Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis.

Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996.

Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan við titilinn ef embættismaðurinn er kona. Ekki er til dæmis hægt að segja *forsetaherra, *ráðherraherra, ekki einu sinni ef titlinum væri breytt í forseta eða ráðfrú. Gömul venja er að nota herra aðeins um tvo embættismenn, forsetann og biskupinn, samanber vísuna:
„Komið þér sælir séra minn“

sagði ég við biskupinn.

Aftur á móti ansaði hinn:

„Þér áttuð að segja herra minn.“
Nokkrum sinnum hefur komið til tals að breyta titli ráðherra, sendiherra og fleiri ef um konur er að ræða en slíkt hefur ekki náð fram að ganga. Á meðan ekkert gott orð er til yfir makann segjum við: „Eiginmaður Jónu Jónsdóttur ráðherra, Jón Jónsson, mætti með henni á opnunina.“

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hæ! Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum og datt inn á orðið forseti. Segjum sem svo að kona væri kosin forseti á Íslandi; hvað væri eiginmaður hennar kallaður? Er eitthvað íslenskt orð yfir slíkt?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

2.4.2013

Spyrjandi

Ugla Stefanía Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2013, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64291.

Guðrún Kvaran. (2013, 2. apríl). Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64291

Guðrún Kvaran. „Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2013. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64291>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum. Ef kona væri forseti, hvað væri eiginmaður hennar kallaður?
Ekkert sérstakt orð er til yfir maka forseta eða annarra embættismanna ef þeir eru karlkyns. Um konur má skeyta orðinu –frú aftan við titilinn, forsetafrú, ráðherrafrú, sendiherrafrú og svo framvegis.

Frú Vigdís Finnbogadóttir var forseti Íslands frá 1980-1996.

Ekki er á sama hátt hægt að setja –herra aftan við titilinn ef embættismaðurinn er kona. Ekki er til dæmis hægt að segja *forsetaherra, *ráðherraherra, ekki einu sinni ef titlinum væri breytt í forseta eða ráðfrú. Gömul venja er að nota herra aðeins um tvo embættismenn, forsetann og biskupinn, samanber vísuna:
„Komið þér sælir séra minn“

sagði ég við biskupinn.

Aftur á móti ansaði hinn:

„Þér áttuð að segja herra minn.“
Nokkrum sinnum hefur komið til tals að breyta titli ráðherra, sendiherra og fleiri ef um konur er að ræða en slíkt hefur ekki náð fram að ganga. Á meðan ekkert gott orð er til yfir makann segjum við: „Eiginmaður Jónu Jónsdóttur ráðherra, Jón Jónsson, mætti með henni á opnunina.“

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Hæ! Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum og datt inn á orðið forseti. Segjum sem svo að kona væri kosin forseti á Íslandi; hvað væri eiginmaður hennar kallaður? Er eitthvað íslenskt orð yfir slíkt?

...