Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 284 svör fundust

category-iconMálvísindi: almennt

Hvenær voru þýska og hollenska sama tungumálið?

Bæði þýska og hollenska teljast til germanskra mála. Vaninn er að skipta germönskum málum í þrjá hópa: Þýska og hollenska teljast til vestur-germönsku, gotneska taldist til austur-germönsku og Norðurlandamálin tilheyra flest norður-germönsku. Vestur-germönsk mál greindust snemma í mállýskur. Hollenska varð upph...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...

category-iconBekkirnir spyrja

Hvernig verður maður til?

Við eigum svar við þessari spurningu eftir Þuríði Þorbjarnardóttur. Þú getur lesið svarið með því að smella hér. Við hvetjum einnig lesendur til að lesa eftirfarandi svör: Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?Er hið „örugga“ tímabil kvenna til?...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?

Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til. Sem dæmi má taka hagvöxt,...

category-iconVeðurfræði

Hvað var heitt að meðaltali árið 2004?

Árið 2004 var hlýtt um land allt, í flestum landshlutum hið fimmta til áttunda hlýjasta frá upphafi mælinga. Árið var þó yfirleitt um hálfu stigi kaldara en árið 2003. Að slepptu árinu 2003 þarf að fara 4 til 6 áratugi aftur í tímann til að finna jafn hlý ár eða hlýrri. Í Reykjavík var árið hið níunda í röð þar se...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað var endurreisnartímabilið og hvað var svona merkilegt við það í myndlist?

Orðið endurreisn er haft um það tímabil í mannkynssögunni sem tekur við af miðöldum. Á ýmsum erlendum tungumálum er notast við orðið 'renaissance' en það merkir bókstaflega „endurfæðing“ og vísar til þess að endurreisnarmenn vildu margir endurvekja klassíska menningu Forngrikkja og Rómverja sem hafði fallið í ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvaða ártöl notuðu víkingar?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvaða ártal notuðu víkingar? Til dæmis það sem við köllum núna árið 870 hvað kölluðu landnámsmenn það ár? Kristnir menn voru ekki fyrstir til að telja ár í einni röð frá einum upphafspunkti. Í Rómaveldi voru ár talin frá stofnun Rómaborgar, sem var árið 753 fyrir Krist samkvæmt...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er „fé í húfi“?

Enska hugtakið Value at Risk, skammstafað VAR, hefur verið þýtt á íslensku sem fé í húfi eða áhættuvirði. Hér verður notuð þýðingin fé í húfi. Með fé í húfi er átt við hve mikið er talið að virði tiltekins eignasafns geti rýrnað á tilteknu tímabili undir eðlilegum kringumstæðum, það er þannig að tiltölulega lit...

category-iconLæknisfræði

Hefur nýgengi eitlakrabbameins aukist á undanförnum árum?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hefur nýgengi eitlakrabbameins (Hodgkins) aukist á undanförnum árum? Eru einhverjar rannsóknir til um áhættuhópa? Hodgkins-sjúkdómur, sem er krabbamein í eitilfrumum, er ekki meðal þeirra meina sem eru í 15 efstu sætum hvað varðar árlegt nýgengi á Íslandi. Um hann gildir e...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær eru aldamót, og af hverju hélt fólk að þau væru um áramótin 1999/2000?

Aldamót eru þegar hundraðasta ári aldarinnar lýkur og næsta ár tekur við. Þannig mætast 20. og 21. öldin um áramótin 2000/2001 og þá eru um leið árþúsundamót; annað og þriðja árþúsundið í tímatali okkar mætast. Þetta svar má rökstyðja bæði með almennri vísun til þess hvernig við teljum hluti, tugi, tylftir, hundru...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru miklar líkur á því að Snæfellsjökull gjósi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt ef miðað er við orðanna hljóðan: Það eru næstum 100% líkur á því að Snæfellsjökull gjósi. Megineldstöðin Snæfellsjökull ber öll merki þess að vera virk. Hún hefur gosið nokkrum sinnum á síðustu 10.000 árum og er ein af um það bil 30 virkum megineldstöðvum á Íslandi. ...

category-iconJarðvísindi

Hver er munurinn á kuldaskeiði og ísöld?

Við lifum á ísöld en ekki á kuldaskeiði heldur á hlýskeiði. Ísöld er skilgreind sem tímabil þegar hluti jarðarinnar er hulinn jöklum og hafís. Jöklar eru nú í fjöllum í öllum heimsálfum, miklar jökulbreiður eru á Grænlandi og Suðurskautslandinu og Norður-Íshafið er hulið ís. Um 10% af yfirborði jarðar eru þakin jö...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er misseri?

Orðið misseri merkir einfaldlega hálft ár eða sex mánuðir en er stundum notað um skemmri tímabil sem markast af árstíðunum. Kennsluári í háskóla er til dæmis skipt í tvö misseri, haustmisseri og vormisseri. Víða erlendis skiptist háskólaárið í tvö semester. Það orð er dregið af latneska orðinu 'semestris' sem e...

category-iconJarðvísindi

Er „kolefnisklukkan” alltaf áreiðanleg?

Frumkvöðlar geislakolsaðferðarinnar gerðu ráð fyrir því að hlutfall C-14 í andrúmsloftinu breyttist ekki með tímanum — það er að segja að geimgeislastreymið sem myndar C-14 úr köfnunarefni væri stöðugt. Síðar kom í ljós að málið er ekki svo einfalt, og að eitt er geislakolsaldur og annað „raunverulegur aldur“. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hefur það svipuð áhrif á ungviði mismunandi dýrategunda að alast upp án eldri einstaklinga sömu tegundar?

Þar sem reynsla og félagslegt uppeldi skiptir máli hjá fjölmörgum tegundum fugla og spendýra hefur það óneitanlega mikil áhrif á félagsmótun og jafnvel hæfni einstaklinga hvort þeir alast upp meðal eldri einstaklinga eða ekki. Það er þó erfitt að átta sig á hvort ungviði ólíkra dýrategunda verði fyrir svipuðum áhr...

Fleiri niðurstöður