Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?

ÍDÞ

Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur:

Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Efnið sem hárið er úr nefnist keratín. Ysta lag húðarinnar, hornhúðin, er einnig úr keratíni og yfirborð þess er, líkt og hárið, úr dauðum, hyrndum keratínfrumum.

Í svari undirritaðs við spurningunni: Af hverju verður hár krullað? kemur svo eftirfarandi fram:
Í prótíninu eru breinnisteinsatóm. Tvö brennisteinsatóm í sama prótíni geta tengst og þá krullast hárið. Þeim mun fleiri brennisteinsatóm sem tengjast, þeim mun meira krullast hárið. Þegar fólk með slétt hár fer í lagningu og fær krullur þá er verið að mynda tengi á milli brennisteinsatómanna. Breytingin á hárinu er þá aðeins tímabundin. Nýja hárið sem vex mun halda áfram að vera eins og það var upprunalega.

Félagarnir úr myndinni Superbad eru með mismunandi hár, annar með krullað en hinn slétt.

Hvort að fólk verði með krullað hár eða slétt hár fer svo eftir erfðum hvers og eins. Talað er um ríkjandi og víkjandi gen. Þannig er krullað hár víkjandi. Sá sem er með krullað hár er arfhreinn um krullað hár. Hann hefur þá erft það frá báðum foreldrum. En hafi aðili erft krullað hár frá öðru foreldri en slétt hár frá hinu verður sá hinn sami með slétt hár. Einstaklingar með slétt hár geta þannig átt barn með krullað hár, erfi barnið krullað gen frá bæði móður og föður, svo framarlega sem foreldrarnir hafi krullað gen, það er séu ekki arfhreinir. En sé annað eða báðir foreldrarnir arfhreinir fyrir slétt hár, verður barnið með slétt hár.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

11.4.2011

Spyrjandi

Heba Líf Jónsdóttir, f. 1996

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2011, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59375.

ÍDÞ. (2011, 11. apríl). Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59375

ÍDÞ. „Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2011. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59375>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru sumir með krullað hár en aðrir með slétt hár?
Í svari EMB við spurningunni: Af hverju vex hárið? stendur:

Hár er myndað úr dauðum þekjufrumum. Sá endi hárs sem er inni í húðinni nefnist rót. Rótin er inni í hársekk inni í því lagi húðarinnar sem nefnist leðurhúð. Í hársekknum myndast nýjar þekjuvefsfrumur í sífellu. Þekjuvefsfrumurnar hyrnast svo og deyja og þrýstast út í ræmum sem við köllum hár. Þar sem nýjar frumur halda áfram að myndast í rótinni þrýstast gömlu, dauðu frumurnar áfram lengra og lengra út og hárið vex.

Efnið sem hárið er úr nefnist keratín. Ysta lag húðarinnar, hornhúðin, er einnig úr keratíni og yfirborð þess er, líkt og hárið, úr dauðum, hyrndum keratínfrumum.

Í svari undirritaðs við spurningunni: Af hverju verður hár krullað? kemur svo eftirfarandi fram:
Í prótíninu eru breinnisteinsatóm. Tvö brennisteinsatóm í sama prótíni geta tengst og þá krullast hárið. Þeim mun fleiri brennisteinsatóm sem tengjast, þeim mun meira krullast hárið. Þegar fólk með slétt hár fer í lagningu og fær krullur þá er verið að mynda tengi á milli brennisteinsatómanna. Breytingin á hárinu er þá aðeins tímabundin. Nýja hárið sem vex mun halda áfram að vera eins og það var upprunalega.

Félagarnir úr myndinni Superbad eru með mismunandi hár, annar með krullað en hinn slétt.

Hvort að fólk verði með krullað hár eða slétt hár fer svo eftir erfðum hvers og eins. Talað er um ríkjandi og víkjandi gen. Þannig er krullað hár víkjandi. Sá sem er með krullað hár er arfhreinn um krullað hár. Hann hefur þá erft það frá báðum foreldrum. En hafi aðili erft krullað hár frá öðru foreldri en slétt hár frá hinu verður sá hinn sami með slétt hár. Einstaklingar með slétt hár geta þannig átt barn með krullað hár, erfi barnið krullað gen frá bæði móður og föður, svo framarlega sem foreldrarnir hafi krullað gen, það er séu ekki arfhreinir. En sé annað eða báðir foreldrarnir arfhreinir fyrir slétt hár, verður barnið með slétt hár.

Frekara lesefni og heimildir á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...