Yfirborðsspenna í vökva lýsir sér oft svipað því að eins konar himna sé á yfirborði vökvans sem leitast við að draga hann saman þannig að heildaryfirborðið verði sem minnst, til dæmis í kúlulaga dropa þegar aðstæður leyfa það. Þetta stafar í rauninni af því að sameindirnar sem eru nálægt yfirborði vökvans verða fyrir aðdráttarkröftum frá öðrum sameindum innar í vökvanum en handan yfirborðsins eru engar sameindir til að vega upp á móti þessum kröftum.
Vatnskúla á sveimi í þyngdarleysi í geimstöðinni. Hér má einnig sjá stutt myndskeið af svífandi vatnskúlu: Moving Water in Space.