Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 220 svör fundust

category-iconHeimspeki

Hvaða rök eru fyrir efahyggju?

Efahyggja er almennt hugtak sem nær yfir hugmyndir um að ekki sé hægt að öðlast þekkingu á tilteknum hlutum eða þáttum. Oft takmarkast efahyggjan við einhverja tiltekna hluti eða þætti mannlegs lífs. Til dæmis er talað um trúarlega efahyggju þegar efast er um að hægt sé að vita að Guð sé til. En efahyggja getur lí...

category-iconStærðfræði

Hvað er stjörnuferill?

Myndin hér að ofan sýnir stjörnuferil (e. astroid). Þessi ferill er innhjólferill (e. hypocycloid) því hann er teiknaður af punkti sem er fastur á hring sem rúllar innan í öðrum stærri hring. Hreyfimyndin sýnir hvernig ferillinn er teiknaður. Það fer eftir afstæðum stærðum hringanna hvernig innhjólferillinn...

category-iconLæknisfræði

Hvað er ADHD?

Hér er einnig svarað spurningunum: Af hverju stafar ofvirkni í börnum? Eldist ofvirkni af börnum sem eru með hana eða fylgir hún barninu alla ævi? ADHD er skammstöfun fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Á íslensku hefur þetta heilkenni verið nefnt athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Hvernig er best að finna Pólstjörnuna?

Þrátt fyrir aragrúa stjarna á næturhimninum er fremur auðvelt að finna Pólstjörnuna. Einfaldasta leiðin til þess er að finna fyrst stjörnumerkið Stóra-björn eða Karlsvagninn. Því næst finnur maður stjörnurnar Dubhe og Merak (sjá mynd) og dregur beina línu upp frá þeim. Þá lendir maður á björtustu stjörnunni í ...

category-iconSálfræði

Getur einstaklingur lært og geymt lærdóm í heilanum endalaust og notfært sér hann?

Vísindamenn vita nú orðið margt um heilann í okkar, til að mynda það að hann getur geymt meira af upplýsingum en við gætum nokkurn tíma þurft að muna. Um þetta má til dæmis lesa í svari Sigurðar J. Grétarssonar við spurningunni Er geymslurými heilans óendanlegt? Við getum þess vegna svarað fyrri hluta spurningari...

category-iconMálvísindi: íslensk

Í hvaða málaætt germanskra mála finnast heiti á líkamshlutum eins og heila, enni, mænu og vélinda?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ég veit að flestir líkamshlutar okkar eiga sér samsvörun í germönskum málum. En sum þeirra virðast ekki falla í þann flokk. Hvaðan koma heiti eins og heili, enni, mæna, vélinda, lófi, il, þind og bris? Germönsk mál skiptast í þrjár málaættir, norðurgermönsk mál (ís...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er ættartré mannsins?

Spurningin er í heild sinni svona:Hvert er ríki, fylking, flokkur, ættbálkur, ætt, ættkvísl og tegund Homo sapiens sapiens? Maðurinn (Homo sapiens sapiens) er flokkaður á eftirfarandi hátt: Ríki (Regnum, e. Kingdom) Dýraríki (Animalia) Fylking (Phylum) Seildýr (Chordata) Undirfylking (Subphylum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða hákarlategundir lifa við Ísland?

Fjölmargar tegundir hákarla og háfa lifa innan íslensku efnahagslögsögunnar. Tegundafjölbreytni háfiska er meiri undan suður- og vesturströnd landsins en fyrir norðan land og er ástæðan fyrir því sennilega sú að sjórinn er hlýrri fyrir sunnan landið. Hafsvæðið fyrir sunnan land er reyndar nyrstu útbreiðslumörk nok...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?

Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvernig verkar heilinn?

Heilinn er afar flókið líffæri og það er ekki auðvelt að skrifa um það í stuttu máli hvernig hann starfar, fyrir utan það að margt við hann er enn á huldu. Ýmislegt um heilann er þó vel þekkt, til dæmis það að hjá flestum gegnir vinstri hluti heilans meira hlutverki en sá hægri við stjórnun hægri hlutar líkaman...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig líta ormar út að innan?

Ormalaga dýr af ýmsum ættum og tegundum hafa innyfli líkt og önnur dýr, til að mynda æðakerfi til að miðla súrefni til vefja og umfangsmikinn meltingarveg. Ef við beinum athyglinni að best þekktu ormunum í náttúru Íslands, ánamöðkum (oligochaeta), þá hafa þeir fjölmörg líffæri eins og sjá má á eftirfarandi yfirlit...

category-iconLæknisfræði

Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?

Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...

category-iconLæknisfræði

Af hverju fær fólk Alzheimer? Og af hverju er sjúkdómurinn ættgengur?

Alzheimers-sjúkdómurinn er hrörnunarsjúkdómur sem herjar helst á miðaldra fólk eða aldraða. Hann leiðir til minnistruflana og annarra truflana við hugsun og heilastarfsemi. Fólk fær Alzheimers-sjúkdóm vegna þess að heili þess hrörnar; taugafrumum fækkar og sömuleiðis taugatengingum á milli þeirra. Í svari M...

category-iconFélagsvísindi almennt

Er í alvöru til eitthvað sem heitir eðli, hjá mannfólki og sem munur á milli kynjanna?

Hugmyndir um mannlegt eðli, og þá hugsanlega ólík og jafnvel ósættanleg eðli karla og kvenna, eru ævagamlar. Þær gengu jafnvel svo langt að fela í sér að nánast væri um tvær aðgreindar tegundir fólks að ræða. Tvíhyggjuhugmyndir af þessu tagi hafa einkennt vestræna hugsun allt frá Grikklandi hinu forna og fram á þe...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað fer fram í vinstra heilahveli og hvað fer fram í því hægra?

Við fyrstu sýn virðast heilahelmingarnir tveir, vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere), vera nákvæmlega eins. Við nánari athugun kemur þó í ljós að líffærafræðilegur munur er á þeim. Til dæmis er stærðarmunur á einstökum heilastöðvum, þótt hann sé reyndar nokkuð einstaklingsbundinn. Hægra heilahvelið er yfirle...

Fleiri niðurstöður