Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 38 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru margar tegundir villtra spendýra á Íslandi og hvað heita þær?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Harðar Guðjónssonar Hvert er sjaldgæfasta spendýr Íslands? Tófa (Alopex lagopus). Alls eru sex tegundir villtra landspendýra á Íslandi auk þess sem tvær tegundir sela kæpa meðfram ströndum landsins. Tegundirnar eru:Tófa (Alopex lagopus) Minkur (Mustela vison) Hr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju sofa leðurblökur á hvolfi? Hafa þær klær?

Já, leðurblökur (Chiroptera) hafa klær. Þær nota klærnar til þess að festa sig við yfirborð meðan þær hvílast eða eru í dvala. Leðurblökur skera sig að mörgu leyti úr öðrum núlifandi tegundum spendýra. Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flugið, en leðurblökur eru einu spendýrin sem fljúga. Þess ber að geta að...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?

Á Íslandi lifir ein tegund refa villt. Það er tófan eða melrakkinn, sem fengið hefur latneska heitið Alopex lagopus. Tófan settist að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en hingað komst hún á hafís. Útbreiðslusvæði tegundarinnar er allt í kringum Norðurheimskautið, bæði á meginlöndum og eyjum...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lifa leðurblökur í Japan og ef svo, eru það vampíru- eða ávaxtaleðurblökur eða hvort tveggja?

Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera), sem nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats), og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Margar tegundir af smáblökum...

category-iconLæknisfræði

Geta afleiðingar tíðra höfuðhögga í æsku komið fram seinna á lífsleiðinni?

Stutta svarið er já, tíð höfuðhögg í æsku geta haft afleiðingar síðar á lífsleiðinni. Höfuðhögg er algengasta orsök heilahristings og alvarlegri heilaáverka. Heilahristingur, með einkennum svo sem tímabundinni ógleði og svima, er vægasta form heilaáverka. Það að rotast og muna ekki það sem gerðist eru vísbendin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju lifa íkornar ekki á Íslandi?

Í stuttu máli eru ástæður þess að íkornar lifa ekki hér á landi þær að þeir komast ekki til landsins af sjálfsdáðum, hafa ekki borist hingað óviljandi með fólki og ekki er leyfilegt að flytja þá inn. Landdýralíf á Íslandi er mjög fábrotið vegna einangrunar landsins. Aðeins sex tegundir teljast til villtrar spe...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um náttúru og dýralíf á Filippseyjum?

Filippseyjar samanstanda af 7641 eyjum og eru margar þeirra mjög smáar. Samtals er flatarmál þeirra um 300 þúsund km2 eða tæplega þrisvar sinnum stærð Íslands. Talið er að í upphafi 20. aldar hafi um 70% af eyjunum verið skógi vaxið, en undir lok aldarinnar hafi skóglendi verið um 20%. Mikið hefur því verið gengið...

category-iconÞjóðfræði

Hvað leggja Bretar sér venjulega til munns í morgunmat?

Afar hæpið er að alhæfa upp á heila þjóð eins einstaklingsbundið atferli og neyslu morgunmatar. Engu að síður eru Englendingar þekktir fyrir mjög sérstakar matarhefðir að morgni dags. Samkvæmt hefðinni er enskur morgunmatur (e. full English breakfast) pönnusteiktur og samanstendur fyrst og fremst af eggi og ...

category-iconLæknisfræði

Hvað er holdsveiki?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvernig lýsir holdsveiki sér?Hvernig smitast holdsveiki? Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áæ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Af hverju stafar geðklofi?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Af hverju stafar geðklofi (út frá líffræðilegu sjónarmiði)? Er heilinn í geðklofasjúklingum öðruvísi en í heilbrigðum einstaklingum? Ekki er vitað með vissu hvað veldur geðklofa. Orsakir hjartasjúkdóma og ýmissa annarra sjúkdóma er að finna í flóknu samspili erfða, umhver...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralífið í Bretlandi?

Lífríki Bretlandseyja ber mjög merki lífríkis þess sem finnst á tempruðum svæðum á meginlandi Evrópu. Dýralífið hefur tekið gríðarlegum breytingum á undanförnum 10 þúsund árum. Bæði hefur sú hlýnun sem varð á veðurfari við lok ísaldar og búseta manna haft mjög mikil áhrif á lífríki eyjanna. Á síðastliðnum öldum...

category-iconStjórnmálafræði

Hvað er Teboðshreyfing? Ég hef heyrt þetta nokkrum sinnum í fréttum að undanförnu.

Teboðshreyfingin (e. Tea Party Movement) er heiti á óformlegri grasrótarhreyfingu sem starfar yst á hægri væng bandarískra stjórnmála. Hreyfingin er gjarnan tengd við Repúblikanaflokkinn þar sem meðlimir hennar hafa helst náð frama í bandarískum stjórnmálum. Hreyfingin á sér hvorki opinbera talsmenn né landsnefndi...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvernig byrjaði galdrafárið á Íslandi og hvert var hlutverk almennings?

Hugtakið „galdrafár“ hlýtur að taka mið af ofsóknum í garð meintra galdranorna og galdrakarla, fremur en athöfnum þeirra sem slíkra. Slíkar ofsóknir urðu hvað ákafastar í flestum löndum Vestur-Evrópu á síðustu árum 16. aldar og fram eftir 17. öld, þannig að tugir þúsunda voru teknar af lífi, einkum konur. Á Ísland...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju finna bara sumir vont bragð af gúrku?

Það er rétt sem spyrjandi bendir á að sumum finnast gúrkur mjög vondar. Við þekkjum það öll að smekkur er afar mismunandi og á það við um mat eins og flest annað. Sumir elska sjávarrétti á meðan aðrir geta ekki hugsað sér neitt betra en blóðuga nautasteik. Fyrir þessum skoðunum okkar geta legið ýmsar ástæður og í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Charles Darwin?

Charles Robert Darwin fæddist 12. febrúar 1809 í Shrewsbury, Englandi. Hann er ætíð kenndur við náttúrufræði, en þekktastur er hann fyrir kenningu um þróun lífs á jörðu, sem á Íslandi er ávallt kölluð þróunarkenningin, en einnig tíðkast að kalla hana Darwinisma. Kjarnann í kenningunni setti hann fram í bókinni...

Fleiri niðurstöður