Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Sennilega hafa menn séð haförn á Íslandi skömmu eftir landnám og hugsanlega áður en þeir tóku land. Að öllum líkindum hefur íslenski arnarstofninn þá verið mun stærri og haft meiri útbreiðslu en nú. Í dag er stofninn bundinn við norðanverðan Faxaflóa og Breiðafjörð.



Þess má geta að í Noregi, þaðan sem flestir landnámsmennirnir komu, hafa ernir alla tíð verið algengir. Það er því líklegt að landnámsmennirnir hafi þekkt erni áður en þeir yfirgáfu Noreg og sigldu áleiðis til Íslands. Í dag telur norski arnarstofninn fáein þúsund varppör.

Sjaldan er minnst á haferni í íslenskum fornbókmenntum en eitthvað er þó í Eddu og Gunnlaugs sögu ormstungu.

Í Grímnismálum standa þessar línur:
Mjög er auðkennt

þeim er til Óðins koma

salkynni að sjá:

Vargur hangir

fyr vestan dyr

og drúpir örn yfir.
Og í Gylfaginningu er þessi lýsing á aski Yggdrasils:
Örn einn situr í limum asksins, og er hann margs vitandi, en í milli augna honum situr haukur sá er heitir Veðurfölnir.

Mynd: Birds of Prey

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.6.2004

Spyrjandi

Albert Þórir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. júní 2004, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4312.

Jón Már Halldórsson. (2004, 2. júní). Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4312

Jón Már Halldórsson. „Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. jún. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4312>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær sást haförn fyrst á Íslandi?
Sennilega hafa menn séð haförn á Íslandi skömmu eftir landnám og hugsanlega áður en þeir tóku land. Að öllum líkindum hefur íslenski arnarstofninn þá verið mun stærri og haft meiri útbreiðslu en nú. Í dag er stofninn bundinn við norðanverðan Faxaflóa og Breiðafjörð.



Þess má geta að í Noregi, þaðan sem flestir landnámsmennirnir komu, hafa ernir alla tíð verið algengir. Það er því líklegt að landnámsmennirnir hafi þekkt erni áður en þeir yfirgáfu Noreg og sigldu áleiðis til Íslands. Í dag telur norski arnarstofninn fáein þúsund varppör.

Sjaldan er minnst á haferni í íslenskum fornbókmenntum en eitthvað er þó í Eddu og Gunnlaugs sögu ormstungu.

Í Grímnismálum standa þessar línur:
Mjög er auðkennt

þeim er til Óðins koma

salkynni að sjá:

Vargur hangir

fyr vestan dyr

og drúpir örn yfir.
Og í Gylfaginningu er þessi lýsing á aski Yggdrasils:
Örn einn situr í limum asksins, og er hann margs vitandi, en í milli augna honum situr haukur sá er heitir Veðurfölnir.

Mynd: Birds of Prey

...