Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 183 svör fundust
Hefur slæmt uppeldi (foreldrar hóta þér sífellt einhverju illu) áhrif á framtíð þína?
Svarið er í sem skemmstu máli: „Já!“ Uppeldi hefur talsverð áhrif á framtíð barna, bæði til góðs og ills. Þegar umönnun og uppeldisskilyrði barns eru góð er þörfum þess sinnt fljótt og vel, tilfinningalegum, líkamlegum, hugrænum og félagslegum. Langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarf...
Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við landnám?
Sama gróðurþekja og var við landnám mun ekki nást í fyrirsjáanlegri framtíð. Talið er að 25-30% af Íslandi hafi verið þakið birkiskógi eða kjarri við landnám. Áform eru uppi um að eftir 40 ár verði 5% láglendis, sem er um 2,5% landsins alls, þakið skógi. Til að ná þessu markmiði með gróðursetningu einni þyrfti ...
Hvers vegna eru tíðir eins og skildagatíð, atburðaþátíð og lýsingaþátíð ekki kenndar í íslenskri málfræði, myndi það ekki gagnast okkur við annað tungumálanám?
Það er rétt að traust og góð kunnátta í móðurmáli getur gagnast fólki við að læra önnur tungumál. Í framhaldsskólum er reynt að treysta þekkingu nemenda í íslensku. Markmið móðurmálsnáms eru margþætt. Móðurmálsnám stuðlar að því að nemendur verði öruggari og betri málnotendur, geti betur komið skoðunum sínum á fra...
Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?
Engar líkur eru á að sólin geti horfið skyndilega. Hún er af þeirri gerð sólstjarna sem brenna vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega nálægt 10 milljörðum ára, og er ekki nema miðaldra um þessar mundir. Þegar hún hefur brennt öllu vetni sínu mun hún hins vegar þenjast út og verða að svokölluðum rauðum r...
Hvað er dómsdagur kristinna manna?
Kenning kirkjunnar um dómsdag kallast á erlendum málum (þýsku í þessu tilviki) Eschatologie sem þýða mætti sem kenninguna eða orðræðuna um hina hinstu atburði eða endalok tímanna. Á latínu er ekki rætt um hina hinstu heldur hina nýjustu (de novissimis) atburði. Það undirstrikar að ekki er reiknað með endalokum...
Hvað eru hvíthol?
Hér er einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað er hvíthol og hvað gerist ef svarthol og hvíthol rekast saman? (Arnljótur Sigurðsson) Er til eitthvert fyrirbæri (að því sjörnufræðingar telja) sem er andhverfa svarthols? (Bragi Kristjánsson)Hvíthol (e. white hole) eru algjörlega ímynduð fyrirbæri, það er reist á...
Gæti Grænland orðið fjölmennara en Ísland í framtíðinni?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Á Grænland raunhæfan möguleika á að verða fjölmennara en Ísland í framtíðinni? Í stuttu máli sagt er afar ólíklegt að Grænland verði fjölmennara en Ísland í fyrirsjáanlegri framtíð nema eitthvað stórkostlegt gerist sem veldur mjög mikilli fólksfækkun á Íslandi eða mjög...
Hvað gerist ef vísindin sanna að Guð er ekki til og var aldrei til?
Ólíklegt er að nokkuð muni gerast eða að einhver „sönnun" af því tagi sem spyrjandi gerir ráð fyrir muni hafa eitthvert raunverulegt gildi. Sannast sagna hafa vísindamenn og heimspekingar oft talið sig hafa lagt fram fullgild rök og jafnvel sannanir fyrir annað tveggja tilveru Guðs eða hinu að hann hafi aldrei ver...
Hvað er greind?
Hér verður ekki reynt að svara því hvað orðið greind merkir í almennu máli eða í daglegu lífi. En í sálarfræði er með þessu orði átt við það sem mælist á tilteknum prófum sem kallast greindarpróf. Þau hafa reynst hafa forsagnargildi um tiltekna eiginleika manna sem hafa til dæmis áhrif á framtíð þeirra. Greindarpr...
Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?
Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...
Hverjar eru líkurnar á því að flatfiskurinn silfurbrami verði algengari við Íslandsstrendur í náinni framtíð?
Silfurbrami (Pterycombus brama) er fiskur af bramaætt (Bramidae). Innan íslensku fiskveiðilögsögunnar hafa veiðst þrjár tegundir af þessari ætt og er stóri bramafiskur (Brama brama) algengastur. Heildaraflinn er þó ekki mikill, aðeins fáein tonn hin síðari ár. Silfurbrami (Pterycombus brama). Fiskar af þessari ...
Verður Ísland aftur skógi vaxið?
Ef átt er við hvort útbreiðsla skóga á Íslandi verði aftur eins og hún er talin hafa verið við landnám þá er það ólíklegt, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og fram kemur í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við...
Hvað var tímaritið Eimreiðin gefið út lengi og um hvað fjallaði það?
Tímaritið Eimreiðin kom út í Kaupmannahöfn 1895-1918 og síðan í Reykjavík frá 1918-1975. Valtýr Guðmundsson (1860-1928) stofnaði tímaritið og ritstýrði því til 1918. Í Eimreiðinni voru birtar sögur, ljóð, greinar um bókmenntir og ýmis málefni. Í fyrsta tölublaði Eimreiðarinnar er meðal annars kvæðið „Braut...
Hversu margar tegundir af dýrum eru í útrýmingarhættu í dag og af hverju?
Líffræðingar hafa haft þann háttinn að flokka dýrategundir í útrýmingarhættu í þrjá flokka eftir því hversu mikil hætta er á því að þær deyi út í nánustu framtíð. Flokkarnir eru þessir: Dýr í mikilli útrýmingarhættu (e. critically endangered). Helmingslíkur eru á því að dýr sem lenda í þessum flokki verði hor...
Ef vinur minn selur mér sál sína er hann þá sálarlaus?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Ef vinur minn selur mér sál sína gegn greiðslu og við gerum með okkur skriflegan samning/afsal, er hann þá sálarlaus?Eins og venja er á Vísindavefnum þótti viðeigandi að leita álits sérfræðings til að svara þessu brýna álitaefni. Einhverra hluta vegna vísuðu sálfræðiskor Hás...