Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 43 svör fundust

category-iconTölvunarfræði

Hver er munurinn á PCI-, PCI Express- og AGP-raufum?

Svonefndar PCI-, PCI Express- og AGP-raufar (e. slots) eru hraðvirk tengi á móðurborðum. Raufarnar eru notaðar til að bæta virkni við móðurborðið í tölvunni, til dæmis skjákort, netkort, diskastýringar, sjónvarpskort og hljóðkort. Helsti munurinn á þeim er aldur þeirra og samskiptahraðinn. PCI Express-, AGP- og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er vatn vökvi við stofuhita en vetni og súrefni lofttegundir?

Vatn hefur sameindaformúluna (e. molecular formula) H2O. Bókstafurinn H stendur fyrir vetni og O fyrir súrefni. Vatn er því samsett úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bygging vatnssameindarinnar sést hér á myndinni fyrir neðan, hvor vetnisfrumeind binst súrefnisfrumeindinni með einu efnatengi o...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju verður hár krullað?

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið eykt komið? Hver er upprunaleg merking þess?

Hér er jafnframt svarað spurningu Björgvins Ármannssonar Hver er uppruni orðsins eykt? Hver er skyldleiki þess við önnur orð í íslensku eða öðrum málum? Orðið eykt er notað annars vegar um þrjár klukkustundir og hins vegar um tímann frá 3.30–4.30. Það finnst einnig í öðrum Norðurlandamálum, til dæmis nýnorsku ø...

category-iconEfnafræði

Hvað er ATP?

ATP er skammstöfun fyrir adenosine triphosphate eða adenósín þrífosfat á íslensku. Þetta er lífrænt efnasamband sem finnst í öllum frumum. ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans. Eins og nafnið bendir til eru þrír fosfathópar í hverri sameind af ATP. Efnatengin milli fosfathópanna...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna verður vatn eins og kúla í laginu í þyngdarleysi?

Hér er einnig svarað spurningunum:Af hverju verður vatnsdropi sem maður lætur detta á borð alltaf kúlulaga? Hvað gerist þegar vatn fer í þyngdarleysi, t.d. í geimnum? Byrjum á að skoða vatn á vökvaformi og eiginleika þess. Milli vatnssameinda ríkja vetnistengi (e. hydrogen bonds), sem eru með sterkustu aðdrát...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heita Landeyjar þessu nafni?

Nafnið á Landeyjum helgast af vatnsföllum sem um þær renna svo að þær eru sem eyjar. Þannig segir Eggert Ólafsson frá í ferðabók sinni og Bjarna Pálssonar frá 1752-57: Þar fyrir austan eru ósar Markarfljóts í þrennu lagi, sem ásamt öðrum vötnum og hafinu fyrir utan lykja um Landeyjar að mestu leyti. Stærsta eyjan...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er sameind?

Með öflugustu smásjám sem til eru í dag, sem hafa meira en milljónfalda stækkun, má sjá að ýmis efni eru búin til úr litlum óreglulegum ögnum sem eru kallaðar sameindir (einnig stundum nefndar "mólikúl" eftir alþjóðlega heitinu, samanber "molecule" á ensku). Við nánari athugun má sjá að þessar "óreglulegu" sameind...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur: Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margar frumeindir í einni súrefnissameind?

Hvert frumefni hefur ákveðið efnatákn sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum. Til dæmis hefur súrefni efnatáknið O, vetni H, kolefni C, helín He og svo mætti lengi telja. Uppbyggingu efna er hægt að lýsa með nokkrum efnaformúlum. Í svonefndri sameindaformúlu (e. molecular formula) kemur fram hvaða fru...

category-iconEfnafræði

Hvers vegna er bensín þynnra en vatn?

Vatn og bensín eru bæði vökvar við stofuhita. Vatn er einungis byggt upp af vatnssameindum og er því hreint efni. Nánar til tekið er vatn efnasamband (e. chemical compound) sem hefur efnaformúluna H2O. Vatnsameindir eru því samsettar úr einni súrefnisfrumeind og tveimur vetnisfrumeindum. Bensín er hins vegar efnab...

category-iconEfnafræði

Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?

Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...

category-iconFélagsvísindi

Fyrir hvaða rannsóknir hlaut Edmund Phelps Nóbelsverðlaun í hagfræði 2006?

Nú nýlega var tilkynnt að Edmund S. Phelps frá Columbia-háskóla í New York hljóti minningarverðlaun Nóbels í hagfræði 2006. Verðlaunin fær Phelps fyrir rannsóknir sínar á því hvernig hagstjórn getur haft mismunandi áhrif til skamms og langs tíma. Phelps hefur sérstaklega beint sjónum sínum að sambandinu milli ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verkar hátalari?

Hátalarar eru órjúfanlegur þáttur í okkar daglega lífi og er hlutverk þeirra að taka við upplýsingum á formi rafbylgna eða -sveiflna og skila þeim sem hljóðbylgjum. Hljóðnemar breyta hljóðbylgjum í rafbylgjur sem hægt er að geyma eða senda langar vegalengdir. Hátalarar nema rafbylgjurnar og túlka þær til baka í h...

category-iconHeimspeki

Hvað er líknardauði og hver er munurinn á líknardrápi og líknar- eða líknandi meðferð?

Gríska hugtakið evþanasia þýðir einfaldlega góður dauðdagi. Ég tengi þessa hugmynd einna helst við það þegar gamalt fólk fær hæglátan dauða í svefni í heimahúsi. Það er svo heppið að deyja Drottni sínum þjáningalaust og án afskipta heilbrigðisstétta, ef svo má segja. Tilvik af þessu tagi eru aftur á móti sjald...

Fleiri niðurstöður