Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Í stuttu máli má segja að frævun sé flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis.

Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna, en segja má á frævlar séu karllegi hluti blómplöntunnar.



Þegar frjóhnapparnir eru þroskaðir þá opnast þeir og frjókornin losna og berast með margvíslegum leiðum til blóms á annarri plöntu af sömu tegund. Algengast er að frjókornin berist á milli plantna með skordýrum en aðrir dýrahópar svo sem fuglar eða jafnvel spendýr bera einnig frjókorn. Frjókorn berast líka á milli plantna með vindinum eins og mjög algengt er hérlendis.

Kvenlegur hluti blómplöntu kallast fræva. Efsti hluti frævunni nefnist fræni en það veitir frjókornum viðtöku og festast þau þar vegna þess að frænið er loðið eða slímkennt.

Þegar frævunin eða flutningur frjókorna til frænis hefur átt sér stað getur frjóvgun orðið

Mynd: Colegio Internacional de Caracas. Sótt 2. 6. 2008.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.6.2008

Spyrjandi

Aron Hugi Helgason

Tilvísun

JMH. „Hvað er frævun?“ Vísindavefurinn, 5. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=31579.

JMH. (2008, 5. júní). Hvað er frævun? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=31579

JMH. „Hvað er frævun?“ Vísindavefurinn. 5. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=31579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er frævun?
Í stuttu máli má segja að frævun sé flutningur frjókorna frá frjóhnappi til frænis.

Frjókorn eru afar smá eða á stærð við rykkorn. Hlutverk þeirra er það sama og hjá sáðfrumum dýra. Frjókornin þroskast inni í frjóhirslum í frjóhnöppum frævlanna, en segja má á frævlar séu karllegi hluti blómplöntunnar.



Þegar frjóhnapparnir eru þroskaðir þá opnast þeir og frjókornin losna og berast með margvíslegum leiðum til blóms á annarri plöntu af sömu tegund. Algengast er að frjókornin berist á milli plantna með skordýrum en aðrir dýrahópar svo sem fuglar eða jafnvel spendýr bera einnig frjókorn. Frjókorn berast líka á milli plantna með vindinum eins og mjög algengt er hérlendis.

Kvenlegur hluti blómplöntu kallast fræva. Efsti hluti frævunni nefnist fræni en það veitir frjókornum viðtöku og festast þau þar vegna þess að frænið er loðið eða slímkennt.

Þegar frævunin eða flutningur frjókorna til frænis hefur átt sér stað getur frjóvgun orðið

Mynd: Colegio Internacional de Caracas. Sótt 2. 6. 2008....