Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 85 svör fundust
Hvernig fjölga sporðdrekar sér?
Flestar tegundir sporðdreka fjölga sér með kynæxlun. Kynlaus æxlun þekkist þó hjá einhverjum tegundum, til dæmis af ættkvíslunum Tityus og Hottentotta, en þar verður æxlun með meyfæðingu, það er ófrjóvguð egg þroskast og verða að nýjum einstaklingum. Kynæxlun sporðdreka verður þegar sáðsekkur frá karldýri flys...
Af hverju er mikið líf í hafinu?
Aðstæður í hafinu eru á margan hátt þægilegri til lífs en aðstæður uppi á landi. Það sem einkennir hafið er meiri stöðugleiki með tilliti til ýmissa eðlisþátta eins og hita og næringarefna. Í fyrsta lagi eiga sjávardýr ekki á hættu að þorna upp, sem meðal annars stuðlar að öruggari vatnsskiptum við umhverfið o...
Hvað er meiósa og mítósa?
Við mítósu (einnig kölluð jafnskipting) skiptir tvílitna fruma sér í tvær frumur sem eru erfðafræðilega nákvæmlega eins og upphaflega fruman. Frumurnar tvær hafa nákvæmlega sömu gen og fruman sem skipti sér. Í meiósu-skiptingu (einnig kölluð rýriskipting) skiptir tvílitna fruma sér tvisvar og útkoman verður fjó...
Getið þið sagt mér eitthvað um armfætlur?
Armfætlur, fylking Brachiopoda, eru frumstæðir hryggleysingjar, skyldar til að mynda mosadýrum. Þær minna á samlokur (bivalvia) í útliti en eru hins vegar aðeins fjarskyldar þeim. Á ensku kallast armfætlur „lamp shells“ eða lampaskeljar þar sem útlit þeirra minnir mjög á olíulampa Rómverja til forna. Armfæt...
Er hægt að verða ófrísk á meðan blæðingar standa yfir?
Það getur orðið getnaður eftir samfarir sem hafðar eru á meðan blæðingar standa yfir. Ekki er hægt að vera alveg viss um að sáðfrumur séu dauðar þegar kemur að egglosi, því að þær eru mislífsseigar og egglos er ekki alltaf á nákvæmlega sama tíma. Þekkt er að egglos geti orðið á meðan tíðir standa yfir og einnig að...
Hvað er frævun?
Í stuttu máli má segja að frævun sé flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis. Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna, en segja má á frævlar séu karllegi hluti blómplöntunnar. Þeg...
Hvernig hafa skjaldbökur samfarir?
Rétt er að taka fram strax í upphafi að orðið samfarir er yfirleitt ekki notað um þá athöfn dýra, annarra en mannsins, að parast og fjölga sér. Frekar er talað um æxlun eða mökun. Hjá skjaldbökum fer frjóvgun fram innvortis líkt og hjá öllum landhryggdýrum öðrum en froskum (sjá svar við spurningunni Hvernig æx...
Hvernig fjölga fuglar sér?
Æxlun hjá fuglum á sér stað inni í kvenfuglinum líkt og hjá öðrum hryggdýrum. Líffræðingar nefna þetta innvortis æxlun. Æxlunarfæri fugla eru þannig uppbyggð að karlfuglar hafa eitt eistnapar sem liggur inni í kviðarholinu en ekki fyrir utan í pung, eins og hjá spendýrum. Sáðrásir liggja frá eistunum og sameinast ...
Af hverju er fugladrit hvítt?
Ólíkt spendýrum þá pissa fuglar ekki. Nýru þeirra vinna köfnunarefnissambönd úr blóðinu líkt og spendýr gera, en í stað þess að leysa nitursamböndin í vatni og losa út sem þvag eru nitursamböndin losuð út á formi þvagsýru. Þvagsýra hefur afar litla leysni í vatni þannig að hún gengur úr fuglum sem hvítt og seig...
Hvernig æxlast hákarlar?
Æxlun hákarla hefur ekki verið rannsökuð mjög ýtarlega en vitað er að atferlið í kringum hana er mjög breytilegt á milli tegunda og ættkvísla. Meðal annars eru þekktir “forleikir” eins og samræmd sundtök eða létt bit. Í því samhengi er athyglisvert að skrápur kvendýranna er allt að tvöfalt þykkari en karldýranna e...
Geta tvíburar átt hvor sinn föðurinn?
Já, það er möguleiki á að tvíeggja tvíburar eigi hvor sinn föður. Þá losna tvö egg í sama tíðahring hjá móðurinni og ef hún hefur samfarir við tvo menn í kringum egglosið getur sáðfruma frá þeim báðum frjóvgað sitt hvort eggið. Þetta er mjög sjaldgæft en mögulegt. Tvíburarnir og hálfbræðurnir Marcus og Lucas me...
Geta börn sem fæðast heilbrigð fengið Down-heilkenni?
Down-heilkenni (e. Down's syndrome) er erfðagalli sem stafar af því að aukalitningur er til staðar í frumum líkamans. Í flestum tilfellum er manneskja með 46 litninga í 23 pörum en einstaklingar með Down-heilkenni hafa þrjú eintök af litningi 21 og eru því alls með 47 litninga. Aukalitninginn má rekja til mist...
Getið þið frætt mig um háfiska?
Háfiskar (Pleurotremata) eru langvaxnir og sívalir eða hálfþrístrendir á bol. Þeir hafa 5-7 hliðstæð tálknaop sem eru staðsett rétt framan við eyrugga. Háfiskar eru vel tenntir og eru tennurnar beittar og í reglulegum röðum. Sporðurinn er skásporður og er efri fönin stærri en sú neðri en hryggurinn sveigist upp...
Hvað getið þið sagt mér um sæbjúgu?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað er sæbjúga? Eru sæbjúgu fiskar eða gróður?Hvað eru til margar tegundir af sæbjúgum?Geta sæbjúgu eignast börn? Hvað geta sæbjúgu orðið gömul?Hvaða þjóðir borða helst sæbjúgu? Sæbjúgu (Holothuroidea) eru hvorki gróður né fiskar heldur einn sex ættbálka innan fylkingu skrápdýra ...
Geta konur orðið óléttar þótt þær hafi aldrei farið á túr?
Já, konur geta orðið óléttar án þess að hafa farið nokkurn tímann á túr. Reyndar er ólíklegt að þetta eigi við um fullorðnar konur en getur vel komið fyrir ungar stúlkur sem eru enn ekki byrjaðar að hafa blæðingar. Konur fara á túr ef undirbúningur legsins fyrir fóstur er til einskis, það er að segja ef frjóvg...