Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 37 svör fundust

category-iconLögfræði

Er löglegt að auglýsa áfengi og tóbak í tímaritum eða blöðum ef þau eru skráð útgefin erlendis?

Í 73. gr. stjórnarskrárinnar er tjáningarfrelsið verndað. Samkvæmt 3. mgr. 73. gr. stjórnarskrárinnar er þó heimilt að setja tjáningarfrelsinu skorður, til dæmis til verndar heilsu manna. Til þess þarf þó skýra lagaheimild og þurfa skorðurnar að teljast nauðsynlegar og samrýmast lýðræðishefðum. Í 20. gr. áfengisla...

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um meiðyrði á Íslandi og hvernig er mönnum refsað fyrir þau?

Það er talsverðum vandkvæðum bundið að túlka hugtakið meiðyrði á einfaldan hátt svo öllum líki. Ýmsar ástæður geta legið að baki óviðurkvæmilegum ummælum í garð annars manns. Það skiptir máli hvort aðdróttun er á rökum reist og einnig er heimilt að láta refsingu falla niður ef brotaþoli hefur svarað í sömu mynt. ...

category-iconLögfræði

Má reka einhvern úr vinnu á meðan hann liggur á sjúkrahúsi?

Almennt séð er vinnuveitendum frjálst að segja starfsfólki sínu upp hafi þeir staðið við allar skuldbindingar samkvæmt þeim kjarasamningum og lögum sem gilda um ráðningarsambandið. Staðsetning starfsmannsins á þeim tíma sem honum er tilkynnt um uppsögn skiptir þá í raun engu máli. Hins vegar má velta því fyrir ...

category-iconLögfræði

Af hverju er ekki hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja vegna tjóns?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í réttarríki er gert ráð fyrir að ef einn veldur öðrum tjóni skal sá hinn sami bæta það tjón. Hvernig stendur á því að ekki er hægt að stefna slitastjórnum fjármálafyrirtækja fyrir tjón sem þær geta valdið? Þegar bú fjármálafyrirtækis eru tekin til skipta er ekki farið eft...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær var Alþingi stofnað?

Alþingi var stofnað á Þingvöllum árið 930. Þinghaldsstaðurinn hét Lögberg. Þar komu höfðingjar saman í júní ár hvert til að setja lög og kveða upp dóma. Flestum öðrum var einnig frjálst að fylgjast með þinghaldinu, eins og tíðkast á Alþingi enn í dag. Æðsti maður þingsins var lögsögumaðurinn sem var gert að leggja...

category-iconLögfræði

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...

category-iconLögfræði

Hvaða lagaheimild mælir fyrir að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum?

Sú regla að stjórnarskráin sé æðri öðrum lögum kemur hvergi fram í settu lagaákvæði. Regluna má leiða af þeirri viðurkenndu stjórnskipunarvenju að dómstólar skeri úr um hvort lög standist stjórnarskrá. Styðst þessi regla við mörg fordæmi dómstóla. Hæstiréttur hefur nokkrum sinnum dæmt lög andstæð stjórnarskrá, fyr...

category-iconLögfræði

Er nekt á almannafæri bönnuð með lögum?

Ekkert ákvæði í hegningar- eða lögreglulögum leggur blátt bann við nekt á almannafæri. Í 209. grein hegningarlaga er að vísu að finna bann við því að særa blygðunarkennd manna með lostugu athæfi en sennilega þyrfti meira til en bara nekt á almannafæri til þess að brotið yrði fellt undir þetta ákvæði. Hins vegar er...

category-iconLögfræði

Eru til lög sem segja til um stefgjöld netútvarps og hvar þau skuli greidd, til dæmis ef útvarpið er hýst erlendis?

Um höfundarétt, vernd hans og heimildir til gjaldtöku gilda á Íslandi höfundalög nr. 73/1972. Um ýmis álitaefni sem tengjast höfundarétti má lesa á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðið höfundaréttur hér neðarlega á síðunni. Höfundarétturinn og gjaldtakan eru vernduð af alþjóðlegum sáttmála sem kallast Bern...

category-iconLögfræði

Geta eigendur sjávarlóða bannað gerð göngu- og hjólastíga meðfram strönd í þéttbýli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sá hjá ykkur svar við aðgengi almennings að sjó á eignalandi. Langar að vita með lóðir eins og á Arnarnesinu. Hafa húseigendur leyfi til að banna gerð göngu-og hjólastígs meðfram ströndinni? Ná eignalóðir alveg niður að sjó? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hva...

category-iconLögfræði

Getur lögregla gert upptækar einkaeignir starfsmanna þegar hún gerir húsleit í fyrirtækjum?

Lögregla og önnur stjórnvöld, til dæmis samkeppnis- og skattayfirvöld, geta gert húsleitir hjá fyrirtækjum sem liggja undir grun um lögbrot. Við slíkar leitir er oftast lagt hald á mikið magn af gögnum sem eru notuð til að sannreyna hvort þau brot sem fyrirtækið er grunað um hafi átt sér stað. Til slíkrar leitar þ...

category-iconStjórnmálafræði

Til hvers var öðrum viðaukanum bætt við bandarísku stjórnarskrána og hvaða gildi hefur hann í dag?

Í formála bandarísku stjórnarskrárinnar er markmiðum hennar lýst með þessum orðum: Vér Bandaríkjamenn setjum og samþykkjum þessi grundvallarlög fyrir Bandaríki Ameríku í þeim tilgangi að koma á fullkomnara sambandsríki, stuðla að réttlæti, tryggja landsfriðinn, sjá fyrir sameiginlegum landvörnum, efla almenna velf...

category-iconFélagsvísindi

Hver er munurinn á stjórnvaldsákvörðun og stjórnvaldsfyrirmælum?

Stjórnvaldsákvörðun Formleg stjórnvaldsákvörðun er eins og orðin gefa til kynna, ákvörðun sem tekin er af þar til bæru stjórnvaldi í málum sem varða borgarana. Fjölmörg mál koma til kasta stjórnvalda hverju sinni og niðurstaða fæst í þessi mál með því að stjórnvöld taka ákvörðun. Dæmigerð afgreiðsla stjórnvalda...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað er klám?

Þessari spurningu er erfitt að svara þar sem engin skilgreining er til á hugtakinu „klámi“ í íslenskum lögum. Engu að síður stendur í 210. grein almennu hegningarlaganna: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum ... eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsi...

category-iconLögfræði

Er löglegt að menn taki ljósmyndir á veitinga- og skemmtistöðum og setji þær svo á Netið?

Ef við gerum ráð fyrir að spyrjandi eigi við að myndirnar séu af einstaklingum vegast hér á tvenns konar réttindi – annars vegar réttur myndefnisins til einkalífs og hins vegar réttindi myndatökumannsins til tjáningarfrelsis. Þessi réttindi eru varin af stjórnarskránni og Mannréttindasáttmála Evrópu, sem veitt ...

Fleiri niðurstöður