Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 19:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 07:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:05 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:03 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:38 • sest 19:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:49 • Sest 07:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:05 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:03 • Síðdegis: 14:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Það gerðist árið 1676, þegar danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer (1644-1710) sýndi fram á að ljóshraðinn væri endanlegur. Áður hafði verið talið að hraði ljóssins væri óendanlega mikill.[1] Það hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um leið og það væri kveikt.

Rømer gaf hins vegar ekki aldrei upp opinberlega hver ljóshraðinn væri. Fyrstur til að gera það var hollenski stærðfræðingurinn og eðlisvísindamaðurinn Christiaan Huygens (1629-1695), samstarfsmaður Rømers í París. Það gerði hann árið 1678. Huygens áætlaði að ljóshraðinn væri um 211.000.000 m/s sem er um 30% frá rétta gildinu.

Ole Rømer sýndi fram á að ljóshraðinn væri endanlegur með svonefndum myrkvaathugunum, nánar tilekið með því að mæla hvenær tunglið Jó hvarf í skugga Júpíters og hvenær það birtist aftur. Mælingarnar voru ekki í samræmi við eldri útreikninga sem gerðu ráð fyrir óendanlegum ljóshraða. Myndin sýnir tunglið Jó og Júpíter í bakgrunni.

Rétta gildið á ljóshraðann, 299.792.458 m/s, var endanlega ákvarðað árið 1983 af Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM). Alþjóðanefndin hafði fyrst mælt með gildinu árið 1975 en frá og með árinu 1983 var það fastsett. Ljóshraðinn er einn af svonefndum fastatölum (e. constant) vísindanna og táknaður með bókstafnum c.

Tilvísun:
  1. ^ Ítalski eðlisvísindamaðurinn Galíleó Galíleí (1564-1642) hafði reyndar nokkru fyrr efast um að ljóshraðinn væri endanlegur en honum tókst ekki að mæla hann.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Sami spyrjandi spurði einnig: Hvernig fannst hver ljóshraðinn er upprunalega? Um það má lesa í svari við spurningunni Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.2.2025

Spyrjandi

Örn

Tilvísun

JGÞ. „Hvenær fannst ljóshraðinn?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2025, sótt 17. mars 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=87423.

JGÞ. (2025, 25. febrúar). Hvenær fannst ljóshraðinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=87423

JGÞ. „Hvenær fannst ljóshraðinn?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2025. Vefsíða. 17. mar. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=87423>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær fannst ljóshraðinn?
Einfalda svarið við spurningunni er þetta: Það gerðist árið 1676, þegar danski stjörnufræðingurinn Ole Rømer (1644-1710) sýndi fram á að ljóshraðinn væri endanlegur. Áður hafði verið talið að hraði ljóssins væri óendanlega mikill.[1] Það hefði þýtt að ljós sæist alls staðar að um leið og það væri kveikt.

Rømer gaf hins vegar ekki aldrei upp opinberlega hver ljóshraðinn væri. Fyrstur til að gera það var hollenski stærðfræðingurinn og eðlisvísindamaðurinn Christiaan Huygens (1629-1695), samstarfsmaður Rømers í París. Það gerði hann árið 1678. Huygens áætlaði að ljóshraðinn væri um 211.000.000 m/s sem er um 30% frá rétta gildinu.

Ole Rømer sýndi fram á að ljóshraðinn væri endanlegur með svonefndum myrkvaathugunum, nánar tilekið með því að mæla hvenær tunglið Jó hvarf í skugga Júpíters og hvenær það birtist aftur. Mælingarnar voru ekki í samræmi við eldri útreikninga sem gerðu ráð fyrir óendanlegum ljóshraða. Myndin sýnir tunglið Jó og Júpíter í bakgrunni.

Rétta gildið á ljóshraðann, 299.792.458 m/s, var endanlega ákvarðað árið 1983 af Alþjóðanefnd um mál og vog (Comité international des poids et mesures, CIPM). Alþjóðanefndin hafði fyrst mælt með gildinu árið 1975 en frá og með árinu 1983 var það fastsett. Ljóshraðinn er einn af svonefndum fastatölum (e. constant) vísindanna og táknaður með bókstafnum c.

Tilvísun:
  1. ^ Ítalski eðlisvísindamaðurinn Galíleó Galíleí (1564-1642) hafði reyndar nokkru fyrr efast um að ljóshraðinn væri endanlegur en honum tókst ekki að mæla hann.

Heimildir og frekara lesefni:

Myndir:

Sami spyrjandi spurði einnig: Hvernig fannst hver ljóshraðinn er upprunalega? Um það má lesa í svari við spurningunni Hver var Ole Rømer og hvert var framlag hans til vísindanna?...