Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 35 svör fundust
Hvað er axlarklemma?
Axlarklemma er alvarlegt bráðatilvik í fæðingu þar sem öxl barnsins klemmist upp að lífbeini móðurinnar þegar höfuðið er fætt, barnið situr fast og kemst ekki í heiminn án aðstoðar. Skiptar skoðanir eru á því hvort hægt sé að fyrirbyggja axlarklemmu eða sjá hana fyrir en vitað er að ýmsir þættir auka hættuna á ...
Hvað er CDG-heilkenni?
Skammstöfunin CDG stendur fyrir Congenital Disorders of Glycosylation, en áður var hún þekkt sem Carbohydrate-Deficient Glycosylation. Hér er um að ræða samheiti yfir flokk meðfæddra efnaskiptasjúkdóma sem trufla myndun sykurprótína (e. glycoproteins) á einn eða annan hátt og byggist flokkun þeirra á því í hvaða þ...
Hvaða eitranir af völdum þörunga eru þekktar í skelfiski hér við land?
Um 75 tegundir eiturmyndandi þörunga eru þekktar í dag. Svo virðist sem blómi þessara eitruðu tegunda hafi aukist undanfarna áratugi um allan heim. Ekki er vitað hvers vegna en talið er að mikið magn næringarefna frá landbúnaði sem berst í sjó og breytingar á hitastigi sjávar kunni að hafa þar áhrif, einnig geta þ...
Hvað getið þið sagt mér um steinfiska, eru þeir mjög eitraðir?
Steinfiskar eru tegundir fiska af ættkvíslinni Synanceia. Innan þessarar ættkvíslar eru þekktar fimm tegundir. Steinfiskar finnast aðallega á grunnsævi við Indlandshaf og Kyrrahaf en einnig eru dæmi um steinfiska í ísöltum sjó og í ám í Suðaustur-Asíu. Steinfiskar eru mjög eitraðir og jafnvel eitraðastir allra núl...
Hvers vegna gengur erfiðlega að finna og þróa lyf sem virka á veirusýkingar?
Veirur verða að sýkja frumur til að geta fjölgað sér. Þær eru því algjörlega háðar hýsilfrumum sínum og nýta sér efni og aðbúnað í þeim til að mynda nýjar veiruagnir sem svo aftur geta sýkt fleiri frumur. Lífsferill veira er jafn mismunandi og þær eru margar, en í aðalatriðum þurfa veirur að festa sig við hýsil...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Hvað getur orsakað mænuskaða og er hægt að lækna hann?
Ýmislegt getur orsakað mænuskaða, svo sem áverkar á andliti, hálsi, höfði, brjóstkassa eða baki. Slíkt getur hent eftir bílslys, lendingu á höfði, árekstur í íþróttum, fall úr mikilli hæð, eftir dýfingaslys, rafstuð eða mikinn snúning um miðju líkamans. Auk þess mætti nefna áverka eftir byssukúlu eða hnífsstungu. ...
Hvaða einkenni fylgja skorti á B-12 vítamíni?
Eins og nafnið bendir til er B12 eitt af B-vítamínunum og er því í flokki vatnsleysanlegra vítamína. Annað heiti þess er kóbalamín vegna þess að í miðri sameind þess er málmjónin kóbalt. Hlutverk kóbalamíns er að taka þátt í myndun blóðfrumna, einkum rauðkorna blóðsins, það er rauðra blóðfrumna sem sjá um að flytj...
Hvað er vesturnílarveira?
Vesturnílarveiran (e. West Nile Virus) telst til sama hóps veira og þær sem valda beinbrunasótt og gulusótt. Um er að ræða RNA-veirur sem berast á milli hýsla með skordýrum. Vesturnílarveiran greindist fyrst árið 1937 í Úganda og er í dag nokkuð algeng í mönnum, fuglum og öðrum hryggdýrum í Afríku, Vestur-Asíu og ...
Er hættulegt að taka of mikið af vítamínum?
Til þess að líkaminn geti starfað eðlilega þurfum við að fá 13 mismunandi vítamín út fæðunni sem við neytum. Þessi vítamín gegna margvíslegum hlutverkum í líkamanum og skorti eitthvert þeirra er hætta á hörgulsjúkdómi. Vítamín skiptast í vatnsleysanleg vítamín annars vegar og fituleysanleg hins vegar. Til vat...
Hvernig kyngjum við og af hverju eigum við stundum erfitt með að kyngja?
Á hverjum degi kyngir maður um 1500 ml af mat og drykk auk munnvatns, sem er mælt á annan lítra á sólarhring. Fjöldi kynginga á dag er talinn vera um 600; 200 kyngingar fara fram við neyslu matar og drykkjar, og um 400 án þess að einhvers sé neytt samhliða, þar af 350 á daginn og 50 á nóttunni. Eðlileg kyngin...
Hvað er Lou Gehrigs-sjúkdómur og er hægt að lækna hann?
Lou Gehrigs-sjúkdómur er annað nafn yfir blandaða hreyfitaugahrörnun (e. amylotrophic lateral sclerosis, ALS) sem er algengasta form hreyfitaugahrörnunar (e. motor neuron disease, MND). Þeir sem þjást af ALS eru með skaddaða efri og neðri heilataugar en önnur form MND eru ágeng hreyfitaugahrörnun (e. primary later...
Hvað er rauðkornadreyri (polycythemia)?
Polycythemia er sjúklegt ástand sem hefur verið kallað rauðkornadreyri á íslensku. Eins og íslenska heitið gefur til kynna er um afbrigðileika í rauðkornum að ræða. Í flestum tilfellum er um að ræða óeðlilega fjölgun á rauðkornum og rauðkornmæðrum (frumur í blóðmerg sem þroskast í rauðkorn), en stundum getur það þ...
Hvað getið þið sagt mér um bótúlín og bótox?
Bótúlíneitur (e. botulinum toxin) er taugaeitur sem framleitt er af bakteríunni Clostridium botulinum. Bakterían vex aðeins í súrefnissnauðu umhverfi, en myndar hitaþolin dvalagró við óhagstæðar aðstæður. Bótúlín er eitt af aleitruðustu efnum sem þekkjast, en einungis 1-2 ng/kg sprautað í vöðva eða æð, nægja til a...
Hvernig er hægt að rækta krækling?
Kræklingur (Mytilus edulis) er skeldýrategund sem tilheyrir flokki samlokna (Bivalvia). Tegundin er mjög útbreidd og finnst á kaldtempruðum svæðum, bæði á norður- og suðurhveli jarðar. Hún er algeng allt í kringum Ísland nema við suðurströndina þar sem skilyrði eru honum víðast óhagstæð. Kræklingur finnst í ...