Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?

Gylfi Magnússon

Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til.

Sem dæmi má taka hagvöxt, það er vöxt vergrar landsframleiðslu Íslands. Metið hefur verið að hagvöxtur hafi verið eftirfarandi árin 1990 til 2002 (áætlun fyrir 2001 og 2002):

1990 1,2%
19910,7%
1992-3,3%
19930,6%
19944,5%
19950,1%
19965,2%
19974,6%
19984,8%
19993,9%
20005,5%
20013,6%
2002-0,3%

Eins og sjá má sveiflast hagvöxturinn töluvert á milli ára. Ef reiknað er hreyfanlegt meðaltal minnka sveiflurnar talsvert. Til dæmis fæst ef tekin eru tvö ár í einu:

1990-1991 1,0%
1991-1992-1,3%
1992-1993-1,4%
1993-19942,6%
1994-19952,3%
1995-19962,7%
1996-19974,9%
1997-19984,7%
1998-19994,4%
1999-20004,7%
2000-20014,6%
2001-20021,7%

Gildið fyrir 1990 til 1991 er einfaldlega meðaltalið af gildunum fyrir 1990 og 1991, það er (1,2%+0,7%)/2 = 0,95% sem hækkar í 1,0% ef notaður er einn aukastafur. Sama aðferð er notuð fyrir öll pör ára. Einnig hefði verið hægt að taka meðaltal fyrir þrjú ár í einu og svo framvegis. Ýmsar ástæður eru fyrir því að nota hlaupandi meðaltal sem oftast má rekja til þess að reynt er að draga úr áhrifum skammtímasveiflna, það er horfa á nokkur tímabil í einu í stað eins í senn.

Stundum er líka reiknað út vegið hlaupandi meðaltal. Þá hafa ekki öll sama vægi, til dæmis gæti síðasta tímabilið sem notað er hverju sinni til að reikna meðaltal haft meira vægi en fyrri tímabil.

Hlaupandi meðaltal getur stundum gefið vísbendingu um framtíðina og því hægt að nota það til að spá. Sem dæmi má taka að nota mætti meðaltal hagvaxtar áranna 2001 og 2002 sem spá fyrir hagvöxt ársins 2003. Það fer vitaskuld eftir því hvaða fyrirbrigði er til skoðunar hvort þetta er vænleg spáaðferð. Kostur hlaupandi meðaltals sem spátækis er nokkuð augljós, það er mjög einfalt að reikna slíkt meðaltal. Hugmyndin er líka auðskilin, því er einfaldlega spáð að framtíðin verði eins og fortíðin að meðaltali. Oftast er þó væntanlega hægt að gera betur, það er ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir um líklegar breytingar á því fyrirbrigði sem er til skoðunar.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.2.2003

Spyrjandi

Sigurður Hjaltason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?“ Vísindavefurinn, 28. febrúar 2003, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3184.

Gylfi Magnússon. (2003, 28. febrúar). Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3184

Gylfi Magnússon. „Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?“ Vísindavefurinn. 28. feb. 2003. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3184>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er hlaupandi meðaltal, er það oft notað og hversu nákvæmt er það í spám sínum?
Hlaupandi meðaltal er þýðing á enska hugtakinu moving average. Það hefur einnig verið kallað hreyfið meðaltal og hreyfanlegt meðaltal. Með því er einfaldlega átt við meðaltal einhverrar tiltekinnar stærðar yfir tímabil með tiltekinni lengd, en upphaf tímabilsins færist hins vegar til.

Sem dæmi má taka hagvöxt, það er vöxt vergrar landsframleiðslu Íslands. Metið hefur verið að hagvöxtur hafi verið eftirfarandi árin 1990 til 2002 (áætlun fyrir 2001 og 2002):

1990 1,2%
19910,7%
1992-3,3%
19930,6%
19944,5%
19950,1%
19965,2%
19974,6%
19984,8%
19993,9%
20005,5%
20013,6%
2002-0,3%

Eins og sjá má sveiflast hagvöxturinn töluvert á milli ára. Ef reiknað er hreyfanlegt meðaltal minnka sveiflurnar talsvert. Til dæmis fæst ef tekin eru tvö ár í einu:

1990-1991 1,0%
1991-1992-1,3%
1992-1993-1,4%
1993-19942,6%
1994-19952,3%
1995-19962,7%
1996-19974,9%
1997-19984,7%
1998-19994,4%
1999-20004,7%
2000-20014,6%
2001-20021,7%

Gildið fyrir 1990 til 1991 er einfaldlega meðaltalið af gildunum fyrir 1990 og 1991, það er (1,2%+0,7%)/2 = 0,95% sem hækkar í 1,0% ef notaður er einn aukastafur. Sama aðferð er notuð fyrir öll pör ára. Einnig hefði verið hægt að taka meðaltal fyrir þrjú ár í einu og svo framvegis. Ýmsar ástæður eru fyrir því að nota hlaupandi meðaltal sem oftast má rekja til þess að reynt er að draga úr áhrifum skammtímasveiflna, það er horfa á nokkur tímabil í einu í stað eins í senn.

Stundum er líka reiknað út vegið hlaupandi meðaltal. Þá hafa ekki öll sama vægi, til dæmis gæti síðasta tímabilið sem notað er hverju sinni til að reikna meðaltal haft meira vægi en fyrri tímabil.

Hlaupandi meðaltal getur stundum gefið vísbendingu um framtíðina og því hægt að nota það til að spá. Sem dæmi má taka að nota mætti meðaltal hagvaxtar áranna 2001 og 2002 sem spá fyrir hagvöxt ársins 2003. Það fer vitaskuld eftir því hvaða fyrirbrigði er til skoðunar hvort þetta er vænleg spáaðferð. Kostur hlaupandi meðaltals sem spátækis er nokkuð augljós, það er mjög einfalt að reikna slíkt meðaltal. Hugmyndin er líka auðskilin, því er einfaldlega spáð að framtíðin verði eins og fortíðin að meðaltali. Oftast er þó væntanlega hægt að gera betur, það er ef einhverjar upplýsingar liggja fyrir um líklegar breytingar á því fyrirbrigði sem er til skoðunar....