Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta veirur verið óvinir manna?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

COVID-19 borði í flokk
Öll spurningin var:

Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna?

Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. Minni hefð virðist vera fyrir því að fjalla um óvináttu en þó má nefna þar Thomas Hobbes (1588–1679) sem fjallar um „hið náttúrulega ástand“ sem aðstæður þar sem allir eru á móti öllum og Carl Schmitt (1888–1985) sem leggur skiptinguna í vini og óvini til grundvallar ríkisvaldinu og þar er óvinur sá sem með afgerandi hætti er eitthvað öðruvísi og framandi þannig að við sérstakar aðstæður geti komið til átaka við hann.

Í umfjöllun um vini og óvini í heimspeki er yfirleitt gengið út frá því að verið sé að tala um manneskjur. Þannig er gjarnan notast við hugmyndir um vilja og ætlanir og skilgreiningar á vináttu snúast þá um að vinum sé annt hverjum um annan og að þeir eigi í samskiptum sem beri vott um slíka afstöðu. Óvináttu má þá hugsa sem eitthvað gagnstætt við það, að óvinur sé einhver sem vill okkur illt og hegðar sér eftir því fái hann tækifæri til. Með öðrum orðum eru vinir góðviljaðir gagnvart hver öðrum en óvinir haldnir illum vilja og ætlunum.

Hluti af titilsíðu ritsins Leviathan eftir Thomas Hobbes. Myndin sýnir samfélagslíkamann með höfði konungs, en Hobbes telur slíkt vald nauðsynlegt til að vernda borgarana ekki aðeins fyrir utanaðkomandi óvinum heldur til að hindra þá í að vera allir óvinir hver annars.

Og þá liggur auðvitað beint við að spyrja hvort eitthvað sem ekki hefur vilja, hugsanir, tilfinningar og ætlanir geti verið vinur okkar eða óvinur. Veirur hljóta að vera þar á meðal, þær skeyta hvorki um hagsmuni okkar né yfirleitt nokkuð annað, þeim er bókstaflega sama um allt í ýktustu mögulegu merkingu þess orðs þar sem engin hugarstarfsemi á sér stað hjá þeim. Þannig er erfitt að hugsa sér þær hvort sem er sem vini eða óvini einhvers í þeim skilningi sem venjulega er lagður í þau hugtök.

Þó er rétt að benda á að hugtök á borð við vinur og óvinur koma stundum fyrir í líkingamáli. „Ertu kominn, landsins forni fjandi?“ orti Matthías Jochumsson til dæmis um hafísinn. Hafís hefur væntanlega sömu afstöðu í okkar garð og veirur, það er að segja enga afstöðu, en þarna er hafísnum líkt við óvin vegna eyðileggjandi áhrifa hans á líf landsmanna. Eins hefur orðið vinur verið notað í líkingamáli, eins og þegar einhver segir „tíminn er vinur okkar“ eða „svefninn er vinur minn“. Þarna er einblínt á áhrif viðkomandi hluta og hvað þau varðar skiptir kannski ekki alltaf máli hvaða ætlun býr að baki, eða hvort einhver ætlun er til staðar yfirleitt. Oftast þegar við fáum veirusýkingar gerist það án þess að nokkur illur vilji búi þar að baki. Hins vegar gæti vissulega einhver reynt að smita fólk vísvitandi af veirusýkingu. Þá væru áhrifin, eða sýkingin, hin sömu en forsagan önnur. Hins vegar væri það ekki vilji veirunnar sem væri illur, enda hefur hún engan, heldur vilji manneskjunnar sem stæði í slíkum aðgerðum.

Veirur eru ósýnilegar og „sáust“ ekki fyrr en með tilkomu rafeindasmásjárinnar þó að ýmsir sjúkdómar sem þær valda hafi verið þekktir frá fornu fari. Hér er ein elsta mynd af veirum, frá 1938. Þessar veirur nefnist Ectromelia og valda sjúkdómi í músum.

Með svipuðum hætti má líta svo á að veirur, hafís og aðrir vitundarlausir hlutir geri eða framkvæmi ekki í sama skilningi og manneskjur sem geta haft ásetning. Vissulega geta veirur og hafís haft ýmis orsakaáhrif en þau byggjast ekki á athöfnum í sama skilningi og athafnir vina okkar eða óvina.

Niðurstaðan er þá sú að veirur geti ekki verið óvinir manna nema auðvitað í skáldskap og öðru líkingamáli, þar sem ýmislegt leyfist sem ekki er tekið bókstaflega. Það getur verið freistandi að hugsa sér veiru á borð við kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, sem óvin mannanna. Okkur er tamt að hugsa á þeim nótum því manneskjur eru gjarnar á að persónugera alls konar hluti sem eru ekki persónur. En ef við viljum vera nákvæm þá getur verið betra að tala um veiruna sem ógn, sem hún vissulega er, heldur en beinlínis sem óvin.

Myndir:

Hér er spurningu Erlu Bjarkar svarað að hluta.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

24.4.2020

Spyrjandi

Erla Björk Þorgeirsdóttir, ritstjórn

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Geta veirur verið óvinir manna?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2020, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70500.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2020, 24. apríl). Geta veirur verið óvinir manna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70500

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Geta veirur verið óvinir manna?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2020. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70500>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta veirur verið óvinir manna?
Öll spurningin var:

Hvað hefur heimspekin að segja um hugtakið óvinur? Geta veirur verið óvinir manna?

