Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er að fúlsa við einhverju og hver er uppruni sagnorðsins?
Spurningin í heild hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins að „fúlsa“, venjulega segir maður að maður fúlsi við einhverju en má maður líka segja að einhver fúlsi yfir einhverju? Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru fáeinar heimildir um sögnina að fúlsa og alltaf með forsetningunni við (fúlsa við einhverju). E...
Hvað þýðir orðasambandið "að liggja vel við höggi" og hvernig er hægt að nota það?
Orðasambandið að liggja vel við höggi er notað um þann sem auðvelt er að koma höggi á eða klekkja á. Það er notað bæði í eiginlegri merkingu í slagsmálum, þegar einhver stendur þannig að auðvelt er að slá til hans og hitta, og í óeiginlegri merkingu til dæmis í orðaskiptum. Einhver segir eitthvað sem annar grípur ...
Hvaða klabb er þetta þegar talað er um 'allt heila klabbið'?
Í nútímamáli virðist klabb fyrst og fremst notað í sambandinu (allt) heila klabbið 'allt saman’ og er notkunin óvirðuleg og niðrandi. Upphaflega merkingu orðsins klabb má ráða af orðum í nágrannamálum. Í nýnorsku er klabb notað um viðloðandi köggul, til dæmis snjóköggul undir skíðum. Í dönsku virðist orðið einkum ...
Hvernig getur þú soðið egg í nákvæmlega 9 mínútur með tveimur stundaglösum þar sem annað mælir 4 mínútur og hitt 7 mínútur?
Ætla má að spyrjandi hafi ekki í huga að sjóða egg með þessari aðferð, heldur sé spurningin frekar hugsuð sem heilabrot. Í svarinu verður þess vegna gengið út frá eftirfarandi: Sandurinn í stundaglösunum rennur alltaf niður með sama hraða. Hægt er að snúa stundaglösunum við „óendanlega hratt“, án þess að nokku...
Hvað er dám og að dáma og hvenær dámar manni og hvenær ekki?
Nafnorðið dámur merkir ‛lykt, keimur, þefur’. Sambandið að draga dám af einhverju eða einhverjum er notað um að verða fyrir áhrifum, mjög oft neikvæðum, eða líkjast einhverju eða einhverjum, samanber sambandið hver dregur dám af sínum sessunaut. Orðasambandið er þekkt frá því á 17. öld. Sögnin að dáma er...
Við hvað sýsla menn? Af hverju er sagnorðið dregið?
Í eldra máli var notað kvenkynsorðið sýsl í merkingunni ‛starf, embætti; embættissvæði’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur í Íslenskri orðsifjabók (1989:1012) að sögnin að sýsla ‛annast, starfa, fást við’ sé leidd af því orði fremur en kvenkynsorðinu sýsla. Samsvarandi sagnir finnast í grannmálunum, saman...
Hvað merkir að mæla við völu?
Orðabók Háskólans á ekki dæmi um orðasambandið að mæla við völu en aftur á móti dæmi um að velta völu eða völum í merkingunni að ‘tala óskýrt og þvöglulega’. Ekki er ólíklegt að bæði orðasamböndin merki hið sama. Vala í þessu sambandi er vafalítið smábein í hækillið sauðkindar á milli fótleggjar og langleggjar,...
Ef maður gleymir sér, þarf maður þá ekki að snúa við og ná í sig?
Eins og kom fram í niðurlagi svars við spurningunni Ef ég diffra vin minn og tegra hann svo, verður hann þá með fasta C eftir tegrunina? þá laumaði heimspekingurinn svari við þessari spurningu að sumarstarfsmanni Vísindavefsins. Margir kannast við að gleyma sér öðru hverju. Þetta gerist einna helst þegar fólk e...
Af hverju má ekki flytja tarantúlur til landsins?
Upprunalega spurningin var: Hver er ástæðan við banni á innflutningi á tarantúlum? Sú meginregla gildir á Íslandi að innflutningur hvers kyns dýra er bannaður samkvæmt 1. mgr. 2. gr. laga um innflutning dýra.[1] Tarantúlur falla undir þessa grein og því er innflutningur þeirra bannaður. Undantekning er gerð...
Hver var Þorgils gjallandi?
Rithöfundurinn sem kallaði sig Þorgils gjallanda hét réttu nafni Jón Stefánsson (1851-1915) og var þingeyskur bóndi. Hann spratt úr því menningarumhverfi sem þróaðist á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu undir lok 19. aldar þar sem ungt fólk sameinaðist um að kaupa og lesa nýjar og róttækar norrænar bókmennti...
Hver er merkingin í orðatiltækinu 'að tefla við páfann'?
Orðasambandið að tefla við páfann merkir ‘að ganga örna sinna, kúka’. Elst dæmi um það í ritmálssafni Orðabókarinnar er frá miðri 19. öld í bréfi frá Jónasi Hallgrímssyni. Af sama tagi eru orðasamböndin að heimsækja páfann, að tala við páfann og að gjalda páfanum skatt og eru þau öll yngri. Einnig er talað um að t...
Hver er uppruni sagnarinnar að bardúsa?
Sögnin að bardúsa ‛dútla, sýsla við’ og nafnorðið bardús ‛dútl, baks’ eru talin tökuorð af óvissum uppruna. Ásgeir Blöndal Magnússon giskar á tengsl við danska orðið bardus sem er upphrópun notuð til að lýsa undrun yfir einhverju óvæntu (Íslensk orðsifjabók 1989:41). Upphrópunin er komin úr þýsku barda...
Er vitað hvaða sjúkdómur hrjáði Jón þumlung?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað getið þið sagt mér um Jón þumlung og píslarsögu hans? Jón „þumlungur“ sem svo var oft nefndur hét Jón Magnússon og var um miðbik 17. aldar sóknarprestur að Eyri í Skutulsfirði, þar sem nú er Ísafjarðarbær. Séra Jón Magnússon er þekktastur fyrir að hafa orðið til þe...
Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum?
Upprunlega spurningin var:Af hverju er jarðhiti svona víða á Vestfjörðum, til dæmis á Reykjanesi við Djúp? Hafa Vestfirðir ekki jafnan verið taldir kalt svæði? Reykjanes við innanvert Ísafjarðardjúp er um margt merkur staður í sögu Íslands. Töluverðan jarðhita er að finna á nesinu og er hann í dag bæði nýttur t...
Erum við við eða ímyndun einhvers annars?
Þessa spurningu gætum við orðað svona: Erum við raunverulega til eða erum við bara í hugarheimi einhvers annars? Ef við erum til þá erum við sjálfstæðar manneskjur sem hafa sál og lifa í sameiginlegum heimi. Þá ráðum við yfir okkur sjálfum og þar með er svarið við spurningunni að við séum við og ekki ímyndun einh...