Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2946 svör fundust
Hvaðan komu víkingarnir og hvaða áhrif höfðu þeir í öðrum löndum?
Í forníslensku merkir hugtakið víkingur „sjóræningi, maður sem stundar sjóhernað“, en einnig er til kvenkynsorðið viking „herferð á sjó“ (sbr. „að fara í víking“). Orðið er algengt í vestnorrænum mállýskum (íslensku, norsku) en sjaldgæfara í austnorrænum (dönsku, sænsku). Hugtakið komst inn í Evrópumál úr norrænu,...
Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann?
Súkkulaði er gert úr kakóbaunum sem vaxa í fræpokum á kakótrénu, Theobroma cacao, en gríska orðið „theobroma“ má útleggja sem „fæða guðanna“. Súkkulaði hefur verið til í þúsundir ára, en áður fyrr var þess einkum neytt í fljótandi formi súkkulaðidrykkjar. Það var ekki fyrr en um miðja nítjándu öld, þegar tókst að ...
Eru óbeinar reykingar óhollar?
Vísindavefurinn hefur fengið fjölmargar spurningar um óbeinar reykingar. Meðal þeirra eru: Er hættulegt að anda að sér lofti frá reykingamanni? Eru óbeinar reykingar jafn hættulegar og beinar reykingar? Hvað getur gerst ef foreldrar reykja með börnin fyrir framan sig? Getur það spillt heilsu barnanna og hver e...
Hvað gerist ef kolkrabbi missir einn arm?
Kolkrabbar hafa ýmsa eiginleika sem nýtast þeim í að lifa af í sjónum. Þeir geta meðal annars losað sig við einn af átta örmum sínum til að villa um fyrir rándýri. Með tímanum vex armurinn svo aftur; kolkrabbarnir bíða því ekki varanlegan skaða af því að missa einn arm. Einna þekktastir eru kolkrabbarnir fyrir ...
Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?
Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...
Hefur það áhrif á þroska og líðan barna ef þau hlusta á klassíska tónlist eftir til dæmis Mozart, Bach eða Beethoven?
Spurt er um áhrif hlustunar á tónlist og því miðast svörin einungis við áhrif tónlistarhlustunar en ekki tónlistarnáms eða virkrar þátttöku í tónlist. Mikilvægt er að gera greinarmun þarna á milli því almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að tónlistarhlustun hafi lítil sem engin varanleg áhrif á vitsmuni en...
Hver var æviferill Sturlu Þórðarsonar sagnameistara?
Sturla Þórðarson var fæddur á Ólafsmessu, 29. júlí, árið 1214. Faðir hans var höfðinginn Þórður Sturluson (1165-1237), en móðir hans hét Þóra og var frilla Þórðar. Er hún ekki ættfærð frekar, en vitað er að hún lést þegar Sturla var á barnsaldri, árið 1224. Þau Þórður áttu fleiri börn saman. Sturla og Ólafur, ...
Af hverju fær maður blöðrubólgu?
Blöðrubólgu er skipt í annars vegar bráða blöðrubólgu og hins vegar langvinna (króníska, e. chronic) blöðrubólgu. Bráð blöðrubólga Bráð blöðrubólga er mjög algeng og fá konur hana mun oftar en karlar. Jafnvel er talið að allt að 70% kvenna hafi einhvern tíma fundið fyrir einkennum bráðrar blöðrubólgu. Sennile...
Hvað olli frostavetrinum mikla 1918?
Janúarmánuður var langkaldasti mánuður frostavetursins 1918, svo kaldur að hann stendur einn undir nafngiftinni. Mjög eindregin norðanátt var ríkjandi í mánuðinum og hún var venju fremur köld vegna þess að sérlega mikill hafís var í norðurhöfum, bæði í Austur-Grænlandsstraumnum og í Barentshafi. Haustið 1917 v...
Hvaða áhrif hefur alkóhól á heila og líkama?
Alkóhól er í raun samheiti fyrir flokk lífrænna efna. Í daglegu tali er orðið alkóhól þó oftast notað um etanól eða vínanda sem er aðeins eitt þessara efna. Dæmi um önnur alkóhól eru metanól öðru nafni tré- eða iðnaðarspíritus og bútanól eða ísvari. Notkun alkóhóls hefur fylgt manninum í árþúsundir. Í dag e...
Hvaða áhrif hafði grísk menning á hina rómversku?
Rómverska skáldið Quintus Horatius Flaccus (65-8 f.Kr.) komst svo að orði að hið hertekna Grikkland hefði fangað ósiðmenntaðan sigurvegarann og fært listirnar inn í Latíumsveit (Hor. Epist. 2.1.156-7). Það má segja að Hóras, eins og skáldið er oft nefnt á íslensku, hafi að vissu leyti hitt naglann á höfuðið því gr...
Hvers vegna verður fólk hresst og glatt við það að drekka áfengi?
Áfengir drykkir innihalda efnið etanól sem tilheyrir alkóhólum. Þótt fólk virðist vera hressara eftir að hafa neytt áfengis er etanól í rauninni róandi efni. Ástæðan fyrir hinum róandi áhrifum er sú að etanól heldur aftur af taugaboðum í miðtaugakerfinu. Þar á meðal eru taugaboð sem valda hömlum á hegðun okkar og ...
Hvað er átt við með hugtökunum kolefnisspor, sótspor og vistspor?
Ekkert þessara þriggja hugtaka á sér lögformlega skilgreiningu þannig það sem hér kemur á eftir er byggt á vinnu og viðhorfum höfundar. Kolefnissspor: Sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári, venjulega gefin upp í tonnum ...
Hvernig útskýra hagfræðingar hugtakið úthrif eða externalities?
Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl öll. Hafið þið aðgengilega útskýringu á íslensku á hugtakinu externalities í hagfræði, sem ég sé að kallast úthrif sums staðar? Kær kveðja. Stefán Jón Hafstein Hagfræðingar tala um ytri áhrif eða úthrif (e. externalities) þegar hegðun eða ákvarðanir eins hafa áhrif á aðra án...
Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?
Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna...