- Af hverju verður vatnsdropi sem maður lætur detta á borð alltaf kúlulaga?
- Hvað gerist þegar vatn fer í þyngdarleysi, t.d. í geimnum?

Yfirborðsspenna í vökva lýsir sér oft svipað því að eins konar himna sé á yfirborði vökvans sem leitast við að draga hann saman þannig að heildaryfirborðið verði sem minnst, til dæmis í kúlulaga dropa þegar aðstæður leyfa það. Þetta stafar í rauninni af því að sameindirnar sem eru nálægt yfirborði vökvans verða fyrir aðdráttarkröftum frá öðrum sameindum innar í vökvanum en handan yfirborðsins eru engar sameindir til að vega upp á móti þessum kröftum.

Vatnskúla á sveimi í þyngdarleysi í geimstöðinni. Hér má einnig sjá stutt myndskeið af svífandi vatnskúlu: Moving Water in Space.
- What Is Microgravity? - NASA.
- What's Outer Space like? - Jaxa Space Station.
- Water in Space: How Does Water Behave in Outer Space? - USGS.
- The Problem of Space Travel: The Rocket Motor.
- Water In Space: Does It Freeze Or Boil? - Forbes.
- Would a glass of water in space freeze or boil? - The Straight Dope.
- Mynd: Nanoscience.com. (Sótt 9.11.2021).