Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 54 svör fundust
Súmerar fundu upp hjólið en hvenær var það?
Enn er margt á huldu um það hver eða hverjir fundu upp hjólið og hvenær. Fornleifafræðingar leiða þó líkur að því að það hafi verið fundið upp einhvers staðar í Asíu fyrir nærri 10.000 árum. Elsta hjólið sem fundist hefur var hins vegar í Mesópótamíu, landinu milli fljótanna, þar sem nú er Írak. Það hjól er líkleg...
Hvers vegna notuðu Vestfirðingar "d" í stað "ð" í orðum eins og sagdi, fardu?
Framburðurinn rd, gd, fd í stað rð, gð, fð í orðum eins og harður, sagði, hafði hefur verið talinn eitt af einkennum vestfirsks framburðar. Ásgeir Blöndal Magnússon skrifaði um hann grein í tímaritið Íslenzk tunga (1959: 9–25) og benti á að heimildir hafi verið um hann víðar á landinu: í Mýrasýslu, á Snæfellsnesi,...
Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar. ...
Hvaða kennitölur eða mælikvarðar veita besta innsýn í þenslu fasteignamarkaðarins?
Engar kennitölur hafa verið settar saman, sem gefa traustar upplýsingar um verð á húsnæði í framtíðinni, þar sem margir þættir geta haft áhrif á verð íbúðarhúsnæðis á hverjum tíma. Aftur á móti hefur verið fundin ákveðin fylgni eða samband milli húsnæðisverðs og almenns hagvaxtar, sem sýnir að breytingar á fasteig...
Er rétt að nota hugtakið þriðji heimurinn?
Hugökin þriðji heimurinn, þróunarríkin eða hálfiðnvædd ríki vísa til þjóða aðallega í Asíu, Afríku eða Rómönsku Ameríku sem talin eru vera tæknilega vanþróuð. Í kalda stríðinu var hugtakið þriðji heimurinn einnig notað þegar vísað var til þjóða, einkum í Asíu og Afríku sem ekki tengdust Vesturveldunum né Sovétríkj...
Hvenær má setja bráðabirgðalög og hvernig er það gert?
Um bráðabirgðalög segir eftirfarandi í stjórnarskránni:Þegar brýna nauðsyn ber til, getur forsetinn gefið út bráðabirgðalög [er Alþingi er ekki að störfum]. Ekki mega þau þó ríða í bág við stjórnarskrána. Ætíð skulu þau lögð [fyrir Alþingi þegar er það er saman komið á ný]. [Samþykki Alþingi ekki bráðabirgðalög...
Hvers konar veður er yfirleitt á sumardaginn fyrsta?
Dagarnir frá 20. apríl eða svo, til um það bil 10. maí, eru sá hluti ársins þegar norðaustanátt er hvað tíðust á landinu og loftþrýstingur hæstur. Slíku veðri fylgir gjarnan þurr næðingur syðra, oft með sólskini, en dauft veður með smáéljahraglanda nyrðra. Mjög bregður þó út af í einstökum árum. Hæsti hiti sem ...
Var einu sinni íslaus dalur í miðjum Vatnajökli?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Var Vatnajökull klofinn af ferðafærum dal á sögulegum tíma og hvenær er talið að sú leið hafi lokast? Stutt svar við þessu er að jöklafræðingar telja að allt frá landnámstíð hafi Vatnajökull verið samfelld jökulbreiða; reyndar styttri og lægri fyrstu sex til átta aldir...
Hvernig komst fólk til útlanda árið 1918?
Aðeins ein flutningaleið var frá Íslandi til útlanda, sú eina sem hafði verið frá upphafi Íslandsbyggðar, að sigla á skipi. Á tímum danskrar einokunarverslunar önnuðust verslanirnar allar samgöngur milli Danmerkur og Íslands. En þegar einokunin var afnumin, árið 1787, skipulögðu dönsk stjórnvöld svokallaðar póstsk...
Hvað er frumeindaklukka?
Frumeindaklukkur (e. atomic clock) eru nákvæmustu tímamælingatæki sem smíðuð hafa verið. Slíkar klukkur meta lengd einnar sekúndu út frá náttúrulegum sveiflutíma ákveðinna frumeinda. Flestallar klukkur hafa innbyggt einhvers konar kerfi sem hefur náttúrlegan sveiflutíma. Þessi sveiflutími er síðan notaður til ...
Hvað hefur vísindamaðurinn Þóroddur Bjarnason rannsakað?
Þóroddur Bjarnason er félagsfræðingur og prófessor við Félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Hann hefur rannsakað samband einstaklings og samfélags frá margvíslegum sjónarhornum með áherslu á seiglu, sjálfbærni og félagslegan auð. Þóroddur hefur jafnframt lagt áherslu á miðlun rannsókna í opinberri umr...
Getið þið sagt mér sögu Volkswagen Bjöllunnar?
Saga Volkswagen Bjöllunnar er einnig saga þýska hugvitsmannsins og hönnuðarins Ferdinands Porsche (1875-1951). Þótt margir hafi vitaskuld lagt hönd á plóg í þróun þessa víðfræga farartækis var Porsche hugmyndasmiðurinn og frumkvöðullinn að gerð þess. Porsche fæddist í Bæheimi sem nú er hluti Tékklands, hlaut m...
Geta eigendur sjávarlóða bannað gerð göngu- og hjólastíga meðfram strönd í þéttbýli?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sá hjá ykkur svar við aðgengi almennings að sjó á eignalandi. Langar að vita með lóðir eins og á Arnarnesinu. Hafa húseigendur leyfi til að banna gerð göngu-og hjólastígs meðfram ströndinni? Ná eignalóðir alveg niður að sjó? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hva...
Hvers vegna er tíminn mismunandi eftir löndum?
Einfalda svarið við þessu er á þá leið að við viljum í grófum dráttum miða tímann á hverjum stað við sólarganginn, þannig að klukkan sé um það bil 12 þegar sól er hæst á lofti. Vegna kúlulögunar jarðar gerist þetta á mismunandi tímum eftir stöðum. En þó að þessu sé svarað til getum við haldið áfram að spyrja: A...
Hvort er Suður-Ameríka þéttbýl eða strjálbýl?
Þegar fjallað er um hversu þéttbýl svæði eru er venjan að tala um fólksfjölda á flatarmálseiningu. Í okkar heimshluta er gjarnan miðað við ferkílómetra (km2) en í Norður-Ameríku er yfirleitt talað um fólksfjölda á fermílu. Það fer alveg eftir því við hvað er miðað hvort við teljum Suður-Ameríku vera þéttbýla eð...