Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 79 svör fundust
Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þór...
Hvaða rannsóknir stundaði Gunnar Karlsson?
Gunnar Karlsson (1939-2019) lauk kandídatsprófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1970 með sögu Íslands sem kjörsvið. Árið 1978 varði hann doktorsritgerð um sagnfræðilegt efni við sömu stofnun. Hann starfaði sem háskólakennari í sagnfræði á árunum 1974 til 2009, fyrst í University College í London 1974–7...
Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?
Sennilega hafa menn séð haförn á Íslandi skömmu eftir landnám og hugsanlega áður en þeir tóku land. Að öllum líkindum hefur íslenski arnarstofninn þá verið mun stærri og haft meiri útbreiðslu en nú. Í dag er stofninn bundinn við norðanverðan Faxaflóa og Breiðafjörð. Þess má geta að í Noregi, þaðan sem flestir...
Eru til einhver séríslensk mannanöfn?
Elstu heimildir um nöfn manna sem fluttust hingað til lands og settust hér að er að finna í Landnámu. Þótt engin vissa sé fyrir því að allir þeir menn sem þar eru nefndir hafi verið til hafa þó landsmenn borið flest þessara nafna um aldir. Til Landnámu og Íslendinga sagna hafa einnig verið sótt nöfn á síðari öldum...
Hver er uppruni íslenska hestsins?
Íslenski hesturinn er kominn frá Noregi og þaðan frá Mongólíu. Þetta kemur fram í ýtarlegu svari Stefáns Aðalsteinssonar við spurningunni Hvaðan er íslenski hesturinn upprunninn? Íslenskur hestur í haga. Sameindalíffræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á þennan skyldleika og hann kemur líklega ekki á óvart ef v...
Af hverju hafa svona fáir rúnasteinar fundist á Íslandi?
Á 9. öld þegar Ísland byggðist voru mjög fáir rúnasteinar reistir í Skandinavíu. Þegar yngra rúnaletrið var tekið í notkun um 800 virðist einnig siðurinn að reisa steina hafa að mestu horfið um sinn. Í Svíþjóð voru tveir þekktir steinar: Röksteinnin á Austur-Gautlandi og Sparlösasteinnin á Vestur-Gautlandi reistir...
Voru hrafnar á Íslandi fyrir landnám eða er íslenski hrafninn afkomandi hrafna Hrafna-Flóka?
Það er vel þekkt að gróður- og dýrafána Íslands hefur breyst nokkuð frá landnámi. Gróðurfar breyttist til að mynda umtalsvert vegna búpenings sem fylgdi landnáminu, meðal annars dróst útbreiðsla birkikjarrs verulega saman. Í dag þekur birkikjarr aðeins um 1,5% landsins en við landnám þakti það frá 8–40% landsins. ...
Hvaða ár fór fyrsta víkingaskipið á flot?
Í dag veit enginn hvenær fyrsta víkingaskipinu var siglt. Ýmsar heimildir eru til um siglingar víkinga. Frá þeim er meðal annars sagt í Íslendingasögum og öðrum norrænum miðaldaheimildum. Ein erlend heimild segir frá því að fyrsta víkingaferðin hafi verið árið 793 þegar norrænir sjóræningjar réðust á klaustrið...
Reyktu víkingarnir sígarettur, vindla eða pípur?
Svarið er einfalt nei; það gerðu þeir ekki. Tóbakið er planta sem óx upphaflega aðeins í Ameríku. Það var því óþekkt í Evrópu þar til eftir landafundina miklu í lok 15. aldar og í byrjun þeirrar sextándu (Kólumbus „fann“ fyrstu eyjarnar við Ameríku árið 1492). Svona er þetta líka með margar aðrar vörur úr jurta...
Hvort varð færeyska eða íslenska til á undan?
Færeyjar eiga það sameiginlegt með Íslandi að norskir menn settust þar að á landnámsöld og síðan hafa eyjarnar verið byggðar. Upphaflega hefur sama mál verið talað bæði á Íslandi og í Færeyjum. Það var mál landnámsmannanna sem flestir komu frá vestanverðum Noregi, en einhverjir einnig frá Danmörku og Svíþjóð. Gera...
Hvers vegna var norræna stundum kölluð dönsk tunga til forna?
Í fornu máli var hið sameiginlega tungumál norrænna þjóða, frumnorræna, oft kallað dönsk tunga. Dönsk tunga var reyndar notað um tvennt. Annars vegar um það mál sem Danir töluðu í Danmörku og í vissum hlutum Bretlandseyja og var á ýmsan hátt ólíkt því máli sem talað var í Noregi. Hins vegar var það notað um hið ga...
Hvað er talið að kötturinn sé búinn að vera margar aldir á Íslandi?
Með því að beita skyldleikagreiningu á erfðaefni hefur verið sýnt fram á að íslenskir kettir eru náskyldir köttum frá Skáni í Svíþjóð, Færeyjum og Hjaltlandseyjum en mun fjarskyldari köttum annars staðar á Bretlandseyjum. Rétt er að taka fram að kettir í íslenskum sveitum eru upprunalegri en kettir í þéttbýli sem ...
Hvers vegna lifa elgir ekki á Íslandi?
Ástæðan fyrir því að elgir lifa ekki á Íslandi er sú að þeir hafa ekki verið fluttir til landsins. Eina spendýrið sem var á Íslandi þegar landnámsmenn komu hingað fyrir rúmum 1.000 árum var refurinn. Önnur landspendýr hafa borist hingað með mönnum og á það jafnt við um húsdýr og dýr sem lifa villt í náttúrunn...
Hver er saga bænda á Íslandi?
Saga bænda á Íslandi hefst þegar við landnám. Raunar hefst hún talsvert fyrr, því aðferðir og tækni sem bændur notuðu þegar frá upphafi komu frá Norðvestur-Evrópu og höfðu þróast þar síðan landbúnaður hófst á því svæði um 5000-4000 f.Kr., fyrir um sex til sjö þúsund árum. Líklegast er að kjarninn í landbúnaðar...
Hver voru algeng nöfn víkinga?
Eftir því sem ég best veit hefur ekki verið tekinn saman listi yfir þá sem töldust víkingar eða vitað var að héldu í víking. Til er stuttur kafli um nöfn sem þekkt eru frá víkingatímanum í bók Assars Janzéns um norræn eiginnöfn (1948:28-29). Þau eru ekki sérstaklega nöfn á þeim sem héldu í víking heldur heimildir ...