Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 222 svör fundust
Er einhver ástæða fyrir því að menn grípa um höfuðið þegar þeir lenda í vandræðum?
Við vitum ekki til þess að þetta hafi verið rannsakað neitt sérstaklega. Þó er nokkuð líklegt að þetta séu varnarviðbrögð. Þegar hætta steðjar að getur gefist vel að skýla höfðinu, til dæmis með því að bera hendurnar fyrir sig, enda er höfuðið mikilvægur líkamspartur sem ekki má verða fyrir miklu hnjaski. Ekki...
Geta veirur verið óvinir manna?
Öll spurningin var: Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna? Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. M...
Hversu stóran kíki þarf ég til að geta skoðað stjörnurnar?
Þegar velja á stjörnusjónauka er mikilvægt að vanda valið. Stjörnusjónaukar eru af öllum stærðum og gerðum og því þarf hver og einna að finna út hvaða tegund hentar honum eða henni best. Góður sjónauki þarf að uppfylla tvö skilyrði. Hann verður að vera á góðri undirstöðu og hafa góð sjóntæki. Besti stjörnu...
Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?
Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft lj...
Er vitað hvar aldingarðurinn Eden var?
Þessari spurningu má svara á margan hátt eftir því hvað spyrjandi og lesendur hafa í huga, meðal annars hvort eða hvernig þeir trúa á Biblíuna eða fyrstu Mósebók þar sem sagt er frá Eden. Þannig er til dæmis ljóst að sá sem trúir alls ekki á Biblíuna telur spurninguna óþarfa og hið sama gildir líklega einnig um ma...
Hvaða rannsóknir hefur Elmar Geir Unnsteinsson stundað?
Elmar Geir Unnsteinsson er lektor í heimspeki við University College Dublin og fræðimaður við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa verið á sviði heimspeki tungumáls og málvísinda, heimspeki hugar og sögu heimspekinnar á tuttugustu öld. Elmar hefur sérstaklega fengist við spurningar um tengsl máls o...
Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill?
Orðið engill er af grískum uppruna og merkir sendiboði. Að kristnum skilningi eru englar sérstakir sendiboðar Guðs, settir okkur til verndar. Þeir eru ósýnilegir og ósnertanlegir. Margt fólk trúir því að englar séu stundum sendir með skilaboð og eru til reynslusögur frá fólki af því að engill hafi vitrast því, stu...
Hversu skaðleg eru E-efni líkamanum?
Ekki er hægt að svara þessari spurningu með einföldum hætti. E-efni eða aukaefni eru notuð í matvælaiðnaði til að hafa áhrif á geymsluþol, lit, lykt, bragð eða aðra eiginleika matvæla. Þau eru því mjög ólík innbyrðis og áhrif þeirra á líkamann mjög mismunandi. Sem dæmi má nefna að askorbínsýra, öðru nafni C-vítam...
Hversu lengi er hægt að geyma líffæri, til dæmis hjarta, áður en þau eru grædd í líffæraþegann?
Það er misjafnt eftir líffærum hversu langur tími má líða frá því að líffærið er tekið úr gjafanum og þar til það er komið í líffæraþegann. Hjarta deyr aðeins fjórum klukkustundum eftir að það er tekið úr líkama gjafans en önnur líffæri geta haldist lifandi í allt að sólarhring eftir að þau eru fjarlægð úr líkama ...
Er Plútó horfinn úr Vetrarbrautinni okkar?
Nei, Plútó er enn á sínum stað í Vetrarbrautinni. Upphaflega var Plútó flokkaður sem ein af reikistjörnum sólkerfisins. Þann 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti nýja skilgreiningu á reikistjörnum. Plútó fellur ekki undir hana og telst nú til dvergreikistjarna. Dvergreikistja...
Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?
Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við börn, en ekki hversu stór hluti jarðarbúa eru karlar og hversu stór hluti eru konur. Um kynjaskiptingu mannkyns er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru til margir menn og konur í heiminum? Til þess að svara spurningunni um fjölda stelpna og stráka í heiminum þar...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Ef enginn er fullkomlega heilbrigður, hvernig má þá skilgreina andlegt heilbrigði?
Það er alls ekki eins einfalt að skilgreina hugtakið andlegt heilbrigði og ætla mætti. Við gefum því ekki gaum hversdagslega hvað í því felst og finnst kannski að slíkt megi sjá í hendi sér. En þegar málið er athugað nánar hefur það á sér margar hliðar og vill vefjast fyrir okkur. Við eigum jafnvel auðveldara ...
Er æskilegt að nota hlutlaust orðalag um ýmis starfsheiti, t.d. vísindafólk í staðinn fyrir vísindamenn?
Mikill meirihluti íslenskra starfsheita er karlkyns. Mörg þeirra hafa -maður sem seinni lið, svo sem vísindamaður, alþingismaður, námsmaður, verslunarmaður, verkamaður, lögreglumaður, stýrimaður, iðnaðarmaður, leiðsögumaður, formaður og fjölmörg fleiri. Ýmis önnur karlkynsorð eru líka seinni liður í mörgum starfsh...
Hvernig er hægt að höfða meiðyrðamál þar sem málfrelsi ríkir? Má ég ekki segja hvað sem ég vil með vísun í málfrelsið?
Málfrelsi leyfir mönnum hvorki að bera ljúgvitni gegn náunga sínum né verða öðrum til ama eða tjóns með ósannindum og blekkingum. Mannréttindi eins og málfrelsi og ferðafrelsi eru yfirleitt skilin svo að réttur hvers og eins takmarkist af réttindum hinna. Við búum við ferðafrelsi en við megum samt ekki fara bók...