- hósti
- brjóstverkur
- blóðhósti
- andnauð
- öng og soghljóð
- hæsi
- þyngdartap
- lystarleysi
- slappleiki
- þreyta
- holæðarheilkenni (e. superior vena cava syndrome)
- pancoast-heilkenni
Einkenni sem tengjast staðsetningu æxlis í brjóstholi
Hósti er algengasta einkenni lungnakrabbameins og kemur fyrir hjá um helmingi sjúklinga.[3][4] Þar á eftir fylgja brjóstverkur, mæði og blóðhósti, sem þó er oftast vægur.[5] Allt að helmingur sjúklinga kvartar um brjóstverk sem stundum er takverkur sem versnar við innöndun,[6] en getur líka verið þyngslaverkur þeim megin sem æxlið situr. Mæði er algengt einkenni lungnakrabbameins og kemur fyrir hjá allt að 45% sjúklinga.[7] Önghljóð heyrast í útöndun þegar æxli þrengja að meginberkjum og soghljóð (stridor) getur heyrst við innöndun við sömu aðstæður. Hæsi stafar hins vegar yfirleitt af æxlisvexti miðlægt í vinstra lunga, en þeim megin er taug (e. recurrent laryngeal nerve) sem teygir sig áleiðis að lungnaporti (hilus), og ef æxlið þrengir að henni kemur fram hæsi.
Svonefnt pancoast-heilkenni kemur fram þegar lungnakrabbamein er staðsett í efsta hluta lungans og vex með ífarandi hætti í rif og nálægar taugar. Horners-heilkenni getur fylgt pancoastæxlum og stafar af ífarandi vexti í taugahnoð (stellate ganglion). Sést þá sigið augnlok, þröngt sjáaldur (miosis) og minnkuð svitamyndun sömu megin í andliti.
- ^ Beckles MA, Spiro SG, Colice GL, Rudd RM. Initial evaluation of the patient with lung cancer: symptoms, signs, laboratory tests, and paraneoplastic syndromes. Chest. 2003;123(1 Suppl):97S-104S.
- ^ Spiro SG, Gould MK, Colice GL, American College of Chest P. Initial evaluation of the patient with lung cancer: symptoms, signs, laboratory tests, and paraneoplastic syndromes: ACCP evidenced-based clinical practice guidelines (2nd edition). Chest. 2007;132(3 Suppl):149S- -160S.
- ^ Pretreatment evaluation of non-small-cell lung cancer. The American Thoracic Society and The European Respiratory Society. Am J Respir Crit Care Med. 1997;156(1):320-332.
- ^ Koyi H, Hillerdal G, Branden E. A prospective study of a total material of lung cancer from a county in Sweden 1997-1999: gender, symptoms, type, stage, and smoking habits. Lung Cancer. 2002;36(1):9-14.
- ^ Buccheri G, Ferrigno D. Lung cancer: clinical presentation and specialist referral time. Eur Respir J. 2004;24(6):898-904.
- ^ Sama heimild og í nr. 2.
- ^ Kocher F, Hilbe W, Seeber A, Pircher A, Schmid T, Greil R, et al. Longitudinal analysis of 2293 NSCLC patients: a comprehensive study from the TYROL registry. Lung Cancer. 2015;87(2):193-200.
- ^ Sama heimild og í nr. 2.