Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 59 svör fundust
Af hverju er sérstaklega tekið fram á umbúðum sumra drykkjarvara að þær innihaldi fenýlalanín?
Samkvæmt reglugerð nr. 503/2005 um merkingu matvæla er skylt að merkja matvæli sem innihalda sætuefnið aspartam með orðunum: „Inniheldur fenýlalanín“. Ástæðan fyrir þessu er að fólki sem er haldið sjúkdómnum PKU stafar hætta af því að neyta matvæla sem innihalda mikið fenýlalanín eða efni sem losa út fenýlalanín v...
Hvað getur þú sagt mér um Tubifex-orma?
Tubifex-ánar eða röraánar eins og þeir hafa verið kallaðir á íslensku eru tegundir af flokki ána (e. oligochaeta). Kunnust þessara tegunda er Tubifex tubifex sem finnst í mjúkum leirbotni í ám og vötnum. Tubifex-ormar hafa óvenjumikið þol fyrir súrefnisbreytingum í vatni. Þeir geta lifað við mjög lágt súrefnish...
Getur jarðolía mengað jörðina?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Getur jarðolía mengað jörðina? Ef svarið er já, hvernig þá? Í jarðolíu eru efni og efnasambönd sem hafa skaðleg áhrif á menn og lífríki, þannig að þótt jarðolía komi úr jörðinni getur hún mengað jörðina. Jarðolía mengar ekki á meðan hún er ósnert á sínum upprunal...
Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?
Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanleg...
Hvað og hvernig eru orkuþrep vetnisatóma?
Vetnisatómið, sem er minnst frumeinda, með sætistöluna einn, samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarna og einni neikvætt hlaðinni rafeind á sveimi umhverfis kjarnann. Milli þessara einda ríkir aðdráttarkraftur vegna andstæðra hleðsla og fráhrindandi miðflóttakraftur. Þegar tekið er tillit til þessa ...
Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?
Leysir er íslenskun á enska orðinu "LASER" sem er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvernig er leysiljósið unnið? er "LASER" í raun rangnefni. Leysirinn er nefnilega annað og meira en magnari því hann er líka sveifl...
Hvert fer ljósið þegar ég slekk á peru?
Hér er einnig svarað spurningunni: Litli bróðir minn vildi fá að vita hvernig ljós kæmist út úr lokuðu herbergi þegar það er slökkt. Getið þið svarað? Hugtakið ógegnsæ efni er notað um efni sem hleypa ekki ljósi í gegnum sig. Þau eiga það sameiginlegt að gleypa sýnilegt ljós að hluta til og endurkasta afgangin...
Hvernig er leysiljós búið til?
Nafnið „leysir“ er hljóðlíking enska heitisins „laser“. Enska heitið er myndað úr upphafsstöfunum í lýsingu á ferlinu: „light amplification by stimulated emission of radiation“ eða „ljósmögnun fyrir tilstilli örvaðrar útgeislunar“. Þess háttar ljósmögnun er notuð til að búa til leysiljós í gasi eða föstu og fljót...
Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð? Fyrir alllöngu datt mér í hug að ef að búið væri til samsett orð sem byrjaði á orðinu tungl og það væri í eignarfalli, þ.e. tungls þá væru þegar komnir fjórir samhljóðar, en það er alls ekki algengt. Ég gerði mér grein fy...
Hvað er „að mála bæinn rauðan" og hvaðan kemur það?
Orðasambandið mála bæinn rauðan merkir að ‘skemmta sér ærlega, sleppa fram af sér beislinu’. Það er ekki gamalt í málinu. Í Morgunblaðinu frá desember 1962 er þetta dæmi: því eins og við sæjum stæði til að fara út og „mála bæinn“. Að vísu vantar lýsingarorðið rauður en vel má hugsa sér að það hafi verið unda...
Hvað er markhyggja?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvað er markhyggja? Hvenær og af hverju varð hún til og hvaða áhrif hefur hún haft? Markhyggja er í grófum dráttum hver sú kenning sem beitir tilgangsskýringum. Tilgangsskýringar eru útskýringarnar sem vísa til tilgangs eða ætlunar sem þáttar í orsakasamhengi. Þá er það sem...
Af hverju er aðventan fjórar vikur?
Orðið aðventa er dregið af latnesku orðunum Adventus Domini, sem merkja „Koma Drottins“. Í Vesturkirkjunni (og þar á meðal í Íslensku þjóðkirkjunni) byrjar hún með fyrsta sunnudegi hins nýja kirkjuárs, sem getur verið á bilinu 27. nóvember til 3. desember ár hvert. Seinni mörkin eru jóladagur, meintur fæðingardagu...
Hvað er fyrir neðan allar hellur?
Nafnorðið hella merkir 'flatur steinn'. Það er einnig til í öðrum Norðurlandamálum, t.d. færeysku hella, nýnorsku helle, sænskum mállýskum hälla, fornsænsku hælla og forndönsku hælde. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:318) höfðu sum orðin einnig merkinguna '(slétt) klöpp, berggrunn' og jafnvel 'neðansjávars...
Hvað er ljósið lengi að fara einn hring í kringum jörðina? En 80 hringi?
Hér er einnig svarað spurningunni Hversu oft fer ljósið í kringum jörðina á mánuði? Ljóshraði er nálægt því 300.000 km/s. Það tekur ljós því ekki nema um 0,13 sekúndur að fara 40.000 km sem jafngildir um það bil ummáli jarðar um miðbaug. Að fara 80 hringi tekur rétt rúmlega 10 sekúndur. Á einum mánuði kemst ...
Hvað er átt við með orðinu gaslýsing?
Orðið gaslýsing er gamalt í málinu, að minnsta kosti frá miðri 19. öld, í merkingunni ‘lýsing húsa og gatna með gasljósum’. Þau voru notuð í bæjum og borgum áður en farið var að lýsa með rafmagni. Mörg dæmi eru um þessa notkun á timarit.is. Ég geri ráð fyrir að spyrjandi sé að leita svara við annarri og mun nýr...