Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 130 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Af hverju þyrstir okkur í sætindi, og af hverju finnast okkur þau góð?

Við mannfólkið skynjum ferns konar bragð með tungunni, sætt, salt, súrt og beiskt, og fæðumst með þann eiginleika að þykja sætt bragð gott, beiskt og súrt vont en erum hlutlaus eða með einhvern áhuga á salti. Þetta mótast síðan enn frekar af reynslu okkar og verður til þess að okkur langar eða langar ekki í hinar ...

category-iconMálvísindi: almennt

Eru orðin „öðruvísi“ og „otherwise“ skyld?

Kvenkynsorðið vís í sambandinu öðru vís eða öðruvísi (sjaldnar öðruvísa, öðruvísu) merkir 'háttur, venja'. Það er til í nýnorsku sem vis í sömu merkingu og er bæði notað í kvenkyni og karlkyni. Orðið er einnig til í sænsku og dönsku sem vis. Í fornensku var orðmyndin wîs(e) og í fornháþýsku wîs(a), sbr. nútíma...

category-iconVísindi almennt

Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?

Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir t...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er eþos?

Gríska orðið eþos merkir siður eða venja eða karakter. Það var mikilvægt hugtak í mælskufræði Aristótelesar og er þaðan komið í bókmenntafræði nútímans. Í mælskufræði sinni gerir Aristóteles greinarmun á ólíkum tegundum sannana sem ræðumaðurinn getur notað til að styðja mál sitt og sannfæra áheyrendur. Annars v...

category-iconLögfræði

Hve langt er lögreglunni heimilt að ganga gagnvart einkalífi einstaklings, án sérstakrar heimildar?

Upphafleg spurning var svohljóðandi:Hver er réttur einstaklings gagnvart lögreglunni, þ.e. hversu langt er lögreglunni heimilt að ganga á einkalíf einstaklings án sérstakrar heimildar (með tilliti til eftirlits, húsleitar, líkamsleitar o.s.frv.)?Friðhelgi einkalífs er vernduð í 71. grein stjórnarskrár lýðveldisins...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til villtir gullfiskar og hver eru upprunaleg heimkynni þeirra?

Svokallaðir gullfiskar eru strangt til tekið aðeins ein tegund, Carassius auratus, en sú venja hefur skapast að kalla alla gulllitaða fiska í fiskabúrum og tjörnum þessu nafni. Gullfiskar tilheyra ætt karpa (Cyprinidae) og upprunalega lifa þeir villtir í vötnum og ám í Austur-Asíu. Náttúrulegir gullfiskar eru ...

category-iconLögfræði

Hver er munurinn á einkamálum og opinberum málum?

Í grófum dráttum felst munurinn þarna í því að í opinberum málum á ríkið aðild að málinu en í einkamálum eigast við tveir lögaðilar án þess að ríkið sé í hlutverki sækjanda. Um opinber mál gilda lög nr. 19 frá 1991 en um einkamál gilda lög nr. 91 frá 1991. Opinber mál eru í rauninni mál sem ríkið rekur vegna b...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Væri hægt að hafa jarfa sem gæludýr?

Það er yfirleitt ekki mælt með því að einstaklingar taki inn á heimili sín villt dýr, enda getur verið afar erfitt að venja þau af villtu eðli sínu. Þó hefur undirritaður heimildir fyrir því að jarfar (Gulo gulo) séu í einhverjum tilvikum hafðir sem gæludýr í Bandaríkjunum. Þeir eru þó ekki eins algengir og fjölmö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig stendur á því að við segjum Sigurðardóttir en Sigurðsson, þ.e. höfum tvær mismunandi eignarfallsendingar?

Eignarfall nafnsins Sigurður var í elsta máli nær alltaf Sigurðar. Sama gilti um nafnið Guðmundur, í eignarfalli Guðmundar. Nafnið Magnús var einnig í eignarfalli Magnúsar en sem föðurnafn Magnússon, Magnúsdóttir, þ.e. -son/dóttir er skeytt aftan við stofn nafnsins og virðist það hafa verið ríkjandi venja fram til...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvenær var byrjað að rita ð á Íslandi?

Stafurinn þ var í elstu handritum ekki aðeins notaður í framstöðu (fremst í orði) eins og nú heldur einnig í innstöðu (inni í orði) og bakstöðu (aftast í orði) þar sem nú er skrifað ð, til dæmis þýða, það. Í þessum orðum var þá ritað þ þar sem nú er ð. Stafurinn ð er hingað kominn frá Norðmönnum sem tóku hann upp ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað nefnast karlkyns og kvenkyns kanínur?

Á ensku nefnist karlkanínan „buck“, en það orð er einnig notað um karlspendýr af hjartarætt. Til eru nokkur mismunandi heiti á íslensku yfir þetta enska orð eftir tegundum, til dæmis hafur, hrútur og tarfur. Kvenkanínan er á ensku kölluð „doe“ sem á sama hátt nær yfir kvendýr hjarta, antilópa, geita og skyldra dýr...

category-iconHugvísindi

Af hverju fleyta menn "kerlingar"?

Ólafur Davíðsson þjóðfræðingur flokkar orðasamböndin að flytja kerlingar eða fleyta kerlingar undir kastfimi en tekur fram að ekki sé um mikla íþrótt að ræða (1887:92–93). Þessi leikur er allgamall og er meðal annars sagt frá honum í orðabókarhandriti Jóns Ólafssonar úr Grunnuvík frá 18. öld undir heitinu flytja ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?

Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis. Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996. Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eyðileggst þegar rafeindabúnaður verður fyrir rafsegulhöggi?

Það er fyrst og fremst einangrunin sem eyðileggst í rafbúnaði sem verður fyrir spennuhöggi. Einangrun er nauðsynleg til þess að halda spennuhafa hlutum, það er þeim hlutum tækisins sem spenna er á, frá til dæmis umgjörð tækja og búnaði. Þegar einangrunin skemmist myndast leið í gegnum einangrunina fyrir strauminn ...

category-iconFélagsvísindi

Hvaðan kemur sú hefð að lögmenn og dómarar klæðist skikkjum í réttarsölum?

Dómarar og lögmenn klæðast víða á áþekkan hátt og eru í skikkjum eða slám við réttarhöld. Víða þekkist einnig að dómarar og lögmenn setji upp hárkollur við réttarhöld en sá siður hefur þó ekki borist hingað til lands. Dæmi um klæðnað sem sjá má í breskum réttarsölum. Sú hefð að dómarar klæðist skikkjum á upptök...

Fleiri niðurstöður