Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 68 svör fundust
Ef ég er bitin af villtu dýri á Íslandi gæti ég þá smitast af hundaæði?
Hundaæði er bráð heilabólga sem öll spendýr geta smitast af. Sjúkdómurinn orsakast af hundaæðiveiru (e. rabies virus) og smitast venjulega með biti sjúks dýrs en veiran getur einnig komist í gegnum slímhúðir í munni og augum ef til dæmis munnvatn úr sjúku dýri berst þangað. Veiran kemst í taugar á smitstað og bers...
Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?
Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...
Hver eru algengustu einkenni lungnakrabbameins?
Einkenni lungnakrabbameina eru margvísleg, en algengust eru einkenni frá brjóstholi. Lungnakrabbamein getur þó einnig greinst fyrir tilviljun við myndatöku vegna annarra sjúkdóma, til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma eða eftir áverka.[1][2] Algengustu einkenni lungnakrabbameins eru eftirfarandi: hósti brjóstve...
Hvað gerir hjartað og hvað veldur hjartaáfalli?
Hér er einnig svar við spurningunni Hvað er hjartakveisa? Hjartað er fjögurra hólfa dæla. Tvö efri hólfin, svokallaðar gáttir eða forhólf, taka við blóðinu úr líkamanum. Sú hægri tekur við súrefnissnauðu blóði frá öllum vefjum líkamans og sú vinstri tekur við súrefnisríku blóði frá lungunum. Blóðið rennu...
Eru tennurnar bein?
Tennur eru ekki bein, en þær sitja í beini. Tennur eru gerðar úr fjórum vefjum. Ysti vefurinn er svokallaður glerungur (e. enamel) sem er harðasta efni líkamans. Meginefni hans eða um 96% eru ólífræn steinefni, en afgangurinn er vatn og lífræn efni. Eðlilegur litur glerungs er allt frá ljósgulum til gráhvíts, en s...
Hvað er axlarklemma?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...
Er MND arfgengur sjúkdómur?
MND stendur fyrir Motor neuron disease, eða hreyfitaugungahrörnun. Til eru nokkrar tegundir af MND en algengasta form sjúkdómsins kallast Amyotrophic lateral sclerosis (ALS) eða blönduð hreyfitaugungahrörnun. Sjúkdómurinn felur í sér að hreyfitaugungar deyja af óþekktum orsökum og geta ekki lengur sent skilaboð ...
Hvað er Asperger-heilkenni?
Talað er um heilkenni (e. syndrome) þegar ákveðið samansafn einkenna er til staðar hjá einstaklingi. Asperger-heilkenni er gagntæk truflun á þroska (e. pervasive developmental disorders eða PDD), sem flokkast með einhverfu. Megineinkenni þessarar truflunar koma í ljós snemma í bernsku og haldast síðan óbreytt, þót...
Hvaða efni eru notuð til svæfingar fyrir aðgerð og gera það að verkum að maður verður tilfinningalaus?
Í nútíma svæfingalæknisfræði er notast við nokkra mismunandi lyfjaflokka til að gera skurðlæknum kleift að framkvæma skurðaðgerðir án sársauka. Innöndun á rokgjörnum svæfingalyfjum hefur verið notuð til svæfinga síðan um miðja nítjándu öld. Eter var fyrst notaður árið 1846 og var það fyrsta lyfið í flokki lyfj...
Hvers vegna telst svampur vera dýr en ekki planta?
Plöntur eru fjölfrumungar með blaðgrænu og mynda sjálfar fæðu úr ólífrænum efnum með ljóstillífun. Svampar hafa ekki grænukorn og ljóstillífa þar af leiðandi ekki. Þeir eru því ekki frumbjarga eins og plöntur. Þeir hafa heldur ekki frumuveggi eins og plöntur. Þar af leiðandi hafa svampar verið taldir til dýra en ...
Af hverju fær maður sinaskeiðabólgu og hvernig er hægt að losna við hana?
Sinar eru úr þéttum bandvef og tengja vöðva við bein. Á handarbaki eru sinar sem sjá um að rétta fingur en í lófa eru þær sinar sem beygja fingur. Átta bein mynda úlnliðinn og lófamegin liggur trefjabandvefur (e. flexor retinaculum) milli fjögurra þeirra og myndar göng (e. carpal tunnel) sem sinarnar liggja um. Fl...
Dreymir dýr? Eru til rannsóknir á draumum dýra?
Rannsóknir á svefni dýra eru fyrst og fremst byggðar á atferlisathugunum en einnig, þar sem því verður við komið, á beinum mælingum. Þá eru mældir ýmsir lífeðlisfræðilegir þættir, þar á meðal heilarit, vöðvaspenna, öndun og hjartarit. Aðeins lítið brot af fjölskrúðugri tegundamergð dýraríkisins hefur verið sko...
Hvað er draugaverkur? Er þetta fyrirbæri til eða er þetta bara kerlingasögur?
Þessi spurning hefur reynst okkur allerfið. Við byrjuðum á því að fletta upp í öllum tiltækum orðabókum og í ritmálssafni og talmálssafni Orðabókar Háskólans en fundum orðið hvergi. Af því drógum við þá ályktun að orðið væri að minnsta kosti fágætt og hugsanlega nýtt í málinu. Síðan birtum við drög að þessu svari ...
Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?
Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun. ...
Endurnýjast allar frumur líkamans endalaust?
Frumur líkamans endurnýjast ekki endalaust. Það er mjög misjafnt eftir vefjagerðum hversu hröð endurnýjunin er. Beinvefur grær til dæmis hratt eftir brot og vefir húðarinnar og slímhúða endurnýjast hratt, enda verður mikið slit á þeim. Vöðvavefir, taugavefir og sumir blóðvefir endurnýjast hins vegar mjög lítið eft...