Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 38 svör fundust
Getur það verið að ummál jeppadekkja breytist þegar þrýstingur í þeim er aukinn?
Spurningin í heild var sem hér segir:Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor svaraði um daginn spurningu minni um 2 jeppadekk. Samkvæmt svarinu breytist ummál dekkjanna, getur það verið?Spyrjandi vísar hér í svar við spurningunni Ef mismikið af lofti er í tveimur jafnstórum jeppadekkjum fara þau þá sömu vegalengd með jaf...
Hvað er naflastrengurinn og hvaða tilgangi gegnir hann?
Naflastrengur er strengur sem tengir fóstur í móðurkviði við legköku, en legkakan er sérstakt, tímabundið líffæri í legveggnum. Legkakan tengir saman fóstur og móður, en þar mætast blóðrásir þeirra án þess þó að blandast. Naflastrengurinn er í raun hluti af fóstrinu. Efnið í honum er hlaupkennt og þar er mikil...
Hvað eru laggir, þegar einhverju er komið á laggirnar?
Nafnorðið lögg (ef.et. laggar, nf.ft. laggir) þekkist þegar í fornmáli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:595) segir um merkinguna: ‘(botn)gróp á tunnustöfum, hornið milli stafanna og tunnubotnsins; botndreitill í íláti; lægð í landslagi, t.d. við hæðarrætur; sérstakt fjármark,…’. Orðið er ...
Hvað er Centaurus A?
Centaurus A (NGC5128) er afar einkennileg vetrarbraut í um 10 milljón ljósára fjarlægð frá Vetrarbrautinni okkar. Vetrarbrautin, kennd við stjörnumerkið Mannfákinn (e. Centaurus), er risastór sporvöluvetrarbraut og nálægasta virka vetrarbrautin. Virkar vetrarbrautir hafa kjarna sem framleiðir meiri geislun en alli...
Hvað geturðu sagt mér um fisktegundina gulldeplu?
Í upphafi þessa árs (2009) hóf fiskveiðiskipið Huginn VE tilraunaveiðar á smáfisk sem nefnist norræna gulldepla (Maurolicus mulleri). Aflabrögð urðu vonum framar og landaði skipið rúmlega 628 tonnum. En hvaða fiskur er gulldepla? Gulldepla er svokallaður miðsjávarfiskur sem heldur sig mest á 100 til 200 metra d...
Hvernig myndast frostrósir á rúðum? Myndast þær annars staðar?
Öll könnumst við líklega við frostrósir sem myndast oft inni á rúðum þegar frost er úti. Myndun þessara frostrósa er náskyld myndun snjókorna og vöxtur þeirra lýtur svipuðum eðlisfræðilögmálum.Frostrósir myndast þegar hlýtt loft sem inniheldur raka kemur í snertingu við yfirborð sem er undir frostmarki eins og til...
Hvernig á að láta til skarar skríða?
Hér er einnig svarað spurningunum:Út á hvað gengur þetta með að láta til skarar skríða? Hver er uppruni máltækisins „að láta til skarar skríða“? Nafnorðið skör hefur fleiri en eina merkingu, til dæmis ‘rönd, brún, kantur, pallbrún, sköruð súð á bát ... ’. Orðasambandið að láta til skarar skríða ‘leggja til atlö...
Ég sá í textavarpinu þann 29. maí að í næstu viku færi Venus fyrir sól miðað við jörð, líkt og um sólmyrkva væri að ræða. Hvaða fyrirbæri er hér á ferðinni?
Hér er um þvergöngu Venusar að ræða. Þverganga nefnist það þegar reikistjarna gengur þvert fyrir sólina frá jörðu séð. Slíkir atburðir eru frekar sjaldgæfir en þannig gengur Venus fyrir sólina á 105,5 eða 121,5 ára fresti og þá tvisvar með átta ára millibili. Seinast gekk Venus fyrir sól árið 2004 og sást sú þverg...
Af hverju eru norðurljós í mismunandi litum?
Spurningunni Af hverju stafa norður- og suðurljósin? hefur áður verið svarað á Vísindavefnum. Í því svari Aðalbjörns Þórólfssonar og Ögmundar Jónssonar er meðal annars útskýrt hvað gerist þegar eindir úr sólvindinum koma inn í segulsvið jarðar:Hlöðnu eindirnar sem fara inn í segulsvið jarðar hreyfast á miklum hrað...
Af hverju eru spendýr ekki eins litskrúðug og margar aðrar dýrategundir?
Almennt er lítið um litadýrð meðal spendýra, til dæmis eru engin eiginleg græn spendýr til en sá litur finnst hins vegar víða meðal fugla, fiska, skriðdýra og skordýra, eins og fram kemur í svari við spurningunni Eru til græn spendýr? Liturinn á feldi spendýra ræðst af litarefninu melaníni. Það eru til tvö afb...
Hvernig má fá upplýsingar um sólargang og slíkt eftir árstímum og stöðum á Íslandi?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Klukkan hvað er sólarupprás og sólsetur 1. júni 2001? (Höskuldur Lárusson)Hver er munurinn á sólargangi í Reykjavík og á Ísafirði, a) þegar sólargangur er lengstur og b) þegar sólargangur er stystur? (Anna Sigurðardóttir)Er einhver rauntímamismunur milli vestasta og austas...
Hvað er sólin heit?
Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...
Eru villihestar til nú á dögum?
Svarið við þessari spurningu er einfaldlega já. Rétt er í upphafi að útskýra að til eru nokkrar tegundir af ættkvísinni Equus í heiminum, þeirra á meðal sebrahestar, asnar og auðvitað hesturinn (Equus caballus). Hjarðir hesta af hinni tömdu deilitegund, Equus caballus caballus, finnast víða villtar um heim....
Hvort er réttara að segja augabrúnir eða augabrýr í fleirtölu?
Nafnorðið brún beygðist í fornu máli eins og einsatkvæðis sterkt kvenkynsorð. Nefnifall fleirtölu var brýnn vegna þess að í orðinu varð annars vegar samlögun, *brýnr > brýnn og hljóðvarp kom fram í rótaratkvæði, ú > ý. Samhljóðarnir -nn- voru bornir fram raddaðir eins og í fornafninu hennar en ekki -dn- eins og í ...
Er hlaupabóla verri þegar maður er 11 ára en 5 ára?
Vitað er að einkenni hlaupabólu eru mun verri hjá fullorðnum en börnum. Líklega er ekki munur hjá fimm og 11 ára börnum. Aftur á móti getur nokkur einstaklingsmunur verið á einkennum hlaupabólunnar. Sumir verða þá lasnari en aðrir sem eru jafngamlir. Hlaupabóla er bráðsmitandi barnasjúkdómur og er algengust hjá...