eftir að prentverkið var komið á laggirnar í BergmannsstofuÍ ritinu Mergur málsins eftir Jón G. Friðjónsson (2006: 572) eru elstu afbrigði orðasambandsins sögð að vera sestur á laggirnar og setjast á laggirnar það er koma sér fyrir í starfi. Frá svipuðum tíma er að setja eitthvað á laggirnar, komast á laggirnar og eitthvað er komið á laggirnar. Í Íslenzku orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1969: II 36) er nefnt að lögg geti merkt „skora (fals) sem tunnubotn fellur í“ en einnig „endi á tunnustöfum“. Telur hann síðari merkinguna líklegri og að líkingin sé þá „dregin af því að reisa upp tunnu.“ Heimildir og mynd:
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík. Orðabókina má einnig finna á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum undir malid.is.
- Halldór Halldórsson. 1969. Íslenzkt orðtakasafn. II: L-Ö.
- Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málssins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning / Edda útgáfa. Reykjavík.
- Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
- Mynd: Homedepot.com. (Sótt 30.11.2021).