Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð? Fyrir alllöngu datt mér í hug að ef að búið væri til samsett orð sem byrjaði á orðinu tungl og það væri í eignarfalli, þ.e. tungls þá væru þegar komnir fjórir samhljóðar, en það er alls ekki algengt. Ég gerði mér grein fyrir að ef ég ætlaði að fá annað orð sem seinna orð sem byrjaði á fjórum samhljóðum þá þyrfti það líklega að byrja á skrj eða strj. Ég skoðaði íslenska orðabók og fann orðið strjáli sem merkir geisli. Og ef við leggjum að jöfnu orðið sólargeisli og tunglsstrjáli þá hefur verið myndað orð með 8 samhljóða í röð. Getur þetta passað? Er vitað um önnur slík orð?

Gæti tunglsstrjáli verið dæmi um íslenskt áttasamhljóðaorð?

Ef svara á spurningu af þessu tagi af einhverju viti þyrfti að hafa góðan orðagrunn þar sem leita má eftir ákveðnum klösum. Í spurningunni eru nefndirnir klasarnir skrj- og strj-. Stafurinn -j- hefur oft verið nefndur hálfhljóð, það er á milli sérhljóðs og samhljóðs, þannig að deila má um hvort þarna er í raun um fjögur samhljóð að ræða. Vel mætti sér hugsa sér orðið tungls-strjáli en eignarfallssamsetning er þó frekar ólíkleg þarna og stofnsamsetning líklegri, það er tungl-strjáli með sjö samhljóðum. Mér kemur ekkert áttasamhljóðaorð í hug en eins og ég sagði í upphafi er tölvuleit vænlegri til árangurs en orðabókaleit. Ef til vill les einhver svarið sem hefur getu til eða nennir að leita og væri fróðlegt að frétta af niðurstöðunni.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

21.2.2018

Spyrjandi

Jóna Freysdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74461.

Guðrún Kvaran. (2018, 21. febrúar). Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74461

Guðrún Kvaran. „Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74461>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð, ég bjó til orðið tunglsstrjáli?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Er til íslenskt orð sem hefur 8 samhljóða í röð? Fyrir alllöngu datt mér í hug að ef að búið væri til samsett orð sem byrjaði á orðinu tungl og það væri í eignarfalli, þ.e. tungls þá væru þegar komnir fjórir samhljóðar, en það er alls ekki algengt. Ég gerði mér grein fyrir að ef ég ætlaði að fá annað orð sem seinna orð sem byrjaði á fjórum samhljóðum þá þyrfti það líklega að byrja á skrj eða strj. Ég skoðaði íslenska orðabók og fann orðið strjáli sem merkir geisli. Og ef við leggjum að jöfnu orðið sólargeisli og tunglsstrjáli þá hefur verið myndað orð með 8 samhljóða í röð. Getur þetta passað? Er vitað um önnur slík orð?

Gæti tunglsstrjáli verið dæmi um íslenskt áttasamhljóðaorð?

Ef svara á spurningu af þessu tagi af einhverju viti þyrfti að hafa góðan orðagrunn þar sem leita má eftir ákveðnum klösum. Í spurningunni eru nefndirnir klasarnir skrj- og strj-. Stafurinn -j- hefur oft verið nefndur hálfhljóð, það er á milli sérhljóðs og samhljóðs, þannig að deila má um hvort þarna er í raun um fjögur samhljóð að ræða. Vel mætti sér hugsa sér orðið tungls-strjáli en eignarfallssamsetning er þó frekar ólíkleg þarna og stofnsamsetning líklegri, það er tungl-strjáli með sjö samhljóðum. Mér kemur ekkert áttasamhljóðaorð í hug en eins og ég sagði í upphafi er tölvuleit vænlegri til árangurs en orðabókaleit. Ef til vill les einhver svarið sem hefur getu til eða nennir að leita og væri fróðlegt að frétta af niðurstöðunni.

Mynd:

...