Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:12 • sest 15:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:42 • Sest 07:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:28 • Síðdegis: 15:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:48 • Síðdegis: 22:07 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft ljós, fölt blik’ og vísi þá til hins ljósa litar fuglsins.

Himbrimi (Gavia immer).

Í bókinni Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund P. Ólafsson (2005:153) er bent á að sumum þyki þessi skýring langsótt og vilji tengja fyrri liðinn við himin og heima en síðari liðinn við brína eða breima. „Fuglsheitið væri þá dregið af söng hans: Sá sem breimar eða brínir raustina heima eða (um himininn) svo að hann heyrist langt að.“ Allt er þetta óvíst. Vissulega heyrist vel í fuglinum og hann brýnir sannarlega raustina. Þegar hann gólar á vatni þykir það benda til vætu en góli hann á flugi á hann von á að hvessi.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvers vegna heitir himbrimi himbrimi? Hvað þýðir þetta og hvaðan kemur það?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.6.2011

Spyrjandi

Berglind Pétursdóttir, f. 1999

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2011, sótt 12. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59557.

Guðrún Kvaran. (2011, 29. júní). Hvers vegna heitir himbrimi því nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59557

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2011. Vefsíða. 12. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59557>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir himbrimi því nafni?
Uppruni orðsins himbrimi er óviss sem og hliðarmyndanna heimbrimi og himbríni. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:327) rekur Ásgeir Blöndal Magnússon skyldleika við norræn og vesturgermönsk mál og segir fyrri liðinn hugsanlega skyldan nafnorðinu híma í merkingunni ‛þunn skýjaslæða’ og færeysku hím ‛dauft ljós, fölt blik’ og vísi þá til hins ljósa litar fuglsins.

Himbrimi (Gavia immer).

Í bókinni Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund P. Ólafsson (2005:153) er bent á að sumum þyki þessi skýring langsótt og vilji tengja fyrri liðinn við himin og heima en síðari liðinn við brína eða breima. „Fuglsheitið væri þá dregið af söng hans: Sá sem breimar eða brínir raustina heima eða (um himininn) svo að hann heyrist langt að.“ Allt er þetta óvíst. Vissulega heyrist vel í fuglinum og hann brýnir sannarlega raustina. Þegar hann gólar á vatni þykir það benda til vætu en góli hann á flugi á hann von á að hvessi.

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvers vegna heitir himbrimi himbrimi? Hvað þýðir þetta og hvaðan kemur það?
...