppstreymis. Þrumuveður myndast í stórum skúra- eða éljaklökkum sem oft eru þá kallaðir þrumuklakkar eða þrumusk...
Ganga djúpar lægðir yfirleitt yfir landið að nóttu til?
Ekki hafa komið fram neinar marktækar vísbendingar um að óveður gangi yfir landið á einum tíma sólarhringsins fremur en öðrum. Sé stormur (hámarksvindhraði yfir 20 m/s) í Reykjavík talinn eftir athugunartímum á tímabilinu 1974 til 2007 fæst eftirfarandi tafla: AthugunartímiFjöldi tilvika 0...
Hversu mikil er vindkælingin í miklu frosti og roki?
Það er staðreynd að tölur sem lesnar eru af hitamæli segja ekki alla söguna um það hversu mikið varmatap er hjá þeim sem eru á ferðinni úti við. Kuldi, sem er hættulítill í hægum vindi, getur orðið lífshættulegur sé jafnframt hvasst. Á vef Veðurstofu Íslands er að finna töflu sem byggist á kanadískum rannsóknum...
Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk? Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluð...
Er mjög hvasst á Júpíter?
Júpíter er vinda- og stormasöm reikistjarna. Svæðisvindar eru sterkastir í vindröstum, það er á mörkum belta og svæða, sem lofthjúpur Júpíters skiptist í. Þar fer vindhraðinn yfir 140 m/s. Vindhraði sem þessi er ekki endilega tímabundinn eins og hér á jörðinni og getur jafnvel varað í nokkur hundruð ár. Lofthjú...
Hvers vegna lygnir oft á kvöldin?
Á flestum veðurstöðvum er meðalvindhraði í hámarki milli kl. 16 og 18, en síðan lægir nokkuð ört, mest milli klukkan 20 og 22. Að jafnaði er vindur hægastur undir morgun, á sumrin milli kl. 4 og 6. Að sumarlagi munar gjarnan um 2 m/s á meðalvindhraða dags og nætur, oftast þó meira í björtu veðri. Samfara breytingu...
Af hverju myndast öldur?
Öldur myndast á vatns- eða haffleti vegna vinda. Minnstu öldur rétt brjóta spegil vatnsflatarins og eru nefndar gráð en öldurnar vaxa, hækka og lengjast með auknum vindstyrk. Alda er bylgjuhreyfing. Einfaldri bylgju má lýsa með bylgjulengd, bylgjuhæð og sveifluvídd og hreyfingu hennar með sveiflutíma, T, sem...
Hvað eru margir metrar á sekúndu í einum hnút, þegar mældur er vindstyrkur?
1 hnútur er 0,514 m/s og það telst vera logn.Hnútur er mælieining um hraða skips eða vinds. Einn hnútur samsvarar einni sjómílu á klukkustund, en sjómíla er upphaflega skilgreind sem ein mínúta á lengdarbaug og er samkvæmt því 111,1 km/60 = 1852 m. Vegna þess að jörðin er svolítið flatari við pólana er breiddar...
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Hvað er hvirfilbylur og hvers vegna gerast þeir?
Hvirfilbylur eða skýstrokkur er loft sem snýst ógnarhratt í hring, líkt og iða sem myndast yfir útfalli í baðkari þegar vatnið streymir út. Í samanburði við lægðir og fellibylji eru hvirfilbyljir örsmáir og skammlífir, en vindhraðinn í þeim getur samt verið meiri. Hvirfilbyljir eru aðeins nokkur hundruð metrar í þ...