„Komið þér sælir séra minn“ sagði ég við biskupinn. Aftur á móti ansaði hinn: „Þér áttuð að segja herra minn.“Nokkrum sinnum hefur komið til tals að breyta titli ráðherra, sendiherra og fleiri ef um konur er að ræða en slíkt hefur ekki náð fram að ganga. Á meðan ekkert gott orð er til yfir makann segjum við: „Eiginmaður Jónu Jónsdóttur ráðherra, Jón Jónsson, mætti með henni á opnunina.“ Mynd:
- Vigdís Finnbogadóttir - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið. (Sótt 15.3.2013).
Hæ! Ég var að velta fyrir mér kynjuðum starfsheitum og titlum og datt inn á orðið forseti. Segjum sem svo að kona væri kosin forseti á Íslandi; hvað væri eiginmaður hennar kallaður? Er eitthvað íslenskt orð yfir slíkt?