Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 85 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um kóngakrabba?

Kóngakrabbinn (Paralithodes camtschaticus) nefnist á ensku ‘king crab’ eða ‘kamtchatka crab’ eftir aðalheimkynnum hans í Okhotsk-hafi. Kóngakrabbinn er einnig algengur í kringum Alaska, á Beringssundi og undan eyjum í norðanverðu Kyrrahafinu. Kóngakrabbi (Paralithodes camtschaticus). Kóngakrabbinn þykir herram...

category-iconHagfræði

Hvernig geta bankar verið of stórir til að falla?

Of stór til að falla er hugtak sem er oft notað í bankaheiminum til að lýsa bönkum sem talið er að miklar líkur séu á að hið opinbera muni koma til bjargar ef þeir lenda í vandræðum. Skýringin er að fall þeirra myndi valda svo mikilli röskun á efnahagslífinu og ýmiss konar tjóni að nær óhugsandi sé að það verði lá...

category-iconLæknisfræði

Hafa fundist einhverjar líffræðilegar skýringar á einhverfu?

Einhverfa er röskun sem hefur víðtæk áhrif á líf fólks. Fólk með einhverfu á oft erfitt með að tjá sig, það getur átt í erfiðleikum með að mynda tengsl við aðra og bregst ekki alltaf á viðeigandi hátt við ýmsum áreitum í umhverfinu. Sumt fólk með einhverfu getur tjáð sig og hefur eðlilega greind, aðrir læra hugsan...

category-iconMannfræði

Hvað er hnattvæðing?

Hugtakið hnattvæðingu má í stuttu máli skýra sem aukna samtengingu jarðarbúa. Hnattvæðing, eða alþjóðavæðing eins og hún er stundum kölluð, er oft talin vera afleiðing hraðrar þróunar samskipta- og flutningstækni í nútímanum. Einnig má nefna minni höft á hreyfingu fjármagns og einstaklinga milli landsvæða og ríkja...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvenær mun sólin deyja út?

Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...

category-iconSálfræði

Með hvaða sjúkdóm var Forrest Gump?

Forrest Gump er persóna sem leikarinn Tom Hanks lék í frægri kvikmynd frá árinu 1994. Myndin byggir á samnefndri bók eftir rithöfundinn Winston Groom. Þar sem Forrest Gump var ekki til í raun og veru er ekki hægt að sjúkdómsgreina hann. Hins vegar er vel hægt að velta því fyrir sér hvernig hann væri greindur e...

category-iconHagfræði

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?

Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama marg...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju er sólin til?

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsi...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er svartidauði enn þá til og eru til lækningar við honum?

Já, svartidauði er enn þá til. Baktería sem nefnist Yersinia pestis veldur svartadauða. Sjúkdómurinn er fyrst og fremst bundinn við nagdýr, til dæmis rottur, en hann getur borist í menn með flóm nagdýra og valdið lungna- og kýlapest. Lungnapestin getur síðan borist manna á milli með úðasmiti við hósta. Það er ...

category-iconLögfræði

Þarf alltaf að sækja um leyfi fyrir skemmtunum í heimahúsum samkvæmt lögum?

Almennt gildir það að ekki þarf ekki að sækja um leyfi fyrir einkasamkvæmi eða skemmtunum í heimahúsum. Réttur manna til að ráða sjálfir hvað þeir aðhafast í sínum heimahúsum er varinn af 71. gr. stjórnarskrárinnar sem fjallar um friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Þessi réttindi koma einnig fram í 8. gr....

category-iconFélagsvísindi

Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?

Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla og viljum vita hvort fiskar verði þyrstir?

Í heild hljóðaði spurningin svona: Góðan dag. Við erum krakkar í 4. bekk í Hraunvallaskóla. Við höfum verið í vísindasmiðju og upp kom ein spurning sem okkur langar að fá svar við. Spurning okkar er þessi; verða fiskar þyrstir? Með bestu kveðju, Vísindahópurinn í 4. bekk. Þurrlendisdýr lifa í stöðugri baráttu ...

category-iconVeðurfræði

Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?

Gróðurhúsalofttegundir og ský gleypa í sig varmageislun frá jörðinni og endurgeisla svo hluta hennar til baka niður til jarðar1. Þetta vermir yfirborð jarðar upp um nærri 33°C að meðaltali, og ljóst er að án þessara áhrifa væri jörðin ísi hulin og óvíst um líf á henni. Náttúruleg gróðurhúsaáhrif eru því tvímælalau...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvað gerist á jörðinni ef tunglið yrði sprengt í loft upp?

Ef tunglið yrði sprengt í tætlur með sprengju í miðju þess mundi það að sjálfsögðu hverfa af himninum ásamt öllum atburðum sem tengjast því, þar á meðal sólmyrkvum. Ef til vill mundu koma fram hringir í staðinn, svipað og á Satúrnusi. Einhver brot kynnu að skella á jörðinni. Sjávarföll mundu minnka til muna og bre...

category-iconLæknisfræði

Hvers vegna verður maður skjálfhentur?

Handskjálfti (e. hand tremor) getur haft margar mismunandi orsakir. Fólk á öllum aldri verður skjálfhent en vandinn hrjáir helst miðaldra og eldra fólk. Það stafar meðal annars af því að tíðni ýmissa sjúkdóma sem valda skjálfta eykst með aldri. Meðal mögulegra orsaka eru Eðlislægur skjálfti. Sterkar tilfinn...

Fleiri niðurstöður