Innan heimspeki er að finna aldalanga hefð fyrir umfjöllun um vináttu, til að mynda hafa meira en tveggja árþúsunda gamlar hugmyndir Aristótelesar (384–322 f.Kr.) um vináttu orðið mörgum að viðfangsefni. Minni hefð virðist vera fyrir því að fjalla um óvináttu en þó má nefna þar Thomas Hobbes (1588–1679) sem fjallar um „hið náttúrulega ástand“ sem aðstæður þar sem allir eru á móti öllum og Carl Schmitt (1888–1985) sem leggur skiptinguna í vini og óvini til grundvallar ríkisvaldinu og þar er óvinur sá sem með afgerandi hætti er eitthvað öðruvísi og framandi þannig að við sérstakar aðstæður geti komið til átaka við hann.

Í umfjöllun um vini og óvini í heimspeki er yfirleitt gengið út frá því að verið sé að tala um manneskjur. Þannig er gjarnan notast við hugmyndir um vilja og ætlanir og skilgreiningar á vináttu snúast þá um að vinum sé annt hverjum um annan og að þeir eigi í samskiptum sem beri vott um slíka afstöðu. Óvináttu má þá hugsa sem eitthvað gagnstætt við það, að óvinur sé einhver sem vill okkur illt og hegðar sér eftir því fái hann tækifæri til. Með öðrum orðum eru vinir góðviljaðir gagnvart hver öðrum en óvinir haldnir illum vilja og ætlunum.

Hluti af titilsíðu ritsins Leviathan eftir Thomas Hobbes. Myndin sýnir samfélagslíkamann með höfði konungs, en Hobbes telur slíkt vald nauðsynlegt til að vernda borgarana ekki aðeins fyrir utanaðkomandi óvinum heldur til að hindra þá í að vera allir óvinir hver annars.

Og þá liggur auðvitað beint við að spyrja hvort eitthvað sem ekki hefur vilja, hugsanir, tilfinningar og ætlanir geti verið vinur okkar eða óvinur. Veirur hljóta að vera þar á meðal, þær skeyta hvorki um hagsmuni okkar né yfirleitt nokkuð annað, þeim er bókstaflega sama um allt í ýktustu mögulegu merkingu þess orðs þar sem engin hugarstarfsemi á sér stað hjá þeim. Þannig er erfitt að hugsa sér þær hvort sem er sem vini eða óvini einhvers í þeim skilningi sem venjulega er lagður í þau hugtök.

Þó er rétt að benda á að hugtök á borð við vinur og óvinur koma stundum fyrir í líkingamáli. „Ertu kominn, landsins forni fjandi?“ orti Matthías Jochumsson til dæmis um hafísinn. Hafís hefur væntanlega sömu afstöðu í okkar garð og veirur, það er að segja enga afstöðu, en þarna er hafísnum líkt við óvin vegna eyðileggjandi áhrifa hans á líf landsmanna. Eins hefur orðið vinur verið notað í líkingamáli, eins og þegar einhver segir „tíminn er vinur okkar“ eða „svefninn er vinur minn“. Þarna er einblínt á áhrif viðkomandi hluta og hvað þau varðar skiptir kannski ekki alltaf máli hvaða ætlun býr að baki, eða hvort einhver ætlun er til staðar yfirleitt. Oftast þegar við fáum veirusýkingar gerist það án þess að nokkur illur vilji búi þar að baki. Hins vegar gæti vissulega einhver reynt að smita fólk vísvitandi af veirusýkingu. Þá væru áhrifin, eða sýkingin, hin sömu en forsagan önnur. Hins vegar væri það ekki vilji veirunnar sem væri illur, enda hefur hún engan, heldur vilji manneskjunnar sem stæði í slíkum aðgerðum.

Veirur eru ósýnilegar og „sáust“ ekki fyrr en með tilkomu rafeindasmásjárinnar þó að ýmsir sjúkdómar sem þær valda hafi verið þekktir frá fornu fari. Hér er ein elsta mynd af veirum, frá 1938. Þessar veirur nefnist Ectromelia og valda sjúkdómi í músum.

Með svipuðum hætti má líta svo á að veirur, hafís og aðrir vitundarlausir hlutir geri eða framkvæmi ekki í sama skilningi og manneskjur sem geta haft ásetning. Vissulega geta veirur og hafís haft ýmis orsakaáhrif en þau byggjast ekki á athöfnum í sama skilningi og athafnir vina okkar eða óvina.

Niðurstaðan er þá sú að veirur geti ekki verið óvinir manna nema auðvitað í skáldskap og öðru líkingamáli, þar sem ýmislegt leyfist sem ekki er tekið bókstaflega. Það getur verið freistandi að hugsa sér veiru á borð við kórónuveiruna SARS-CoV-2, sem veldur COVID-19, sem óvin mannanna. Okkur er tamt að hugsa á þeim nótum því manneskjur eru gjarnar á að persónugera alls konar hluti sem eru ekki persónur. En ef við viljum vera nákvæm þá getur verið betra að tala um veiruna sem ógn, sem hún vissulega er, heldur en beinlínis sem óvin.

Myndir:

Hér er spurningu Erlu Bjarkar svarað að hluta....