Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 156 svör fundust
Er hægt að mynda loga við það lágt hitastig að menn brenni sig ekki á honum?
Svarið er í stuttu máli sagt NEI ef átt er við venjulegan loga. Hins vegar eru til á rannsóknastofum fyrirbæri sem líkjast logum og eru nógu köld til að svarið sé játandi um þau. Svar við þessari spurningu ræðst af skilgreiningu okkar á loga og því hve lengi hann kann að leika um mannshörund. Ef við gefum...
Hvað eru margar stjörnur í geimnum?
Þessari spurningu má skipta í tvennt og spyrja annars vegar hversu margar stjörnur við sjáum á næturhimninum og hins vegar hversu margar stjörnur eru í öllum alheiminum. Þótt stjörnurnar á himninum virðist næstum óteljandi eru í raun "aðeins" um 6000 stjörnur sem hægt er að greina með berum augum, við bestu aðs...
Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi?
Spurningin í heild var sem hér segir:Breytist helmingunartími geislavirkra efna eftir hitastigi? Er til dæmis munur á geislun frá 1 g af brennandi úran-salla og 1 g af úrani við staðalaðstæður? Svarið við spurningunni er nei; helmingunartími geislavirkra efna breytist ekki með hitastigi ef það er innan venjule...
Hvernig verka rafhlöður í farsímum?
Algengustu rafhlöður í farsímum og í fjölmörgum handhægum rafknúnum tækjum, eins og myndavélum, vasahljómflutningstækjum og rakvélum, eru núna litínjónarafhlöðurnar (e. lithium-ion batteries). Um þær er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Hvernig verka litínjónarafhlöður og hvernig er hægt að hlaða þær aft...
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofna...
Hvað hefur vísindamaðurinn Kristján Leósson rannsakað?
Kristján Leósson er þróunarstjóri sprotafyrirtækisins DT-Equipment ehf. en sinnir einnig stöðu verkefnisstjóra hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands í hlutastarfi. Hann hefur um árabil stundað rannsóknir í örtækni (nanótækni), ljóstækni, efnistækni og líftækni. Menntun hans er á sviði eðlisfræði, verkfræði og heimspeki en...
Hvað hefur vísindamaðurinn Guðmundur Hrafn Guðmundsson rannsakað?
Guðmundur Hrafn Guðmundsson er prófessor í frumulíffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Guðmundur stundar rannsóknir á náttúrulegu ónæmi með áherslu á bakteríudrepandi peptíð. Náttúrulegt ónæmi (e. innate immunity) er grunnvarnarkerfi gegn sýklum og myndar fyrstu varnarlínuna gegn örverum,...
Af hverju er DNA-sameindin gormlaga?
DNA sameindir í litningum dýra,plantna og baktería eru tvíþátta gormar. Einþátta DNA-sameindir eru þó ekki óþekktar því þær koma fyrir sem erfðaefni vissra veira. Byggingarefni DNA-sameinda eru svonefnd kirni sem sett eru saman úr sykrunni deoxyríbósa, fosfati og niturbasa. Niturbasar kirna eru ferns konar, ade...
Hverjir fengu Nóbelsverðlaunin í efnafræði 2014 og fyrir hvað voru verðlaunin veitt?
Nóbelsverðlaunin í efnafræði (eðlisefnafræði) árið 2014 féllu í skaut þriggja vísindamanna. Þeir eru Eric Betzig vísindamaður við Janelia-rannsóknastöð Howard Hughes-stofnunarinnar fyrir læknisfræði í Virginíufylki í Bandaríkjunum, Stefan W. Hell vísindamaður og forstöðumaður Max Planck-stofnunarinnar fyrir lífeðl...
Hvernig reiknar maður út hröðun eða hraðabreytingu frumeinda eða sameinda efnis þegar viðkomandi efni er hitað eða kælt?
Hröðun (e. acceleration) hluta er skilgreind sem hraðaaukning háð tíma. Þannig er til dæmis hægt að tilgreina hröðun kappakstursbifreiðar með því að tiltaka hve mikilli hraðaaukningu, til dæmis í km/klst, viðkomandi bifreið nái á sekúndu. Hröðunin væri þá gefin upp í einingunni km/(klst∙sek). Samkvæmt alþjó...
Af hverju loðir teflon við pönnuna þegar ekkert loðir við teflon?
Það hefur áður verið fjallað um teflon í svari Arnars Halldórssonvar við spurningunni Hvað er teflon? Til upprifjunar er vert að nefna nokkur atriði sem fram koma í því svari. Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun svonefndra tetraflúoreten-sameinda. Fjölliður finnast til að mynda...
Hvað eru margar frumeindir í einni súrefnissameind?
Hvert frumefni hefur ákveðið efnatákn sem samanstendur af einum eða tveimur bókstöfum. Til dæmis hefur súrefni efnatáknið O, vetni H, kolefni C, helín He og svo mætti lengi telja. Uppbyggingu efna er hægt að lýsa með nokkrum efnaformúlum. Í svonefndri sameindaformúlu (e. molecular formula) kemur fram hvaða fru...
Hvað hefur vísindamaðurinn Krishna K. Damodaran rannsakað?
Krishna K. Damodaran er dósent í efnafræði við Háskóla Íslands. Helsta framlag hans í rannsóknum hefur verið á sviði ólífrænnar efnafræði, nánar tiltekið efnafræði smárra sameinda sem saman mynda stærri strúktúra, svokallaðar þversameindabyggingar (e. supramolecular assemblies), með tengjum sín á milli. Þar á meða...
Hvaða hefur vísindamaðurinn Ari Ólafsson rannsakað?
Ari Ólafsson er dósent í tilraunaeðlisfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknaviðfangsefni hans snúa öll að ljósfræði; ýmist eðlisfræði gasleisa (e. gas laser), litrófseiginleikum smærri sameinda á innrauða litrófsbilinu, snefilefnagreiningu í gasfasa með háupplausnar leisigeislum og svokallaðri ljós...
Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni?
Upprunalegu spurningarnar voru þessar: Finnast lífræn efnasambönd annars staðar en á jörðinni? Ef svo er, hver er þá uppruni þeirra? Stutta svarið við fyrri spurningunni er einfaldlega já. Nánari skýringar og svör við báðum spurningunum fylgja hér á eftir. Enn frekari skýringar er að finna í meðfylgjandi heimi...