Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?

Trausti Jónsson

Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk?

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mældan vindhraða. Beaufort-kvarðinn var upphaflega þróaður til notkunar á sjó og á seglskipum þar sem sjá mátti áhrif vinds á segl og sjávarlag við mismunandi vindhraða.

Mat vindhraða eftir Beaufort-kvarða

StigHeitim/sÁhrif á landi
0Logn0-0,2Logn, reyk leggur beint upp.
1Andvari0,3-1,5Vindstefnu má sjá af reyk, flögg hreyfast ekki.
2Kul1,6-3,3Vindblær finnst á andliti, skrjáfar í laufi, lítil flögg bærast.
3Gola3,4-5,4Breiðir úr léttum flöggum, lauf og smágreinar titra.
4Stinningsgola5,5-7,9Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka, litlar trjágreinar bærast. Lausamjöll byrjar að hreyfast.
5Kaldi8,0-10,7Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyðandi bárur á stöðuvötnum. Lausamjöll hreyfist.
6Stinningskaldi10,8-13,8Stórar greinar svigna. Hvín í línum. Erfitt að nota regnhlífar. Lágarenningur viðvarandi.
7Allhvass vindur13,9-17,1Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga á móti vindi. Skyggni slæmt í snjókomu.
8Hvassviðri17,2-20,7Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. Menn baksa á móti vindi. Skyggni í snjókomu verður lítið sem ekkert.
9Stormur20,8-24,4Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum. Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Glórulaus bylur ef snjóar.
10Rok24,5-28,4Fremur sjaldgæft í innsveitum. Tré rifna upp með rótum, talsverðar skemmdir á mannvirkjum.
11Ofsaveður28,5-32,6Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti.
12Fárviðri >= 32,7Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri.

Það er sem sagt ekki sama vindhraðabil á bak við hvert gamalt vindstig.

Beaufortkvarðinn er frá upphafi 19. aldar - hann var í fyrstu miðaður við notkun á seglabúnaði stórra skipa, en síðar við útlit sjávar. Margar tilraunir voru gerðar til að kvarða hann við vindmæla og gegnum tíðina hafa vindstigin ekki alltaf merkt sömu vindhraðabil og festust fyrir um 100 árum, meðal annars voru mörk 12 vindstiga ívið neðar um tíma en nú er. Einnig hefur verið misjafnt eftir löndum og tímum hvort miðað er við 1 mínútu, 10 mínútna eða klukkustundarmeðaltöl vindhraða.

Vindhraðatafla Beaufort-kvarðans er frá 1903, þá var eftirfarandi jafna lögð til grundvallar þar sem V stendur fyrir vindhraða og B fyrir vindstig á Beaufort-kvarða:

V = 1.624 x B3/2 (gefur vindhraða í hnútum við miðgildi vindstigsins) eða
V = 0,836 x B3/2 fyrir m/s.



Hér blæs hressilega.

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af svari sama höfundar við spurningunni Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

11.10.2018

Spyrjandi

Auðun Benediktsson

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?“ Vísindavefurinn, 11. október 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67156.

Trausti Jónsson. (2018, 11. október). Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67156

Trausti Jónsson. „Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?“ Vísindavefurinn. 11. okt. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi?
Í heild hljóðar spurningin svona:

Hvað eru margir metrar í einu gömlu vindstigi? Er það eins upp allan skalann eða er einhver stuðull eftir vindstyrk?

Veðurhæðar er nú að jafnaði getið í hraðaeiningunni metrar á sekúndu (m/s) enda er hann nú mældur með hraðamælum. Áður var notast við mat sem byggðist á svokölluðum Beaufort-kvarða. Kvarðinn sá hefur lengst af verið 13 stiga, lægst núll, hæst 12. Við matið var notast við töflu sem ber áhrif vindsins saman við mældan vindhraða. Beaufort-kvarðinn var upphaflega þróaður til notkunar á sjó og á seglskipum þar sem sjá mátti áhrif vinds á segl og sjávarlag við mismunandi vindhraða.

Mat vindhraða eftir Beaufort-kvarða

StigHeitim/sÁhrif á landi
0Logn0-0,2Logn, reyk leggur beint upp.
1Andvari0,3-1,5Vindstefnu má sjá af reyk, flögg hreyfast ekki.
2Kul1,6-3,3Vindblær finnst á andliti, skrjáfar í laufi, lítil flögg bærast.
3Gola3,4-5,4Breiðir úr léttum flöggum, lauf og smágreinar titra.
4Stinningsgola5,5-7,9Laust ryk og pappírssneplar taka að fjúka, litlar trjágreinar bærast. Lausamjöll byrjar að hreyfast.
5Kaldi8,0-10,7Lítil lauftré taka að sveigjast. Freyðandi bárur á stöðuvötnum. Lausamjöll hreyfist.
6Stinningskaldi10,8-13,8Stórar greinar svigna. Hvín í línum. Erfitt að nota regnhlífar. Lágarenningur viðvarandi.
7Allhvass vindur13,9-17,1Stór tré sveigjast til. Þreytandi að ganga á móti vindi. Skyggni slæmt í snjókomu.
8Hvassviðri17,2-20,7Trjágreinar brotna. Erfitt að ganga á móti vindinum. Menn baksa á móti vindi. Skyggni í snjókomu verður lítið sem ekkert.
9Stormur20,8-24,4Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum. Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Glórulaus bylur ef snjóar.
10Rok24,5-28,4Fremur sjaldgæft í innsveitum. Tré rifna upp með rótum, talsverðar skemmdir á mannvirkjum.
11Ofsaveður28,5-32,6Miklar skemmdir á mannvirkjum. Útivera á bersvæði hættuleg. Rýfur hjarn, lyftir möl og grjóti.
12Fárviðri >= 32,7Allt lauslegt fýkur, þar á meðal möl og jafnvel stórir steinar. Kyrrstæðir bílar geta oltið eða fokið. Heil þök tekur af húsum. Skyggni oftast takmarkað, jafnvel í þurru veðri.

Það er sem sagt ekki sama vindhraðabil á bak við hvert gamalt vindstig.

Beaufortkvarðinn er frá upphafi 19. aldar - hann var í fyrstu miðaður við notkun á seglabúnaði stórra skipa, en síðar við útlit sjávar. Margar tilraunir voru gerðar til að kvarða hann við vindmæla og gegnum tíðina hafa vindstigin ekki alltaf merkt sömu vindhraðabil og festust fyrir um 100 árum, meðal annars voru mörk 12 vindstiga ívið neðar um tíma en nú er. Einnig hefur verið misjafnt eftir löndum og tímum hvort miðað er við 1 mínútu, 10 mínútna eða klukkustundarmeðaltöl vindhraða.

Vindhraðatafla Beaufort-kvarðans er frá 1903, þá var eftirfarandi jafna lögð til grundvallar þar sem V stendur fyrir vindhraða og B fyrir vindstig á Beaufort-kvarða:

V = 1.624 x B3/2 (gefur vindhraða í hnútum við miðgildi vindstigsins) eða
V = 0,836 x B3/2 fyrir m/s.



Hér blæs hressilega.

Mynd:


Þetta svar er stytt útgáfa af svari sama höfundar við spurningunni Hvaða nöfn eru notuð á vindstigin og hver er saga íslenskra vindstigaheita?

...