Villtir hestar í Nýju-Mexíkó, Bandaríkjunum.
Aftur á móti er aðeins til ein deilitegund raunverulegra, villtra hesta í heiminum í dag, przewalskihesturinn (Equus caballus przewalski), einnig kallaður asíski villihesturinn. Hann er eina villta hestategundin sem ekki er komin af tömdum hestum. Áður fyrr fundust þessir hestar á sléttlendi Mongólíu, Norður-Kína (Innri-Mongólíu) og í nyrsta hluta Xinjanghéraðs í Kína. Á síðustu öldum fækkaði þeim mikið, aðallega vegna samkeppni við búfénað hirðingja um fæðu, auk þess sem þeir blönduðust tamda hestinum. Þeir hurfu raunar að því er virðist alveg úr villtri náttúru á 20. öld, til przewalskihests sást 1969 en ekki eftir það.
Stofninn hefur nú hinsvegar verið endurreistur með skipulagðri ræktun przewalskihesta í haldi manna, í dýragörðum og einkasöfnum. Hópi hefur verið sleppt lausum og heldur hann til í Suðvestur-Mongólíu, á gresjusvæði sem heitir Hustain Nuruu. Verkefnið hófst árið 1994 þó rekja megi forsöguna aftur til ársins 1977. Í ársbyrjun 1998 voru um 60 hestar af þessari deilitegund á Hustain Nuruu-svæðinu. Staðsetningin er viðeigandi því przewalskihesturinn er þjóðardýr Mongólíu og heitir takhi á máli innfæddra. Mongólsk yfirvöld töldu afkomu þessa villihesta svo mikilvæga að þau gerðu Hustain Nuruu að þjóðgarði og engin búfénaður fær að koma þar inn fyrir.
- Hvernig eiga hestar samskipti sín á milli? eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur
- Vefsetrið Horse Breeds of the World en þar má meðal annars lesa um przewalskihestinn og íslenska hestinn
- Greinar á vefsetri Encyclopædia Britannica um hestinn ("horse"), przewalskihestinn ("Przewalski's horse") og tarpanhestinn ("tarpan")
- Wikipedia, alfræðiorðabók á netinu
- 1upinfo, alfræðiorðabók á netinu
- Hustain Nuruu National Park
- Wildlife Advocacy Project
- Heimasíða ljósmyndarans Marks Kostichs sem sérhæfir sig í myndum af sjaldgæfum dýrum
Mörg svör eru til á Vísindavefnum um hesta sem nálgast má með því að smella á efnisorðin neðan við svarið. Sérstaklega skal bent á svar sama höfundar við spurningunni Hvað er hestur?